Aðgát skal höfð í nærveru sálar Stefán Andri Gunnarsson skrifar 4. mars 2021 08:00 Það kemur fyrir alla að vanlíðan, þreyta, veikindi eða aðrar persónulegar aðstæður hafi áhrif á hegðun manns og framkomu. Aðstæður og líðan sem valda því að maður hagar sér öðruvísi en maður á að gera. Teknar eru ákvarðanir og orð sögð sem annars hefðu ekki komið fram undir eðlilegum kringumstæðum. Þetta gerist fyrir alla og það á að bera virðingu fyrir persónulegum aðstæðum hvers og eins. Samúð og samkennd eiga að einkenna öll okkar samskipti. Persónulegar aðstæður og samkennd með þeim kemur samt ekki í veg fyrir að ábyrgð fylgir gerðum og frelsi til athafna. Ábyrgð fylgir völdum og það fylgir ábyrgð því að styðja einstakling í starfi sínu. Ef persónulegur harmleikur veldur því að geta skerðist, þá á einstaklingurinn að axla þá ábyrgð að víkja sér frá störfum á meðan unnið er úr þessum harmleik. Ef einstaklingurinn gerir sér ekki grein fyrir þessari skerðingu þá liggur ábyrgðin hjá vinum, vandamönnum og samstarfsmönnum að axla þá ábyrgð. En ef enginn axlar þá ábyrgð þá hljóta allir þessir aðilar að telja að það hafi ekki orðið næg skerðing til þess að hafa áhrif á störf einstaklingsins. Þannig að þegar þessi einstaklingurinn vinnur sína vinnu en sýnir augljóslega að getan til þessa að sinna starfinu er ekki til staðar, þá er getan ekki skert vegna utanaðkomandi harmleiks heldur einfaldlega vegna þess að getan er ekki næg til að sinna starfinu. Ábyrgð liggur ávallt hjá hæst ráðandi. Þegar stór kerfisbundin mistök verða í heilbrigðiskerfinu þá liggur endanleg ákvörðun hjá heilbrigðisráðherra. Þegar mistökin setur hugsanlega heilsu og líf fólks í hættu þá er ábyrgðin mikil og ef heilbrigðisráðherra axlar ekki þá ábyrgð þá ber samstarfsfólki hennar að axla þá ábyrgð. Þetta á auðvitað líka við um fjárhagslegt tjón sem almenningur verður fyrir þegar ákvarðanir valda því að fjármagn streymir til útlanda í staðinn fyrir að fara til innlendra aðila. Svo við höfum það samt alveg á hreinu þá er ábyrgð ekki háð kyni, aldri eða flokki. Ábyrgð fylgir ávallt ákvörðunum, störfum og skyldum sem einstaklingur tekur að sér. Þingmenn sem mæla gegn vísindalegum rökum og skýla sér á bak við rétt þeirra til tjáningarfrelsi bera samt ábyrgð á þeim afleiðingum sem þeirra orð geta haft. Leiðtogi og stjórn flokksins bera einnig ábyrgð á þeirri stefnu að leyfa öllum að skýla sér á bak við tjáningarfrelsi en verða einnig að andmæla rökvillum sinna þingmanna þegar orð þeirra geta haft skaðsamleg áhrif á baráttu almennings og helstu fræðimanna þjóðarinnar gegn farsótt sem herjar á samfélagið. Þá má heldur ekki gleyma ábyrgðinni sem fylgir því að vera einn af leiðtogum þjóðarinnar og hafa löggjafarvald. Ábyrgðin felst í því að taka rétta ákvarðanir fyrir hönd þjóðarinnar og gæta sín að fylgja þessum ákvörðunum og vera fordæmi fyrir aðra að fara eftir. Þegar dómgreindarbrestur verður og mistök eru gerð þá ber að meta hvernig er best að axla þá ábyrgð. Er nóg að biðjast afsökunar, er afsökunin trúverðugleg þegar týndar eru til minningar og upplifanir sem standast hugsanlega ekki minningar og upplifanir annarra. Er nóg fyrir ráðherra að biðjast afsökunar á löngun til þess að vilja skemmta sér og láta það eftir sér, á meðan stór hluti þjóðarinnar neitar sér um að hitta ástvini yfir hátíðarnar. Það er engin ráðherra eða þingmaður það mikilvægur og merkilegur á alþingi í dag að hann geti ekki sagt af sér og það komi ekki maður í manns stað. Það virðist engu breyta hvaðan ráðherrar og þingmenn koma, löngun til að axla ábyrgð er alveg ótrúlega lítil hjá flestum. Það má alltaf vona að þetta muni einhvern tímann breytast en sú von er veik. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það kemur fyrir alla að vanlíðan, þreyta, veikindi eða aðrar persónulegar aðstæður hafi áhrif á hegðun manns og framkomu. Aðstæður og líðan sem valda því að maður hagar sér öðruvísi en maður á að gera. Teknar eru ákvarðanir og orð sögð sem annars hefðu ekki komið fram undir eðlilegum kringumstæðum. Þetta gerist fyrir alla og það á að bera virðingu fyrir persónulegum aðstæðum hvers og eins. Samúð og samkennd eiga að einkenna öll okkar samskipti. Persónulegar aðstæður og samkennd með þeim kemur samt ekki í veg fyrir að ábyrgð fylgir gerðum og frelsi til athafna. Ábyrgð fylgir völdum og það fylgir ábyrgð því að styðja einstakling í starfi sínu. Ef persónulegur harmleikur veldur því að geta skerðist, þá á einstaklingurinn að axla þá ábyrgð að víkja sér frá störfum á meðan unnið er úr þessum harmleik. Ef einstaklingurinn gerir sér ekki grein fyrir þessari skerðingu þá liggur ábyrgðin hjá vinum, vandamönnum og samstarfsmönnum að axla þá ábyrgð. En ef enginn axlar þá ábyrgð þá hljóta allir þessir aðilar að telja að það hafi ekki orðið næg skerðing til þess að hafa áhrif á störf einstaklingsins. Þannig að þegar þessi einstaklingurinn vinnur sína vinnu en sýnir augljóslega að getan til þessa að sinna starfinu er ekki til staðar, þá er getan ekki skert vegna utanaðkomandi harmleiks heldur einfaldlega vegna þess að getan er ekki næg til að sinna starfinu. Ábyrgð liggur ávallt hjá hæst ráðandi. Þegar stór kerfisbundin mistök verða í heilbrigðiskerfinu þá liggur endanleg ákvörðun hjá heilbrigðisráðherra. Þegar mistökin setur hugsanlega heilsu og líf fólks í hættu þá er ábyrgðin mikil og ef heilbrigðisráðherra axlar ekki þá ábyrgð þá ber samstarfsfólki hennar að axla þá ábyrgð. Þetta á auðvitað líka við um fjárhagslegt tjón sem almenningur verður fyrir þegar ákvarðanir valda því að fjármagn streymir til útlanda í staðinn fyrir að fara til innlendra aðila. Svo við höfum það samt alveg á hreinu þá er ábyrgð ekki háð kyni, aldri eða flokki. Ábyrgð fylgir ávallt ákvörðunum, störfum og skyldum sem einstaklingur tekur að sér. Þingmenn sem mæla gegn vísindalegum rökum og skýla sér á bak við rétt þeirra til tjáningarfrelsi bera samt ábyrgð á þeim afleiðingum sem þeirra orð geta haft. Leiðtogi og stjórn flokksins bera einnig ábyrgð á þeirri stefnu að leyfa öllum að skýla sér á bak við tjáningarfrelsi en verða einnig að andmæla rökvillum sinna þingmanna þegar orð þeirra geta haft skaðsamleg áhrif á baráttu almennings og helstu fræðimanna þjóðarinnar gegn farsótt sem herjar á samfélagið. Þá má heldur ekki gleyma ábyrgðinni sem fylgir því að vera einn af leiðtogum þjóðarinnar og hafa löggjafarvald. Ábyrgðin felst í því að taka rétta ákvarðanir fyrir hönd þjóðarinnar og gæta sín að fylgja þessum ákvörðunum og vera fordæmi fyrir aðra að fara eftir. Þegar dómgreindarbrestur verður og mistök eru gerð þá ber að meta hvernig er best að axla þá ábyrgð. Er nóg að biðjast afsökunar, er afsökunin trúverðugleg þegar týndar eru til minningar og upplifanir sem standast hugsanlega ekki minningar og upplifanir annarra. Er nóg fyrir ráðherra að biðjast afsökunar á löngun til þess að vilja skemmta sér og láta það eftir sér, á meðan stór hluti þjóðarinnar neitar sér um að hitta ástvini yfir hátíðarnar. Það er engin ráðherra eða þingmaður það mikilvægur og merkilegur á alþingi í dag að hann geti ekki sagt af sér og það komi ekki maður í manns stað. Það virðist engu breyta hvaðan ráðherrar og þingmenn koma, löngun til að axla ábyrgð er alveg ótrúlega lítil hjá flestum. Það má alltaf vona að þetta muni einhvern tímann breytast en sú von er veik. Höfundur er kennari.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun