NBA dagsins: Harden landaði sigri án Durant og Irving og líka án þessa að hitta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2021 15:00 James Harden er búinn að taka yfir hjá Brooklyn Nets í fjarveru hinna stórstjarna liðsins. AP/Kathy Willens James Harden hélt uppi leik Brooklyn Nets í fjarveru stórstjarnanna Kevin Durant og Kyrie Irving. Það er óhætt að segja að Nets-liðið sé að breytast í liðið hans Harden. James Harden fær ekki mikla hjálp frá hinum stórstjörnunum í Brooklyn Nets þessa dagana en sýndi í nótt að hann getur dregið vagninn einn og líka fundið leið til að draga vagninn þótt að miðið væri skakkt. Harden var með 25 stig og 17 stoðsendingar í 116-112 sigri Brooklyn Nets á Portland Trail Blazers. Skotnýtingin var ekki glæsileg (29%, 7 af 24) en honum tókst að leiða liðið til sigurs þrátt fyrir það. Harden spilaði uppi félaga sína á lokakafla leiksins en hann átti þá stoðsendinguna á bak við fimm síðustu körfur liðsins. Harden klikkaði reyndar á öllum sex skotum sínum í fjórða leikhlutanum en tókst að samt að búa til körfur fyrir liðsfélagana sem skipti öllu máli. Since James Harden's debut on Jan. 16, the Nets are 16-3 in games featuring clutch time (final 5 minutes, score within 5 points). Brooklyn's 16 victories in clutch-time games since Jan. 16 lead the NBA.Prior to Harden's arrival, the Nets were 3-4 on the season in such games. pic.twitter.com/RyI6pVcQam— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 24, 2021 Það vantaði náttúrulega tvo frábæra sóknarmenn í liðið. Kevin Durant er með 29,0 stig í leik og Kyrie Irving er með 28,1 stig í leik. Kevin Durant er búinn að vera frá síðan um miðjan febrúar og hefur aðeins spilað einn af síðustu tuttugu leikjum Nets-liðsins frá og með 6. febrúar. Kyrie Irving er komið í annað þriggja leikja leyfi en hann missti sjö leikjum í röð í janúar. Harden missir aftur á móti ekki af leikjum en enginn hefur spilað fleiri leiki í NBA-deildinni síðan að Harden kom inn í deildina 2009. Þetta var leikur númer 871. Það er ekkert nýtt að Brooklyn Nets sé að vinna jafna leiki síðan að James Harden mætti til Brooklyn en liðið hefur unnið 16 af 19 jöfnum leikjum með hann innanborðs. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigri Brooklyn Nets sem og frá sigurleikjum Denver Nuggets á Orlando Magic og sigurleik New Orleans Pelicans á NBA meisturum Los Angeles Lakers. Þar má einnig finna flottustu tilþrif næturinnar eins og vanalega. Klippa: NBA dagsins (frá 22. mars 2021) NBA Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
James Harden fær ekki mikla hjálp frá hinum stórstjörnunum í Brooklyn Nets þessa dagana en sýndi í nótt að hann getur dregið vagninn einn og líka fundið leið til að draga vagninn þótt að miðið væri skakkt. Harden var með 25 stig og 17 stoðsendingar í 116-112 sigri Brooklyn Nets á Portland Trail Blazers. Skotnýtingin var ekki glæsileg (29%, 7 af 24) en honum tókst að leiða liðið til sigurs þrátt fyrir það. Harden spilaði uppi félaga sína á lokakafla leiksins en hann átti þá stoðsendinguna á bak við fimm síðustu körfur liðsins. Harden klikkaði reyndar á öllum sex skotum sínum í fjórða leikhlutanum en tókst að samt að búa til körfur fyrir liðsfélagana sem skipti öllu máli. Since James Harden's debut on Jan. 16, the Nets are 16-3 in games featuring clutch time (final 5 minutes, score within 5 points). Brooklyn's 16 victories in clutch-time games since Jan. 16 lead the NBA.Prior to Harden's arrival, the Nets were 3-4 on the season in such games. pic.twitter.com/RyI6pVcQam— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 24, 2021 Það vantaði náttúrulega tvo frábæra sóknarmenn í liðið. Kevin Durant er með 29,0 stig í leik og Kyrie Irving er með 28,1 stig í leik. Kevin Durant er búinn að vera frá síðan um miðjan febrúar og hefur aðeins spilað einn af síðustu tuttugu leikjum Nets-liðsins frá og með 6. febrúar. Kyrie Irving er komið í annað þriggja leikja leyfi en hann missti sjö leikjum í röð í janúar. Harden missir aftur á móti ekki af leikjum en enginn hefur spilað fleiri leiki í NBA-deildinni síðan að Harden kom inn í deildina 2009. Þetta var leikur númer 871. Það er ekkert nýtt að Brooklyn Nets sé að vinna jafna leiki síðan að James Harden mætti til Brooklyn en liðið hefur unnið 16 af 19 jöfnum leikjum með hann innanborðs. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigri Brooklyn Nets sem og frá sigurleikjum Denver Nuggets á Orlando Magic og sigurleik New Orleans Pelicans á NBA meisturum Los Angeles Lakers. Þar má einnig finna flottustu tilþrif næturinnar eins og vanalega. Klippa: NBA dagsins (frá 22. mars 2021)
NBA Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira