Körfubolti

Meistararnir stein­lágu og magnaður Curry

Anton Ingi Leifsson skrifar
Curry raðaði niður í nótt.
Curry raðaði niður í nótt. Eric Espada/Getty Images

LA Lakers steinlá í NBA körfuboltanum í nótt. Þeir töpuðu 104-86 fyrir Chicago en alls voru sjö leikir á dagskránni í nótt.

Þetta var nítjánda tap meistaranna í vetur en sigurinn var nokkuð óvæntur enda Chicago, eins og sakir standa, fyrir utan úrslitakeppni í austurdeildinni.

Montrezl Harrell var öflugastur í liði Lakers. Hann gerði nítján stig og tók sex fráköst en LeBron James var ekki með meisturunum í nótt.

Kawhi Leonard gerði einnig nítján stig fyrir Clippers. Hann tók einig tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar.

Eftir skellinn í síðustu umferð reif Stephen Curry sig upp fyrir Golden State Warriors en það dugði þó ekki til gegn Atlanta Hawks.

Atlanta vann 117-111 þrátt fyrir að Cury gerði 37 stig. Clint Capela var stigahæstur hjá Atlanta með 24 stig og heil átján fráköst.

Leikir næturinnar:

Brooklyn - Chicago 107-115

LA Lakers - Chicago 86-104

Charlotte - Boston 96-116

Memphis - Philadelphia 116-100

Golden State - Atlanta 111-117

New Orleans - Houston 122-115

Orlando - Denver 109-119


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.