Nýtt leiðanet: Samspil Strætó og Borgarlínunnar Ragnheiður Einarsdóttir, Sólrún Svava Skúladóttir og Valgerður Gréta Benediktsdóttir skrifa 18. mars 2021 13:01 Í almennri umræðu hefur borið á töluverðum misskilningi varðandi framtíðarhlutverk Strætó og samspil Strætó og Borgarlínunnar. Því teljum við mikilvægt að upplýsa almenning um helstu staðreyndir málsins. Nýtt heildstætt leiðanet Undanfarið hefur verið unnið að hönnun innviða Borgarlínunnar. Samhliða því hefur Strætó verið að þróa Nýtt leiðanet, sem er framtíðar leiðanet almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, sem borgarlínuleiðir eru hluta af. Stefnt er að því að innleiða Nýtt leiðanet í heild sinni í staðinn fyrir núverandi leiðakerfi Strætó þegar 1. lotu borgarlínuframkvæmda lýkur, sem áætlað er að verði árið 2025. Fyrsta lota borgarlínuframkvæmda liggur frá Hamraborg að Ártúnshöfða. Leiðirnar í nýja leiðanetinu skiptast í tvo flokka, stofnleiðir og almennar leiðir. Stofnleiðir munu tengja stærstu hverfi höfuðborgarsvæðisins saman á mikilli tíðni og mynda þannig burðarásinn í leiðanetinu. Stofnleiðir eru grunnurinn að borgarlínuleiðum framtíðarinnar og munu breytast í borgarlínuleið þegar sérrými hefur verið byggt upp á að lágmarki helmingi leiðarinnar. Almennar leiðir verða á minni tíðni en stofnleiðir og munu þjóna hverfum sem ekki eru í göngufæri við stöðvar stofnleiða. Nýtt leiðanet. Nýtt leiðanet er hannað á þann hátt að borgarlínuvagnar geti ekið út úr sérrýminu og ferðast hluta leiðarinnar í blandaðri umferð sem felur í sér meiri sveigjanleika og getur fækkað skiptingum fyrir farþega. Sérrýmin nýtast þó ekki eingöngu borgarlínuvögnum, þar sem aðrir strætisvagnar munu aka að hluta til í sérrýmum og njóta þannig forgangs í umferðinni. Nýtt leiðanet er enn í mótun og um þessar mundir vinnur Strætó að bestun leiðanetsins m.a. út frá þeim ábendingum sem bárust í gegnum almennt samráð haustið 2019 þegar fyrstu hugmyndir voru kynntar. Við greiningu á mismunandi valkostum er m.a. notast við nýtt samgöngulíkan höfuðborgarsvæðisins. Stefnt er að því að kynna endurbætta tillögu að Nýju leiðaneti síðar á þessu ári þar sem almenningi og öðrum gefst kostur á að koma með athugasemdir. Aukin þjónusta og styttri ferðatími Nýtt leiðanet og borgarlínuframkvæmdir fela í sér miklar samgöngubætur fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Meira en 2/3 af íbúum höfuðborgarsvæðisins mun búa í göngufæri frá stöðvum stofnleiða, en á þeim leiðum munu vagnar ganga á a.m.k. 15 mínútna fresti yfir daginn og oftar á annatíma. Samkvæmt rannsóknum er aukin tíðni einn mikilvægasti þátturinn þegar kemur að ferðamátavali fólks. Aukin tíðni styttir biðtíma, eykur áreiðanleika og auðveldar skiptingar milli leiða, sem opnar á nýjar tengingar milli mismunandi staða á höfuðborgarsvæðinu. Sú aukna tíðni sem felst í Nýju leiðaneti mun því stórauka frelsi íbúa til að komast á milli staða þegar þeim hentar á skilvirkan og umhverfisvænan hátt. Sérrými Borgarlínunnar og Nýtt leiðanet munu að auki hafa þau áhrif að ferðatími í almenningssamgöngum styttist fyrir flesta með auknum forgangi í umferðinni og beinni leiðum, auk þess sem þjónustan verður áreiðanlegri og reksturinn hagkvæmari. Því er uppbygging sérrýma Borgarlínunnar nauðsynlegur þáttur í að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Tryggja þarf rekstrarfjármagn Í dag er meginhlutverk Strætó að starfrækja þjónustu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með samræmdu leiðakerfi og gjaldskrá. Því er gert ráð fyrir að rekstur og skipulag á Nýju leiðaneti, sem borgarlínuleiðir eru hluta af, verði í höndum Strætó. Það rekstrarfjármagn sem nú er greitt af sveitarfélögum og ríki til reksturs leiðakerfis Strætó mun því yfirfærast á rekstur Nýs leiðanets þegar það verður innleitt. Þörf er á viðbótar rekstrarfé, að minnsta kosti í upphafi, þar sem ljóst er að bætt þjónusta felur í sér aukinn rekstrarkostnað. Það fjármagn sem hefur verið eyrnamerkt Borgarlínunni í Samgöngusáttmálanum tekur aðeins til uppbyggingar innviða en ekki reksturs borgarlínuleiða. Viðræður standa nú yfir milli ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um skiptingu rekstrarkostnaðar í Nýju leiðaneti. Samhliða því er unnið að gerð rekstraráætlunar fyrir Nýtt leiðanet, sem verður innlegg inn í áframhaldandi viðræður. Nauðsynlegt er að rekstrarfjármagn verði tryggt fyrir Nýtt leiðanet. Aðeins þannig er hægt að tryggja að íbúar höfuðborgarsvæðisins fái notið stórbættra almenningssamgangna og markmið um breyttar og umhverfisvænar ferðavenjur náist. Höfundar eru samgöngusérfræðingar hjá Strætó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Borgarlína Samgöngur Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Í almennri umræðu hefur borið á töluverðum misskilningi varðandi framtíðarhlutverk Strætó og samspil Strætó og Borgarlínunnar. Því teljum við mikilvægt að upplýsa almenning um helstu staðreyndir málsins. Nýtt heildstætt leiðanet Undanfarið hefur verið unnið að hönnun innviða Borgarlínunnar. Samhliða því hefur Strætó verið að þróa Nýtt leiðanet, sem er framtíðar leiðanet almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, sem borgarlínuleiðir eru hluta af. Stefnt er að því að innleiða Nýtt leiðanet í heild sinni í staðinn fyrir núverandi leiðakerfi Strætó þegar 1. lotu borgarlínuframkvæmda lýkur, sem áætlað er að verði árið 2025. Fyrsta lota borgarlínuframkvæmda liggur frá Hamraborg að Ártúnshöfða. Leiðirnar í nýja leiðanetinu skiptast í tvo flokka, stofnleiðir og almennar leiðir. Stofnleiðir munu tengja stærstu hverfi höfuðborgarsvæðisins saman á mikilli tíðni og mynda þannig burðarásinn í leiðanetinu. Stofnleiðir eru grunnurinn að borgarlínuleiðum framtíðarinnar og munu breytast í borgarlínuleið þegar sérrými hefur verið byggt upp á að lágmarki helmingi leiðarinnar. Almennar leiðir verða á minni tíðni en stofnleiðir og munu þjóna hverfum sem ekki eru í göngufæri við stöðvar stofnleiða. Nýtt leiðanet. Nýtt leiðanet er hannað á þann hátt að borgarlínuvagnar geti ekið út úr sérrýminu og ferðast hluta leiðarinnar í blandaðri umferð sem felur í sér meiri sveigjanleika og getur fækkað skiptingum fyrir farþega. Sérrýmin nýtast þó ekki eingöngu borgarlínuvögnum, þar sem aðrir strætisvagnar munu aka að hluta til í sérrýmum og njóta þannig forgangs í umferðinni. Nýtt leiðanet er enn í mótun og um þessar mundir vinnur Strætó að bestun leiðanetsins m.a. út frá þeim ábendingum sem bárust í gegnum almennt samráð haustið 2019 þegar fyrstu hugmyndir voru kynntar. Við greiningu á mismunandi valkostum er m.a. notast við nýtt samgöngulíkan höfuðborgarsvæðisins. Stefnt er að því að kynna endurbætta tillögu að Nýju leiðaneti síðar á þessu ári þar sem almenningi og öðrum gefst kostur á að koma með athugasemdir. Aukin þjónusta og styttri ferðatími Nýtt leiðanet og borgarlínuframkvæmdir fela í sér miklar samgöngubætur fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Meira en 2/3 af íbúum höfuðborgarsvæðisins mun búa í göngufæri frá stöðvum stofnleiða, en á þeim leiðum munu vagnar ganga á a.m.k. 15 mínútna fresti yfir daginn og oftar á annatíma. Samkvæmt rannsóknum er aukin tíðni einn mikilvægasti þátturinn þegar kemur að ferðamátavali fólks. Aukin tíðni styttir biðtíma, eykur áreiðanleika og auðveldar skiptingar milli leiða, sem opnar á nýjar tengingar milli mismunandi staða á höfuðborgarsvæðinu. Sú aukna tíðni sem felst í Nýju leiðaneti mun því stórauka frelsi íbúa til að komast á milli staða þegar þeim hentar á skilvirkan og umhverfisvænan hátt. Sérrými Borgarlínunnar og Nýtt leiðanet munu að auki hafa þau áhrif að ferðatími í almenningssamgöngum styttist fyrir flesta með auknum forgangi í umferðinni og beinni leiðum, auk þess sem þjónustan verður áreiðanlegri og reksturinn hagkvæmari. Því er uppbygging sérrýma Borgarlínunnar nauðsynlegur þáttur í að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Tryggja þarf rekstrarfjármagn Í dag er meginhlutverk Strætó að starfrækja þjónustu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með samræmdu leiðakerfi og gjaldskrá. Því er gert ráð fyrir að rekstur og skipulag á Nýju leiðaneti, sem borgarlínuleiðir eru hluta af, verði í höndum Strætó. Það rekstrarfjármagn sem nú er greitt af sveitarfélögum og ríki til reksturs leiðakerfis Strætó mun því yfirfærast á rekstur Nýs leiðanets þegar það verður innleitt. Þörf er á viðbótar rekstrarfé, að minnsta kosti í upphafi, þar sem ljóst er að bætt þjónusta felur í sér aukinn rekstrarkostnað. Það fjármagn sem hefur verið eyrnamerkt Borgarlínunni í Samgöngusáttmálanum tekur aðeins til uppbyggingar innviða en ekki reksturs borgarlínuleiða. Viðræður standa nú yfir milli ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um skiptingu rekstrarkostnaðar í Nýju leiðaneti. Samhliða því er unnið að gerð rekstraráætlunar fyrir Nýtt leiðanet, sem verður innlegg inn í áframhaldandi viðræður. Nauðsynlegt er að rekstrarfjármagn verði tryggt fyrir Nýtt leiðanet. Aðeins þannig er hægt að tryggja að íbúar höfuðborgarsvæðisins fái notið stórbættra almenningssamgangna og markmið um breyttar og umhverfisvænar ferðavenjur náist. Höfundar eru samgöngusérfræðingar hjá Strætó.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun