Viðskipti erlent

Upp­­hafs­­maður snældunnar er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Lou Ottens með kasettuspólu.
Lou Ottens með kasettuspólu. EPA/JERRY LAMPEN

Hollenski verkfræðingurinn Lou Ottens, sem hefur verið eignaður heiðurinn að því að vera uppfinningamaður kasettunnar, er látinn. Hann varð 94 ára.

Með uppfinningunni má segja að hann hafi breytt því hvernig stór hluti fólks hlustaði á tónlist, en áætlað er að um 100 milljarðar kasetta, eða snælda, hafi verið seldar í heiminum frá því að þær voru kynntar til sögunnar á sjötta áratugnum.

Ottens lést í heimabæ sínum Duizel á þriðjudaginn, að því er segir í tilkynningu frá fjölskyldu hans.

Ottens var yfirmaður framleiðsluþróunar hjá Philips á sjötta áratugnum þar sem hann og teymi hans þróaði kasettuna. Hún var svo kynnt almenningi á ráðstefnu í Berlín árið 1963 og átti fljótt eftir að ná miklum vinsældum um allan heim.

Ottens samdi svo við Philips og Sony þannig að gerðin hans varð ríkjandi á markaði. Japanskir raftækjaframleiðendur hófu svo einnig framleiðslu á sömu tegund af kasettum.

Ottens átti síðar meir einnig eftir að koma að þróun geisladisksins.

BBC segir frá því að kasettan hafi átt ákveðna endurkomu á síðustu árum. Þannig hafa tónlistarmenn á borð við Lady Gaga og The Killers meðal annars gefið út nýja tónlist sína á því formi.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
3,35
17
284.952
ARION
0,4
6
24.722
EIK
0,3
4
13.060
LEQ
0,04
1
29.997

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,05
34
67.402
REGINN
-1,57
2
4.674
SIMINN
-0,9
5
64.632
FESTI
-0,78
3
26.497
SJOVA
-0,61
4
68.492
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.