Aðgát skal höfð í nærveru sálar Stefán Andri Gunnarsson skrifar 4. mars 2021 08:00 Það kemur fyrir alla að vanlíðan, þreyta, veikindi eða aðrar persónulegar aðstæður hafi áhrif á hegðun manns og framkomu. Aðstæður og líðan sem valda því að maður hagar sér öðruvísi en maður á að gera. Teknar eru ákvarðanir og orð sögð sem annars hefðu ekki komið fram undir eðlilegum kringumstæðum. Þetta gerist fyrir alla og það á að bera virðingu fyrir persónulegum aðstæðum hvers og eins. Samúð og samkennd eiga að einkenna öll okkar samskipti. Persónulegar aðstæður og samkennd með þeim kemur samt ekki í veg fyrir að ábyrgð fylgir gerðum og frelsi til athafna. Ábyrgð fylgir völdum og það fylgir ábyrgð því að styðja einstakling í starfi sínu. Ef persónulegur harmleikur veldur því að geta skerðist, þá á einstaklingurinn að axla þá ábyrgð að víkja sér frá störfum á meðan unnið er úr þessum harmleik. Ef einstaklingurinn gerir sér ekki grein fyrir þessari skerðingu þá liggur ábyrgðin hjá vinum, vandamönnum og samstarfsmönnum að axla þá ábyrgð. En ef enginn axlar þá ábyrgð þá hljóta allir þessir aðilar að telja að það hafi ekki orðið næg skerðing til þess að hafa áhrif á störf einstaklingsins. Þannig að þegar þessi einstaklingurinn vinnur sína vinnu en sýnir augljóslega að getan til þessa að sinna starfinu er ekki til staðar, þá er getan ekki skert vegna utanaðkomandi harmleiks heldur einfaldlega vegna þess að getan er ekki næg til að sinna starfinu. Ábyrgð liggur ávallt hjá hæst ráðandi. Þegar stór kerfisbundin mistök verða í heilbrigðiskerfinu þá liggur endanleg ákvörðun hjá heilbrigðisráðherra. Þegar mistökin setur hugsanlega heilsu og líf fólks í hættu þá er ábyrgðin mikil og ef heilbrigðisráðherra axlar ekki þá ábyrgð þá ber samstarfsfólki hennar að axla þá ábyrgð. Þetta á auðvitað líka við um fjárhagslegt tjón sem almenningur verður fyrir þegar ákvarðanir valda því að fjármagn streymir til útlanda í staðinn fyrir að fara til innlendra aðila. Svo við höfum það samt alveg á hreinu þá er ábyrgð ekki háð kyni, aldri eða flokki. Ábyrgð fylgir ávallt ákvörðunum, störfum og skyldum sem einstaklingur tekur að sér. Þingmenn sem mæla gegn vísindalegum rökum og skýla sér á bak við rétt þeirra til tjáningarfrelsi bera samt ábyrgð á þeim afleiðingum sem þeirra orð geta haft. Leiðtogi og stjórn flokksins bera einnig ábyrgð á þeirri stefnu að leyfa öllum að skýla sér á bak við tjáningarfrelsi en verða einnig að andmæla rökvillum sinna þingmanna þegar orð þeirra geta haft skaðsamleg áhrif á baráttu almennings og helstu fræðimanna þjóðarinnar gegn farsótt sem herjar á samfélagið. Þá má heldur ekki gleyma ábyrgðinni sem fylgir því að vera einn af leiðtogum þjóðarinnar og hafa löggjafarvald. Ábyrgðin felst í því að taka rétta ákvarðanir fyrir hönd þjóðarinnar og gæta sín að fylgja þessum ákvörðunum og vera fordæmi fyrir aðra að fara eftir. Þegar dómgreindarbrestur verður og mistök eru gerð þá ber að meta hvernig er best að axla þá ábyrgð. Er nóg að biðjast afsökunar, er afsökunin trúverðugleg þegar týndar eru til minningar og upplifanir sem standast hugsanlega ekki minningar og upplifanir annarra. Er nóg fyrir ráðherra að biðjast afsökunar á löngun til þess að vilja skemmta sér og láta það eftir sér, á meðan stór hluti þjóðarinnar neitar sér um að hitta ástvini yfir hátíðarnar. Það er engin ráðherra eða þingmaður það mikilvægur og merkilegur á alþingi í dag að hann geti ekki sagt af sér og það komi ekki maður í manns stað. Það virðist engu breyta hvaðan ráðherrar og þingmenn koma, löngun til að axla ábyrgð er alveg ótrúlega lítil hjá flestum. Það má alltaf vona að þetta muni einhvern tímann breytast en sú von er veik. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það kemur fyrir alla að vanlíðan, þreyta, veikindi eða aðrar persónulegar aðstæður hafi áhrif á hegðun manns og framkomu. Aðstæður og líðan sem valda því að maður hagar sér öðruvísi en maður á að gera. Teknar eru ákvarðanir og orð sögð sem annars hefðu ekki komið fram undir eðlilegum kringumstæðum. Þetta gerist fyrir alla og það á að bera virðingu fyrir persónulegum aðstæðum hvers og eins. Samúð og samkennd eiga að einkenna öll okkar samskipti. Persónulegar aðstæður og samkennd með þeim kemur samt ekki í veg fyrir að ábyrgð fylgir gerðum og frelsi til athafna. Ábyrgð fylgir völdum og það fylgir ábyrgð því að styðja einstakling í starfi sínu. Ef persónulegur harmleikur veldur því að geta skerðist, þá á einstaklingurinn að axla þá ábyrgð að víkja sér frá störfum á meðan unnið er úr þessum harmleik. Ef einstaklingurinn gerir sér ekki grein fyrir þessari skerðingu þá liggur ábyrgðin hjá vinum, vandamönnum og samstarfsmönnum að axla þá ábyrgð. En ef enginn axlar þá ábyrgð þá hljóta allir þessir aðilar að telja að það hafi ekki orðið næg skerðing til þess að hafa áhrif á störf einstaklingsins. Þannig að þegar þessi einstaklingurinn vinnur sína vinnu en sýnir augljóslega að getan til þessa að sinna starfinu er ekki til staðar, þá er getan ekki skert vegna utanaðkomandi harmleiks heldur einfaldlega vegna þess að getan er ekki næg til að sinna starfinu. Ábyrgð liggur ávallt hjá hæst ráðandi. Þegar stór kerfisbundin mistök verða í heilbrigðiskerfinu þá liggur endanleg ákvörðun hjá heilbrigðisráðherra. Þegar mistökin setur hugsanlega heilsu og líf fólks í hættu þá er ábyrgðin mikil og ef heilbrigðisráðherra axlar ekki þá ábyrgð þá ber samstarfsfólki hennar að axla þá ábyrgð. Þetta á auðvitað líka við um fjárhagslegt tjón sem almenningur verður fyrir þegar ákvarðanir valda því að fjármagn streymir til útlanda í staðinn fyrir að fara til innlendra aðila. Svo við höfum það samt alveg á hreinu þá er ábyrgð ekki háð kyni, aldri eða flokki. Ábyrgð fylgir ávallt ákvörðunum, störfum og skyldum sem einstaklingur tekur að sér. Þingmenn sem mæla gegn vísindalegum rökum og skýla sér á bak við rétt þeirra til tjáningarfrelsi bera samt ábyrgð á þeim afleiðingum sem þeirra orð geta haft. Leiðtogi og stjórn flokksins bera einnig ábyrgð á þeirri stefnu að leyfa öllum að skýla sér á bak við tjáningarfrelsi en verða einnig að andmæla rökvillum sinna þingmanna þegar orð þeirra geta haft skaðsamleg áhrif á baráttu almennings og helstu fræðimanna þjóðarinnar gegn farsótt sem herjar á samfélagið. Þá má heldur ekki gleyma ábyrgðinni sem fylgir því að vera einn af leiðtogum þjóðarinnar og hafa löggjafarvald. Ábyrgðin felst í því að taka rétta ákvarðanir fyrir hönd þjóðarinnar og gæta sín að fylgja þessum ákvörðunum og vera fordæmi fyrir aðra að fara eftir. Þegar dómgreindarbrestur verður og mistök eru gerð þá ber að meta hvernig er best að axla þá ábyrgð. Er nóg að biðjast afsökunar, er afsökunin trúverðugleg þegar týndar eru til minningar og upplifanir sem standast hugsanlega ekki minningar og upplifanir annarra. Er nóg fyrir ráðherra að biðjast afsökunar á löngun til þess að vilja skemmta sér og láta það eftir sér, á meðan stór hluti þjóðarinnar neitar sér um að hitta ástvini yfir hátíðarnar. Það er engin ráðherra eða þingmaður það mikilvægur og merkilegur á alþingi í dag að hann geti ekki sagt af sér og það komi ekki maður í manns stað. Það virðist engu breyta hvaðan ráðherrar og þingmenn koma, löngun til að axla ábyrgð er alveg ótrúlega lítil hjá flestum. Það má alltaf vona að þetta muni einhvern tímann breytast en sú von er veik. Höfundur er kennari.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar