Formlegar viðræður um kaup á Hótel Sögu hafnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2021 14:01 Hótel Sögu var skellt í lás 1. nóvember síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Háskóli Íslands hefur hafið formlegar viðræður um kaup á Bændahöllinni við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur, sem áður hýsti Hótel Sögu. Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands greindi frá fyrirhuguðum viðræðum við Markaðinn í Fréttablaðinu í morgun. Hann segir í samtali við Vísi í dag að fyrsti fundur viðræðanna hafi verið í gær. „Svo þær eru hafnar,“ segir Jón Atli. Fjármálaráðuneytið leiðir samningaviðræður í samstarfi við HÍ og menntamálaráðuneytið. Fram kemur í Markaðnum að með viðræðunum eigi að kanna til hlítar „hvort hægt sé að komast að niðurstöðu um kaup á eigninni á ásættanlegu verði fyrir báða aðila.“ Jón Atli segir að ekki sé hægt að gefa neitt frekar upp um umrætt verð að svo stöddu. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Vísir/vilhelm Þá kveðst Jón Atli vonast til að endanleg niðurstaða um hvort af kaupunum verði fáist mjög fljótlega, vonandi ekki síðar en í byrjun apríl. Þá snúa viðræðurnar að kaupum á allri Bændahöllinni eins og hún leggur sig. Ef af kaupunum verður er horft til þess að flytja menntasvið HÍ frá Stakkahlíð og Skipholti í húsnæðið, auk þess sem til skoðunar er að hafa þar skrifstofur, tæknideild, stúdentagarða, gestaíbúðir fyrir fræðifólk og Hámu-útibú. Félagið Bændahöllin á fasteignana en félagið Hótel Saga sá um rekstur hótelsins. Bændasamtökin eiga bæði félögin. Hótel Sögu var lokað í nóvember vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar hafði þó tekið að halla verulega undan rekstrinum árin áður en faraldurinn skall á. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands. Háskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Húsnæðismál Ferðamennska á Íslandi Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05 Bændasamtökin loka Hótel Sögu Samtökin segjast nauðbeygð vegna neikvæðra áhrifa Covid-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og um allan heim. 28. október 2020 16:45 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Sjá meira
Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands greindi frá fyrirhuguðum viðræðum við Markaðinn í Fréttablaðinu í morgun. Hann segir í samtali við Vísi í dag að fyrsti fundur viðræðanna hafi verið í gær. „Svo þær eru hafnar,“ segir Jón Atli. Fjármálaráðuneytið leiðir samningaviðræður í samstarfi við HÍ og menntamálaráðuneytið. Fram kemur í Markaðnum að með viðræðunum eigi að kanna til hlítar „hvort hægt sé að komast að niðurstöðu um kaup á eigninni á ásættanlegu verði fyrir báða aðila.“ Jón Atli segir að ekki sé hægt að gefa neitt frekar upp um umrætt verð að svo stöddu. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Vísir/vilhelm Þá kveðst Jón Atli vonast til að endanleg niðurstaða um hvort af kaupunum verði fáist mjög fljótlega, vonandi ekki síðar en í byrjun apríl. Þá snúa viðræðurnar að kaupum á allri Bændahöllinni eins og hún leggur sig. Ef af kaupunum verður er horft til þess að flytja menntasvið HÍ frá Stakkahlíð og Skipholti í húsnæðið, auk þess sem til skoðunar er að hafa þar skrifstofur, tæknideild, stúdentagarða, gestaíbúðir fyrir fræðifólk og Hámu-útibú. Félagið Bændahöllin á fasteignana en félagið Hótel Saga sá um rekstur hótelsins. Bændasamtökin eiga bæði félögin. Hótel Sögu var lokað í nóvember vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar hafði þó tekið að halla verulega undan rekstrinum árin áður en faraldurinn skall á. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands.
Háskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Húsnæðismál Ferðamennska á Íslandi Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05 Bændasamtökin loka Hótel Sögu Samtökin segjast nauðbeygð vegna neikvæðra áhrifa Covid-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og um allan heim. 28. október 2020 16:45 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Sjá meira
Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05
Bændasamtökin loka Hótel Sögu Samtökin segjast nauðbeygð vegna neikvæðra áhrifa Covid-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og um allan heim. 28. október 2020 16:45