Aðgát skal höfð í nærveru sálar Stefán Andri Gunnarsson skrifar 4. mars 2021 08:00 Það kemur fyrir alla að vanlíðan, þreyta, veikindi eða aðrar persónulegar aðstæður hafi áhrif á hegðun manns og framkomu. Aðstæður og líðan sem valda því að maður hagar sér öðruvísi en maður á að gera. Teknar eru ákvarðanir og orð sögð sem annars hefðu ekki komið fram undir eðlilegum kringumstæðum. Þetta gerist fyrir alla og það á að bera virðingu fyrir persónulegum aðstæðum hvers og eins. Samúð og samkennd eiga að einkenna öll okkar samskipti. Persónulegar aðstæður og samkennd með þeim kemur samt ekki í veg fyrir að ábyrgð fylgir gerðum og frelsi til athafna. Ábyrgð fylgir völdum og það fylgir ábyrgð því að styðja einstakling í starfi sínu. Ef persónulegur harmleikur veldur því að geta skerðist, þá á einstaklingurinn að axla þá ábyrgð að víkja sér frá störfum á meðan unnið er úr þessum harmleik. Ef einstaklingurinn gerir sér ekki grein fyrir þessari skerðingu þá liggur ábyrgðin hjá vinum, vandamönnum og samstarfsmönnum að axla þá ábyrgð. En ef enginn axlar þá ábyrgð þá hljóta allir þessir aðilar að telja að það hafi ekki orðið næg skerðing til þess að hafa áhrif á störf einstaklingsins. Þannig að þegar þessi einstaklingurinn vinnur sína vinnu en sýnir augljóslega að getan til þessa að sinna starfinu er ekki til staðar, þá er getan ekki skert vegna utanaðkomandi harmleiks heldur einfaldlega vegna þess að getan er ekki næg til að sinna starfinu. Ábyrgð liggur ávallt hjá hæst ráðandi. Þegar stór kerfisbundin mistök verða í heilbrigðiskerfinu þá liggur endanleg ákvörðun hjá heilbrigðisráðherra. Þegar mistökin setur hugsanlega heilsu og líf fólks í hættu þá er ábyrgðin mikil og ef heilbrigðisráðherra axlar ekki þá ábyrgð þá ber samstarfsfólki hennar að axla þá ábyrgð. Þetta á auðvitað líka við um fjárhagslegt tjón sem almenningur verður fyrir þegar ákvarðanir valda því að fjármagn streymir til útlanda í staðinn fyrir að fara til innlendra aðila. Svo við höfum það samt alveg á hreinu þá er ábyrgð ekki háð kyni, aldri eða flokki. Ábyrgð fylgir ávallt ákvörðunum, störfum og skyldum sem einstaklingur tekur að sér. Þingmenn sem mæla gegn vísindalegum rökum og skýla sér á bak við rétt þeirra til tjáningarfrelsi bera samt ábyrgð á þeim afleiðingum sem þeirra orð geta haft. Leiðtogi og stjórn flokksins bera einnig ábyrgð á þeirri stefnu að leyfa öllum að skýla sér á bak við tjáningarfrelsi en verða einnig að andmæla rökvillum sinna þingmanna þegar orð þeirra geta haft skaðsamleg áhrif á baráttu almennings og helstu fræðimanna þjóðarinnar gegn farsótt sem herjar á samfélagið. Þá má heldur ekki gleyma ábyrgðinni sem fylgir því að vera einn af leiðtogum þjóðarinnar og hafa löggjafarvald. Ábyrgðin felst í því að taka rétta ákvarðanir fyrir hönd þjóðarinnar og gæta sín að fylgja þessum ákvörðunum og vera fordæmi fyrir aðra að fara eftir. Þegar dómgreindarbrestur verður og mistök eru gerð þá ber að meta hvernig er best að axla þá ábyrgð. Er nóg að biðjast afsökunar, er afsökunin trúverðugleg þegar týndar eru til minningar og upplifanir sem standast hugsanlega ekki minningar og upplifanir annarra. Er nóg fyrir ráðherra að biðjast afsökunar á löngun til þess að vilja skemmta sér og láta það eftir sér, á meðan stór hluti þjóðarinnar neitar sér um að hitta ástvini yfir hátíðarnar. Það er engin ráðherra eða þingmaður það mikilvægur og merkilegur á alþingi í dag að hann geti ekki sagt af sér og það komi ekki maður í manns stað. Það virðist engu breyta hvaðan ráðherrar og þingmenn koma, löngun til að axla ábyrgð er alveg ótrúlega lítil hjá flestum. Það má alltaf vona að þetta muni einhvern tímann breytast en sú von er veik. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Það kemur fyrir alla að vanlíðan, þreyta, veikindi eða aðrar persónulegar aðstæður hafi áhrif á hegðun manns og framkomu. Aðstæður og líðan sem valda því að maður hagar sér öðruvísi en maður á að gera. Teknar eru ákvarðanir og orð sögð sem annars hefðu ekki komið fram undir eðlilegum kringumstæðum. Þetta gerist fyrir alla og það á að bera virðingu fyrir persónulegum aðstæðum hvers og eins. Samúð og samkennd eiga að einkenna öll okkar samskipti. Persónulegar aðstæður og samkennd með þeim kemur samt ekki í veg fyrir að ábyrgð fylgir gerðum og frelsi til athafna. Ábyrgð fylgir völdum og það fylgir ábyrgð því að styðja einstakling í starfi sínu. Ef persónulegur harmleikur veldur því að geta skerðist, þá á einstaklingurinn að axla þá ábyrgð að víkja sér frá störfum á meðan unnið er úr þessum harmleik. Ef einstaklingurinn gerir sér ekki grein fyrir þessari skerðingu þá liggur ábyrgðin hjá vinum, vandamönnum og samstarfsmönnum að axla þá ábyrgð. En ef enginn axlar þá ábyrgð þá hljóta allir þessir aðilar að telja að það hafi ekki orðið næg skerðing til þess að hafa áhrif á störf einstaklingsins. Þannig að þegar þessi einstaklingurinn vinnur sína vinnu en sýnir augljóslega að getan til þessa að sinna starfinu er ekki til staðar, þá er getan ekki skert vegna utanaðkomandi harmleiks heldur einfaldlega vegna þess að getan er ekki næg til að sinna starfinu. Ábyrgð liggur ávallt hjá hæst ráðandi. Þegar stór kerfisbundin mistök verða í heilbrigðiskerfinu þá liggur endanleg ákvörðun hjá heilbrigðisráðherra. Þegar mistökin setur hugsanlega heilsu og líf fólks í hættu þá er ábyrgðin mikil og ef heilbrigðisráðherra axlar ekki þá ábyrgð þá ber samstarfsfólki hennar að axla þá ábyrgð. Þetta á auðvitað líka við um fjárhagslegt tjón sem almenningur verður fyrir þegar ákvarðanir valda því að fjármagn streymir til útlanda í staðinn fyrir að fara til innlendra aðila. Svo við höfum það samt alveg á hreinu þá er ábyrgð ekki háð kyni, aldri eða flokki. Ábyrgð fylgir ávallt ákvörðunum, störfum og skyldum sem einstaklingur tekur að sér. Þingmenn sem mæla gegn vísindalegum rökum og skýla sér á bak við rétt þeirra til tjáningarfrelsi bera samt ábyrgð á þeim afleiðingum sem þeirra orð geta haft. Leiðtogi og stjórn flokksins bera einnig ábyrgð á þeirri stefnu að leyfa öllum að skýla sér á bak við tjáningarfrelsi en verða einnig að andmæla rökvillum sinna þingmanna þegar orð þeirra geta haft skaðsamleg áhrif á baráttu almennings og helstu fræðimanna þjóðarinnar gegn farsótt sem herjar á samfélagið. Þá má heldur ekki gleyma ábyrgðinni sem fylgir því að vera einn af leiðtogum þjóðarinnar og hafa löggjafarvald. Ábyrgðin felst í því að taka rétta ákvarðanir fyrir hönd þjóðarinnar og gæta sín að fylgja þessum ákvörðunum og vera fordæmi fyrir aðra að fara eftir. Þegar dómgreindarbrestur verður og mistök eru gerð þá ber að meta hvernig er best að axla þá ábyrgð. Er nóg að biðjast afsökunar, er afsökunin trúverðugleg þegar týndar eru til minningar og upplifanir sem standast hugsanlega ekki minningar og upplifanir annarra. Er nóg fyrir ráðherra að biðjast afsökunar á löngun til þess að vilja skemmta sér og láta það eftir sér, á meðan stór hluti þjóðarinnar neitar sér um að hitta ástvini yfir hátíðarnar. Það er engin ráðherra eða þingmaður það mikilvægur og merkilegur á alþingi í dag að hann geti ekki sagt af sér og það komi ekki maður í manns stað. Það virðist engu breyta hvaðan ráðherrar og þingmenn koma, löngun til að axla ábyrgð er alveg ótrúlega lítil hjá flestum. Það má alltaf vona að þetta muni einhvern tímann breytast en sú von er veik. Höfundur er kennari.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun