Halli valdi bestu félagaskiptin í Olís-deild kvenna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2021 16:30 Haraldur Þorvarðarson valdi fimm bestu félagaskipti tímabilsins í Seinni bylgjunni. stöð 2 sport Tvær Stjörnukonur voru á lista Haraldar Þorvarðarsonar yfir bestu félagaskipti tímabilsins í Olís-deild kvenna. Halli mætti vopnaður topp fimm lista yfir bestu félagaskiptin í Seinni bylgjuna í gær. „Deildin er orðin gríðarlega sterk og fullt af leikmönnum sem komu heim þannig mér fannst þetta tilvalið að taka þetta núna.“ Stjarnan átti tvo fulltrúa á lista Halla, þær Helenu Rut Örvarsdóttur og Evu Björk Davíðsdóttur sem komu báðar í Garðabæinn í sumar eftir nokkur ár í atvinnumennsku. Fjórar af fimm á lista Halla komu heim úr atvinnumennsku í sumar. Sú eina kom ekki úr atvinnumennsku er Karólína Bæhrenz Lárudóttir sem Fram fékk til að fylla skarð Þóreyjar Rósu Stefánsdóttur. „Mér fannst frábært hjá Stebba [Stefáni Arnarsyni, þjálfara Fram] að fá hana. Hún var hætt. Þórey Rósa fór í barneignarleyfi og við höfum ekki tekið eftir því. Hún hefur nánast fyllt þetta skarð.“ Klippa: Seinni bylgjan - Bestu félagaskiptin í Olís-deild kvenna Helena Rut er í 5. sæti á lista Halla, Karólína í 4. sætinu og Mariam Eradze, leikmaður Vals, í því þriðja. „Geggjaður varnarmaður, frábær að verja skot. Getur þrumað á markið. Valsarar misstu sterka varnarmenn og hún hefur fyllt það skarð mjög vel,“ sagði Halli. Eva Björk skipar 2. sætið á lista Halla. „Önnur metnaðarfull félagaskipti hjá Stjörnunni. Landsliðskona með mikla reynslu. Stýrir Stjörnuliðinu frá A til Ö. Hún er líka frábær varnarmaður,“ sagði Halli. Á toppi lista hans er svo Rut Jónsdóttir, leikmaður toppliðs KA/Þórs. Rut sneri aftur heim í sumar eftir tólf ár í atvinnumennsku. „Það er örvhenta undrið fyrir norðan. Hún er að mínu mati búin að vera best í deildinni í vetur. Hún hefur tekið KA/Þórs liðið upp á næsta stig. Hún stjórnar spilinu, skorar fullt af mörkum, er frábær varnarmaður og leiðtogi,“ sagði Halli. „KA/Þór er á toppnum og ég vil meina að það sé henni að þakka. Hún gerir alla hina miklu betri.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Tengdar fréttir Ræddu „endurkomu drottningarinnar“ og handboltaskóna sem fóru í ruslið Handboltagoðsögnin og margfaldi meistarinn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er hætt við að hætta í handbolta því hún var mætt á gólfið í leik Vals og ÍBV um helgina. Seinni bylgjan ræddi endurkomu Önnu sem hefur orðið sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum. 2. mars 2021 14:01 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Sjá meira
Halli mætti vopnaður topp fimm lista yfir bestu félagaskiptin í Seinni bylgjuna í gær. „Deildin er orðin gríðarlega sterk og fullt af leikmönnum sem komu heim þannig mér fannst þetta tilvalið að taka þetta núna.“ Stjarnan átti tvo fulltrúa á lista Halla, þær Helenu Rut Örvarsdóttur og Evu Björk Davíðsdóttur sem komu báðar í Garðabæinn í sumar eftir nokkur ár í atvinnumennsku. Fjórar af fimm á lista Halla komu heim úr atvinnumennsku í sumar. Sú eina kom ekki úr atvinnumennsku er Karólína Bæhrenz Lárudóttir sem Fram fékk til að fylla skarð Þóreyjar Rósu Stefánsdóttur. „Mér fannst frábært hjá Stebba [Stefáni Arnarsyni, þjálfara Fram] að fá hana. Hún var hætt. Þórey Rósa fór í barneignarleyfi og við höfum ekki tekið eftir því. Hún hefur nánast fyllt þetta skarð.“ Klippa: Seinni bylgjan - Bestu félagaskiptin í Olís-deild kvenna Helena Rut er í 5. sæti á lista Halla, Karólína í 4. sætinu og Mariam Eradze, leikmaður Vals, í því þriðja. „Geggjaður varnarmaður, frábær að verja skot. Getur þrumað á markið. Valsarar misstu sterka varnarmenn og hún hefur fyllt það skarð mjög vel,“ sagði Halli. Eva Björk skipar 2. sætið á lista Halla. „Önnur metnaðarfull félagaskipti hjá Stjörnunni. Landsliðskona með mikla reynslu. Stýrir Stjörnuliðinu frá A til Ö. Hún er líka frábær varnarmaður,“ sagði Halli. Á toppi lista hans er svo Rut Jónsdóttir, leikmaður toppliðs KA/Þórs. Rut sneri aftur heim í sumar eftir tólf ár í atvinnumennsku. „Það er örvhenta undrið fyrir norðan. Hún er að mínu mati búin að vera best í deildinni í vetur. Hún hefur tekið KA/Þórs liðið upp á næsta stig. Hún stjórnar spilinu, skorar fullt af mörkum, er frábær varnarmaður og leiðtogi,“ sagði Halli. „KA/Þór er á toppnum og ég vil meina að það sé henni að þakka. Hún gerir alla hina miklu betri.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Tengdar fréttir Ræddu „endurkomu drottningarinnar“ og handboltaskóna sem fóru í ruslið Handboltagoðsögnin og margfaldi meistarinn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er hætt við að hætta í handbolta því hún var mætt á gólfið í leik Vals og ÍBV um helgina. Seinni bylgjan ræddi endurkomu Önnu sem hefur orðið sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum. 2. mars 2021 14:01 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Sjá meira
Ræddu „endurkomu drottningarinnar“ og handboltaskóna sem fóru í ruslið Handboltagoðsögnin og margfaldi meistarinn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er hætt við að hætta í handbolta því hún var mætt á gólfið í leik Vals og ÍBV um helgina. Seinni bylgjan ræddi endurkomu Önnu sem hefur orðið sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum. 2. mars 2021 14:01