Aðgát skal höfð í nærveru sálar Stefán Andri Gunnarsson skrifar 4. mars 2021 08:00 Það kemur fyrir alla að vanlíðan, þreyta, veikindi eða aðrar persónulegar aðstæður hafi áhrif á hegðun manns og framkomu. Aðstæður og líðan sem valda því að maður hagar sér öðruvísi en maður á að gera. Teknar eru ákvarðanir og orð sögð sem annars hefðu ekki komið fram undir eðlilegum kringumstæðum. Þetta gerist fyrir alla og það á að bera virðingu fyrir persónulegum aðstæðum hvers og eins. Samúð og samkennd eiga að einkenna öll okkar samskipti. Persónulegar aðstæður og samkennd með þeim kemur samt ekki í veg fyrir að ábyrgð fylgir gerðum og frelsi til athafna. Ábyrgð fylgir völdum og það fylgir ábyrgð því að styðja einstakling í starfi sínu. Ef persónulegur harmleikur veldur því að geta skerðist, þá á einstaklingurinn að axla þá ábyrgð að víkja sér frá störfum á meðan unnið er úr þessum harmleik. Ef einstaklingurinn gerir sér ekki grein fyrir þessari skerðingu þá liggur ábyrgðin hjá vinum, vandamönnum og samstarfsmönnum að axla þá ábyrgð. En ef enginn axlar þá ábyrgð þá hljóta allir þessir aðilar að telja að það hafi ekki orðið næg skerðing til þess að hafa áhrif á störf einstaklingsins. Þannig að þegar þessi einstaklingurinn vinnur sína vinnu en sýnir augljóslega að getan til þessa að sinna starfinu er ekki til staðar, þá er getan ekki skert vegna utanaðkomandi harmleiks heldur einfaldlega vegna þess að getan er ekki næg til að sinna starfinu. Ábyrgð liggur ávallt hjá hæst ráðandi. Þegar stór kerfisbundin mistök verða í heilbrigðiskerfinu þá liggur endanleg ákvörðun hjá heilbrigðisráðherra. Þegar mistökin setur hugsanlega heilsu og líf fólks í hættu þá er ábyrgðin mikil og ef heilbrigðisráðherra axlar ekki þá ábyrgð þá ber samstarfsfólki hennar að axla þá ábyrgð. Þetta á auðvitað líka við um fjárhagslegt tjón sem almenningur verður fyrir þegar ákvarðanir valda því að fjármagn streymir til útlanda í staðinn fyrir að fara til innlendra aðila. Svo við höfum það samt alveg á hreinu þá er ábyrgð ekki háð kyni, aldri eða flokki. Ábyrgð fylgir ávallt ákvörðunum, störfum og skyldum sem einstaklingur tekur að sér. Þingmenn sem mæla gegn vísindalegum rökum og skýla sér á bak við rétt þeirra til tjáningarfrelsi bera samt ábyrgð á þeim afleiðingum sem þeirra orð geta haft. Leiðtogi og stjórn flokksins bera einnig ábyrgð á þeirri stefnu að leyfa öllum að skýla sér á bak við tjáningarfrelsi en verða einnig að andmæla rökvillum sinna þingmanna þegar orð þeirra geta haft skaðsamleg áhrif á baráttu almennings og helstu fræðimanna þjóðarinnar gegn farsótt sem herjar á samfélagið. Þá má heldur ekki gleyma ábyrgðinni sem fylgir því að vera einn af leiðtogum þjóðarinnar og hafa löggjafarvald. Ábyrgðin felst í því að taka rétta ákvarðanir fyrir hönd þjóðarinnar og gæta sín að fylgja þessum ákvörðunum og vera fordæmi fyrir aðra að fara eftir. Þegar dómgreindarbrestur verður og mistök eru gerð þá ber að meta hvernig er best að axla þá ábyrgð. Er nóg að biðjast afsökunar, er afsökunin trúverðugleg þegar týndar eru til minningar og upplifanir sem standast hugsanlega ekki minningar og upplifanir annarra. Er nóg fyrir ráðherra að biðjast afsökunar á löngun til þess að vilja skemmta sér og láta það eftir sér, á meðan stór hluti þjóðarinnar neitar sér um að hitta ástvini yfir hátíðarnar. Það er engin ráðherra eða þingmaður það mikilvægur og merkilegur á alþingi í dag að hann geti ekki sagt af sér og það komi ekki maður í manns stað. Það virðist engu breyta hvaðan ráðherrar og þingmenn koma, löngun til að axla ábyrgð er alveg ótrúlega lítil hjá flestum. Það má alltaf vona að þetta muni einhvern tímann breytast en sú von er veik. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Það kemur fyrir alla að vanlíðan, þreyta, veikindi eða aðrar persónulegar aðstæður hafi áhrif á hegðun manns og framkomu. Aðstæður og líðan sem valda því að maður hagar sér öðruvísi en maður á að gera. Teknar eru ákvarðanir og orð sögð sem annars hefðu ekki komið fram undir eðlilegum kringumstæðum. Þetta gerist fyrir alla og það á að bera virðingu fyrir persónulegum aðstæðum hvers og eins. Samúð og samkennd eiga að einkenna öll okkar samskipti. Persónulegar aðstæður og samkennd með þeim kemur samt ekki í veg fyrir að ábyrgð fylgir gerðum og frelsi til athafna. Ábyrgð fylgir völdum og það fylgir ábyrgð því að styðja einstakling í starfi sínu. Ef persónulegur harmleikur veldur því að geta skerðist, þá á einstaklingurinn að axla þá ábyrgð að víkja sér frá störfum á meðan unnið er úr þessum harmleik. Ef einstaklingurinn gerir sér ekki grein fyrir þessari skerðingu þá liggur ábyrgðin hjá vinum, vandamönnum og samstarfsmönnum að axla þá ábyrgð. En ef enginn axlar þá ábyrgð þá hljóta allir þessir aðilar að telja að það hafi ekki orðið næg skerðing til þess að hafa áhrif á störf einstaklingsins. Þannig að þegar þessi einstaklingurinn vinnur sína vinnu en sýnir augljóslega að getan til þessa að sinna starfinu er ekki til staðar, þá er getan ekki skert vegna utanaðkomandi harmleiks heldur einfaldlega vegna þess að getan er ekki næg til að sinna starfinu. Ábyrgð liggur ávallt hjá hæst ráðandi. Þegar stór kerfisbundin mistök verða í heilbrigðiskerfinu þá liggur endanleg ákvörðun hjá heilbrigðisráðherra. Þegar mistökin setur hugsanlega heilsu og líf fólks í hættu þá er ábyrgðin mikil og ef heilbrigðisráðherra axlar ekki þá ábyrgð þá ber samstarfsfólki hennar að axla þá ábyrgð. Þetta á auðvitað líka við um fjárhagslegt tjón sem almenningur verður fyrir þegar ákvarðanir valda því að fjármagn streymir til útlanda í staðinn fyrir að fara til innlendra aðila. Svo við höfum það samt alveg á hreinu þá er ábyrgð ekki háð kyni, aldri eða flokki. Ábyrgð fylgir ávallt ákvörðunum, störfum og skyldum sem einstaklingur tekur að sér. Þingmenn sem mæla gegn vísindalegum rökum og skýla sér á bak við rétt þeirra til tjáningarfrelsi bera samt ábyrgð á þeim afleiðingum sem þeirra orð geta haft. Leiðtogi og stjórn flokksins bera einnig ábyrgð á þeirri stefnu að leyfa öllum að skýla sér á bak við tjáningarfrelsi en verða einnig að andmæla rökvillum sinna þingmanna þegar orð þeirra geta haft skaðsamleg áhrif á baráttu almennings og helstu fræðimanna þjóðarinnar gegn farsótt sem herjar á samfélagið. Þá má heldur ekki gleyma ábyrgðinni sem fylgir því að vera einn af leiðtogum þjóðarinnar og hafa löggjafarvald. Ábyrgðin felst í því að taka rétta ákvarðanir fyrir hönd þjóðarinnar og gæta sín að fylgja þessum ákvörðunum og vera fordæmi fyrir aðra að fara eftir. Þegar dómgreindarbrestur verður og mistök eru gerð þá ber að meta hvernig er best að axla þá ábyrgð. Er nóg að biðjast afsökunar, er afsökunin trúverðugleg þegar týndar eru til minningar og upplifanir sem standast hugsanlega ekki minningar og upplifanir annarra. Er nóg fyrir ráðherra að biðjast afsökunar á löngun til þess að vilja skemmta sér og láta það eftir sér, á meðan stór hluti þjóðarinnar neitar sér um að hitta ástvini yfir hátíðarnar. Það er engin ráðherra eða þingmaður það mikilvægur og merkilegur á alþingi í dag að hann geti ekki sagt af sér og það komi ekki maður í manns stað. Það virðist engu breyta hvaðan ráðherrar og þingmenn koma, löngun til að axla ábyrgð er alveg ótrúlega lítil hjá flestum. Það má alltaf vona að þetta muni einhvern tímann breytast en sú von er veik. Höfundur er kennari.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun