Fóru yfir mögulegar sviðsmyndir til að klára tímabilið í Olís og hvað má alls ekki gerast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2021 12:00 Atli Ævar Ingólfsson og félagar í Selfossliðinu urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í maí 2019 og þeir eru enn Íslandsmeistarar næstum því 23 mánuðum síðar. Nú er aftur óvissa um hvort að úrslitakeppnin geti fram en henni var aflýst í fyrra. Vísir/Vilhelm Seinni bylgjan ræddi framhald Íslandsmótsins í handbolta en mikil óvissa er uppi eftir að aftur þurfti að gera hlé á leikjum í Olís deildunum vegna sóttvarnarreglna hér á landi. Meðal annars var farið yfir mögulegar leiðir til að klára tímabilið. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, var að þessu sinni með sérfræðingana Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hjá sér í þættinum. „Ég á erfitt með að skilja það hvað vakir fyrir þeim. Af hverju það er svo ofboðslega erfitt að fá að spila aftur? Þetta er takmarkaður hópur af fólki sem hittist og af hverju þau megi ekki spila handbolta. Ég skil það ekki en það er algjört lykilatriði að fá það í gegn að fá að æfa eins og menn til að það sé hægt að byrja mótið um leið og það er leyfilegt,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Ég myndi segja að það væri algjört lykilatriði að þessu æfingabanni án snertingar verði aflétt strax eftir páska,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Jóhanns Gunnars Einarssonar. „Það er mjög mikilvægt en til að setja þetta í samhengi. Á þessum þremur vikum sem voru settar í lás þá átti Haukarnir, ef þeir hefðu komist áfram í bikarnum, átt að spila tíu leiki. Það er rosalegur fjöldi og þetta er rosalegt skarð sem er verið að höggva í mótið,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um framtíð Íslandsmótins eftir stopp „Ég var að tala við nokkra gæja sem eru í deildinni. Þeir eru að mæta tíu í einu og það er verið að kasta í veggi til að halda öxlinni við. Það er verið að taka interval hlaup. Það er ekki alveg stopp og þeir eru komnir í betri leikæfingu en í síðasta stoppi sem var rosalega langt. Ég myndi halda að menn ættu að geta spilað eftir tvo, þrjá, fjóra daga,“ sagði Jóhann Gunnar. „Um leið og það er gefið grænt ljós á eðlilega æfingar þá eru menn ekki ískaldir. Það þarf ekki tvær vikur eins og síðast,“ sagði Jóhann Gunnar. Sérfræðingarnir fóru síðan yfir mögulegar sviðsmyndir til að klára tímabilið í Olís deildinni í ár. „Ég ætla að segja það sem má alls ekki gerast. Það versta sem við gerum núna er að klára þessa deildarkeppni og slaufa svo. Við gerðum það í fyrra og misstum úrslitakeppnina og það var skilningur á því þá,“ sagði Jóhann Gunnar en nú er staðan önnur að hans mat. „Haukarnir eru eiginlega búin að klára þetta, liðin eru fallin og það er engin spenna eftir. Það er að engu að keppa að í raun og veru. Þetta verður bara eitthvað frat,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ef ég tala fyrir hönd Stöð 2 Sport, þó að ég hafi ekki hugmynd um hvað þeir vilja, þá hljóta þeir að gefa kröfu á HSÍ og félögin að það verði bara úrslitakeppni, sama hvað. Það verða alltaf einhverjir sárir,“ sagði Jóhann Gunnar. Hér fyrir ofan má sjá alla umfjöllunina um framhald tímabilsins úr Seinni bylgjunni í gær. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, var að þessu sinni með sérfræðingana Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hjá sér í þættinum. „Ég á erfitt með að skilja það hvað vakir fyrir þeim. Af hverju það er svo ofboðslega erfitt að fá að spila aftur? Þetta er takmarkaður hópur af fólki sem hittist og af hverju þau megi ekki spila handbolta. Ég skil það ekki en það er algjört lykilatriði að fá það í gegn að fá að æfa eins og menn til að það sé hægt að byrja mótið um leið og það er leyfilegt,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Ég myndi segja að það væri algjört lykilatriði að þessu æfingabanni án snertingar verði aflétt strax eftir páska,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Jóhanns Gunnars Einarssonar. „Það er mjög mikilvægt en til að setja þetta í samhengi. Á þessum þremur vikum sem voru settar í lás þá átti Haukarnir, ef þeir hefðu komist áfram í bikarnum, átt að spila tíu leiki. Það er rosalegur fjöldi og þetta er rosalegt skarð sem er verið að höggva í mótið,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um framtíð Íslandsmótins eftir stopp „Ég var að tala við nokkra gæja sem eru í deildinni. Þeir eru að mæta tíu í einu og það er verið að kasta í veggi til að halda öxlinni við. Það er verið að taka interval hlaup. Það er ekki alveg stopp og þeir eru komnir í betri leikæfingu en í síðasta stoppi sem var rosalega langt. Ég myndi halda að menn ættu að geta spilað eftir tvo, þrjá, fjóra daga,“ sagði Jóhann Gunnar. „Um leið og það er gefið grænt ljós á eðlilega æfingar þá eru menn ekki ískaldir. Það þarf ekki tvær vikur eins og síðast,“ sagði Jóhann Gunnar. Sérfræðingarnir fóru síðan yfir mögulegar sviðsmyndir til að klára tímabilið í Olís deildinni í ár. „Ég ætla að segja það sem má alls ekki gerast. Það versta sem við gerum núna er að klára þessa deildarkeppni og slaufa svo. Við gerðum það í fyrra og misstum úrslitakeppnina og það var skilningur á því þá,“ sagði Jóhann Gunnar en nú er staðan önnur að hans mat. „Haukarnir eru eiginlega búin að klára þetta, liðin eru fallin og það er engin spenna eftir. Það er að engu að keppa að í raun og veru. Þetta verður bara eitthvað frat,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ef ég tala fyrir hönd Stöð 2 Sport, þó að ég hafi ekki hugmynd um hvað þeir vilja, þá hljóta þeir að gefa kröfu á HSÍ og félögin að það verði bara úrslitakeppni, sama hvað. Það verða alltaf einhverjir sárir,“ sagði Jóhann Gunnar. Hér fyrir ofan má sjá alla umfjöllunina um framhald tímabilsins úr Seinni bylgjunni í gær.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Sjá meira