Viðskipti innlent

Sæ­rún Ósk Pálma­dóttir ráðin til KOM

Eiður Þór Árnason skrifar
Særún Ósk var ráðin fyrsti samskiptastjóri Haga í nóvember 2019.
Særún Ósk var ráðin fyrsti samskiptastjóri Haga í nóvember 2019. Aðsend

Særún Ósk Pálmadóttir hefur hafið störf sem ráðgjafi hjá KOM ráðgjöf en hún starfaði síðast sem samskiptastjóri Haga. Þar áður var Særún samskiptaráðgjafi hjá Aton.JL á árunum 2016 til 2019 og hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Tempo sem sérfræðingur í samskiptum sem og verkefnastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík.

Fram kemur í tilkynningu frá KOM að Særún búi yfir víðtækri reynslu og þekkingu þegar kemur að samskipta- og kynningarmálum í atvinnulífinu. Samhliða vinnu var Særún kynningarstjóri tónlistarhátíðarinnar Myrkir músíkdagar á árunum 2018 og 2019 og hefur einnig sinnt stundakennslu í krísusamskiptum og almannatengslum við Háskólann á Bifröst.

Særún var ráðin sem fyrsti samskiptastjóri Haga í nóvember 2019. Henni var sagt upp störfum um fjórtán mánuðum síðar þegar staðan var lögð niður og samskiptamál færð yfir til nýs forstöðumanns nýsköpunar og markaðsmála hjá fyrirtækinu. 

Særún er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. í almannatengslum frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð og Háskólanum í Stirling í Skotlandi.

„Það er fengur í því að fá Særúnu í starfsmannahóp KOM, hún hefur mikla reynslu og þekkingu sem mun nýtast okkur og viðskiptavinum KOM mjög vel og verður mikill liðsstyrkur. Við leggjum mikið upp úr því hjá okkur að vinna í teymum fyrir viðskiptavini okkar og ný rödd og nýtt sjónarhorn er mikilvægt inn í þá vinnu,“ segir Friðjón R. Friðjónsson, framkvæmdastjóri KOM, í tilkynningu.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4
85
146.369
EIM
3,02
22
459.970
REITIR
2,41
29
342.677
KVIKA
2,13
17
506.628
VIS
1,57
22
537.595

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
-1,17
6
10.774
HAGA
-1,02
19
200.324
EIK
-0,5
3
17.415
ARION
-0,4
24
531.823
LEQ
0
4
3.985
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.