Karl og Dóra og lífsgæði lesblindra Guðmundur S. Johnsen skrifar 16. mars 2021 14:32 Mikilvægur þáttur í starfsemi Félags lesblindra er sértæk ráðgjöf um hjálpartæki lesblindra. Í viðamiklu fræðslustarfi félagsins í skólum og vinnustöðum hefur meðal annars verið fjallað um notkun lesblindra á tölvum og snjalltækjum. Tækniframfarir hafa fært lesblindum margt sem gagnast þeim í daglegu lífi. Nýjungar á borð við snjallsíma, hljóðbækur, talgreinar og ekki síst talgervla, hafa aukið aðgengi að skrifuðum texta verulega, auðveldað nám og starf og gert þeim kleift að njóta bókmennta. Lesblindir sem og blindir og sjónskertir hafa nýtt talgervla snjallsíma þar sem texti er merktur í vafra, tölvupósti eða skjali og þá „les“ talgervilinn textann upphátt á íslensku fyrir notandann. Þessar íslensku talgervilsraddir sem bera heitið „Karl“ og „Dóra“ hafa verið mjög mikilvægar fyrir blinda, sjónskerta og lesblinda. Blikur á lofti En nú eru blikur á lofti, íslensku raddirnar „Karl“ og „Dóra“ í talgervlum snjallsíma verða brátt ekki lengur aðgengilegar í Android-símum. Eftir að Amazon verslunarrisinn keypti fyrirtækið sem þróað hafði tæknina var ákveðið að hætta viðhaldi á íslensku röddunum. Í stað þeirra þurfa notendur að reiða sig á enskan talgervil. Það er mikill missir. Í máltækniáætlun ríkisstjórnarinnar er smíði á nýjum íslenskum talgervli á döfinni. En þrátt fyrir að unnið sé að gerð nýs talgervils verður hann ekki tilbúinn fyrr en eftir eitt til tvö ár. Blindrafélagið sem hafði forgöngu um smíði íslensku talgervilsraddanna, meðal annars með þátttöku lesblindra, vakti máls á þessu nýverið í fjölmiðlum. Félag lesblindra sér ástæðu til að deila þessum áhyggjum með Blindrafélaginu. Það er jafnframt rík ástæða til að hvetja ríkisstjórnina til að vakta þetta mál vel. Öll seinkun getur haft verulega neikvæð og íþyngjandi áhrif á lífsgæði margra blindra, sjónskertra sem og lesblindra. Höfundur er formaður Félags lesblindra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Heilbrigðismál Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Mikilvægur þáttur í starfsemi Félags lesblindra er sértæk ráðgjöf um hjálpartæki lesblindra. Í viðamiklu fræðslustarfi félagsins í skólum og vinnustöðum hefur meðal annars verið fjallað um notkun lesblindra á tölvum og snjalltækjum. Tækniframfarir hafa fært lesblindum margt sem gagnast þeim í daglegu lífi. Nýjungar á borð við snjallsíma, hljóðbækur, talgreinar og ekki síst talgervla, hafa aukið aðgengi að skrifuðum texta verulega, auðveldað nám og starf og gert þeim kleift að njóta bókmennta. Lesblindir sem og blindir og sjónskertir hafa nýtt talgervla snjallsíma þar sem texti er merktur í vafra, tölvupósti eða skjali og þá „les“ talgervilinn textann upphátt á íslensku fyrir notandann. Þessar íslensku talgervilsraddir sem bera heitið „Karl“ og „Dóra“ hafa verið mjög mikilvægar fyrir blinda, sjónskerta og lesblinda. Blikur á lofti En nú eru blikur á lofti, íslensku raddirnar „Karl“ og „Dóra“ í talgervlum snjallsíma verða brátt ekki lengur aðgengilegar í Android-símum. Eftir að Amazon verslunarrisinn keypti fyrirtækið sem þróað hafði tæknina var ákveðið að hætta viðhaldi á íslensku röddunum. Í stað þeirra þurfa notendur að reiða sig á enskan talgervil. Það er mikill missir. Í máltækniáætlun ríkisstjórnarinnar er smíði á nýjum íslenskum talgervli á döfinni. En þrátt fyrir að unnið sé að gerð nýs talgervils verður hann ekki tilbúinn fyrr en eftir eitt til tvö ár. Blindrafélagið sem hafði forgöngu um smíði íslensku talgervilsraddanna, meðal annars með þátttöku lesblindra, vakti máls á þessu nýverið í fjölmiðlum. Félag lesblindra sér ástæðu til að deila þessum áhyggjum með Blindrafélaginu. Það er jafnframt rík ástæða til að hvetja ríkisstjórnina til að vakta þetta mál vel. Öll seinkun getur haft verulega neikvæð og íþyngjandi áhrif á lífsgæði margra blindra, sjónskertra sem og lesblindra. Höfundur er formaður Félags lesblindra.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun