Ný brýn tegund vegabréfsáritana Ole Anton Bieltvedt skrifar 3. apríl 2021 10:01 Vegabréfið er eitt tryggasta skjalið, sem gefið er út og notað til að sanna, hver handhafi er, bæði við löggjörninga, hvers konar aðgang og nýtingu sinna réttinda og þá sérstaklega á ferðalögum, heima og heiman. Það hefur verið lengi í þróun og telst af flestum eitt öruggasta gagn, sem í notkun er, alla vega í hinum vestræna heima, en, raunar, um mest allan heim. Til vegabréfa er þannig vandað, með bæði hönnun, prentun, útgáfu og frágang umfram það, sem gerist með flest önnur skjöl eða opinber gögn. Ýmis lönd eða ríkjasambönd þessa heims hafa í gegnum tíðina viljað takmarka aðgang að sínu landi, og hafa þau þá sett vegabréfsáritun, útgefna af þeim sjálfum eða þeirra eigin fulltrúum, sendiráðum eða konsúlötum, að skilyrði fyrir aðgangi; heimild til að fara inn í landið og fara þar um. En vegabréfið hefur verið og er grunngagnið. Svo mikið traust er borið til vegabréfa og svona vegbréfsáritana, að jafnvel einræðis- og harðræðisríki hafa treyst þeim, auðvitað ásamt með eigin vegabréfsáritun, fyrir því, að þau tryggi, að rétt peróna sé handhafi - auðvitað á mynd að sýna og sanna það -, og hefur þannig orðið til grundvöllur fyrir heimsóknum landa og svæða, samskiptum manna, þar sem mikið og strangt eftirlit gildir, frjálsræði er takmarkað og gestir vart velkomnir. COVID-19 hefur í för með sér ný vandkvæði, hvað varðar ýmis konar aðgang og heimsóknir annarra svæða og landa. Uppi eru ýms áform um að stjórna þeim, einkum með sérstökum bólusetningarvottorðum eða sérstökum staðfestingum á því, að menn hafi fengið veikina, séu orðnir ónæmir og geti ekki smitað. Innan ákveðins tímaramma. Í huga undirritaðs væri skynsamlegt að hugleiða notkun hins hefðbundna vegabréfs (Visum), líka til að tryggja mest mögulegt öryggi og réttar upplýsingar við aðgengi húsnæðis, þjónustu, atburða og staða og heimsóknir svæða og landa á COVID-tímum. Í stað mest pólitískrar vegabréfsáritunar, kæmi vegabréfsáritun stjórnvalda - líklega helzt sömu stjórnvalda og gefa bréfin sjálf út, eða heilbriðisyfirvalda -, þar sem COVID-staða handhafa væri staðfest og viðeigandi tímarammi færður inn. Kannske í 6 eða 12 mánuði, eftir atvikum. Kannske í lengri tíma, ef slíkt stenzt. Við margvíslegan aðgang og einkum við landamæragæzlu í mörgum ríkjum eru yfirvöld hrædd við fölsuð gögn og skjöl á þessu sviði. Þetta óöryggi veldur óþægindum og óvissu bæði ferðamanna og stjórnvalda. Ef við tökum því tryggasta almenna gagnið, sem í gangi og gildi er, hefðbundna vegabréfið, og útfærum það fyrir aðgang, hreyfingar manna milli svæða, ferðalög og dvalir, ætti það að einfalda þetta kerfi, tryggja það og gera útfærslu einfalda, lipra og þjála. Þá væri líka bara eitt grunngagn áfram í gangi, sem menn kæmust af með, við allan aðgang, heimsóknir, hreyfingar og ferðalög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Vegabréfið er eitt tryggasta skjalið, sem gefið er út og notað til að sanna, hver handhafi er, bæði við löggjörninga, hvers konar aðgang og nýtingu sinna réttinda og þá sérstaklega á ferðalögum, heima og heiman. Það hefur verið lengi í þróun og telst af flestum eitt öruggasta gagn, sem í notkun er, alla vega í hinum vestræna heima, en, raunar, um mest allan heim. Til vegabréfa er þannig vandað, með bæði hönnun, prentun, útgáfu og frágang umfram það, sem gerist með flest önnur skjöl eða opinber gögn. Ýmis lönd eða ríkjasambönd þessa heims hafa í gegnum tíðina viljað takmarka aðgang að sínu landi, og hafa þau þá sett vegabréfsáritun, útgefna af þeim sjálfum eða þeirra eigin fulltrúum, sendiráðum eða konsúlötum, að skilyrði fyrir aðgangi; heimild til að fara inn í landið og fara þar um. En vegabréfið hefur verið og er grunngagnið. Svo mikið traust er borið til vegabréfa og svona vegbréfsáritana, að jafnvel einræðis- og harðræðisríki hafa treyst þeim, auðvitað ásamt með eigin vegabréfsáritun, fyrir því, að þau tryggi, að rétt peróna sé handhafi - auðvitað á mynd að sýna og sanna það -, og hefur þannig orðið til grundvöllur fyrir heimsóknum landa og svæða, samskiptum manna, þar sem mikið og strangt eftirlit gildir, frjálsræði er takmarkað og gestir vart velkomnir. COVID-19 hefur í för með sér ný vandkvæði, hvað varðar ýmis konar aðgang og heimsóknir annarra svæða og landa. Uppi eru ýms áform um að stjórna þeim, einkum með sérstökum bólusetningarvottorðum eða sérstökum staðfestingum á því, að menn hafi fengið veikina, séu orðnir ónæmir og geti ekki smitað. Innan ákveðins tímaramma. Í huga undirritaðs væri skynsamlegt að hugleiða notkun hins hefðbundna vegabréfs (Visum), líka til að tryggja mest mögulegt öryggi og réttar upplýsingar við aðgengi húsnæðis, þjónustu, atburða og staða og heimsóknir svæða og landa á COVID-tímum. Í stað mest pólitískrar vegabréfsáritunar, kæmi vegabréfsáritun stjórnvalda - líklega helzt sömu stjórnvalda og gefa bréfin sjálf út, eða heilbriðisyfirvalda -, þar sem COVID-staða handhafa væri staðfest og viðeigandi tímarammi færður inn. Kannske í 6 eða 12 mánuði, eftir atvikum. Kannske í lengri tíma, ef slíkt stenzt. Við margvíslegan aðgang og einkum við landamæragæzlu í mörgum ríkjum eru yfirvöld hrædd við fölsuð gögn og skjöl á þessu sviði. Þetta óöryggi veldur óþægindum og óvissu bæði ferðamanna og stjórnvalda. Ef við tökum því tryggasta almenna gagnið, sem í gangi og gildi er, hefðbundna vegabréfið, og útfærum það fyrir aðgang, hreyfingar manna milli svæða, ferðalög og dvalir, ætti það að einfalda þetta kerfi, tryggja það og gera útfærslu einfalda, lipra og þjála. Þá væri líka bara eitt grunngagn áfram í gangi, sem menn kæmust af með, við allan aðgang, heimsóknir, hreyfingar og ferðalög.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun