Hafa áhyggjur af miklu álagi en hægara sagt en gert að stytta mótið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2021 11:31 Úr leik í Olís-deild karla. vísir/hulda margrét Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að þar á bæ hafi menn áhyggjur af miklu leikjaálagi. Vandséð sé hins vegar hvernig hafi átt að leysa málin á annan hátt. Bikarkeppnin verður ekki slegin af. Guðmundur Hólmar Helgason, lykilmaður Selfoss, meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Stjörnunni í gær og óttast er að meiðslin séu alvarleg. Eftir leikinn sagði Halldór Sigfússon, þjálfari Selfoss, að mikið leikjaálag væri farið að segja til sín. „Ég held að hann sé mjög líklega með slitna hásin. Það er mjög sennilega leikjaálagið sem hefur áhrif á þetta. Það er kannski allt í lagi að vera með smá pillu á HSÍ með það, ég held að menn hafi ekki alveg gert sér grein fyrir hvað þeir voru a fara út í með leikjaálag á leikmennina. Það er allavega ekki verið að hugsa um velferð leikmannana í öllum þessum leikjum, það er ljóst,“ sagði Halldór við Vísi. „Vissulega er leikjaálagið mikið og það er ekkert launungarmál. Það er þáttur sem við ræddum við félögin og bentum á þegar við tókum ákvörðun um mótahald í janúar,“ sagði Róbert í samtali við Vísi í dag. Eftir um þriggja mánaða hlé hófst keppni í Olís-deild karla aftur í lok janúar. Þá voru aðeins fjórar umferðir búnar og átján umferðir eftir. Síðan keppni hófst aftur hefur verið spilað mjög þétt en liðin eiga að jafnaði tvo leiki í viku. Erfitt að stytta mótið „Við deildum áhyggjum okkar með félögunum að það væri þétt leikið. En það fannst ekki lausn á því hvernig við gátum minnkað karlamótið. Í tveggja umferða kerfi er lítið um sveigjanleika,“ sagði Róbert og bætti við að þriðja og síðasta umferðin í Olís-deild kvenna hafi verið slegin af. „Við sitjum uppi með þetta vandamál karlamegin og erum að skoða hvort það séu einhverjar lausnir og höldum þeirri vinnu áfram í samvinnu við félögin.“ Róbert Geir Gíslason er framkvæmdastjóri HSÍ.vísir/Baldur Hrafnkell Róbert segir að rætt hafi verið um að stytta mótið en það hafi ekki farið neitt lengra. „Það komu ekki útfærslur en það komu tillögur. En engin þeirra hlaut brautargengi. Niðurstaðan var að spila óbreytt mót karlamegin. Við lengdum aðeins í tímabilinu,“ sagði Róbert en HSÍ gaf sér frest til loka júní til að ljúka tímabilinu. Umhugað um heilsu leikmanna Róbert segir að HSÍ hafi vissulega haft áhyggjur af því að miklu leikjaálagi myndu fylgja meiðsli. „Vissulega höfðum við það og höfum alltaf áhyggjur af því hvernig mikið álag fer með leikmenn. Við erum að hugsa um heilsu leikmanna og getum ekkert hunsað það. Einn stærsti þátturinn í þessu er að leikmennirnir okkar komist í gegnum þetta eins heilir og mögulegt er.“ Erfitt að spila í landsleikjahléinu Róbert segir afar ólíklegt að spilað verði í landsleikjahléinu sem framundan er, þótt enginn leikmaður úr Olís-deildinni sé í íslenska landsliðshópnum. „Ég held að landsleikjahléið sé að mörgu leyti gott fyrir félögin varðandi endurheimt. En síðan erum við með landsliðsmenn, Færeyingana í Fram og KA og Litháann í Selfossi, þannig ég sé ekki hvernig við ætlum að spila mikið ofan í landsleikjahléið og án þessara leikmanna.“ Aðeins einn leikur hefur farið fram í Coca Cola-bikar karla. Róbert segir að það hafi ekki komið til greina að blása bikarkeppnina af. HSÍ gæti hins vegar lengt tímabilið. „Við myndum frekar horfa til þess, ef niðurstaðan er sú að við þurfum að bregðast við,“ sagði Róbert að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Guðmundur Hólmar Helgason, lykilmaður Selfoss, meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Stjörnunni í gær og óttast er að meiðslin séu alvarleg. Eftir leikinn sagði Halldór Sigfússon, þjálfari Selfoss, að mikið leikjaálag væri farið að segja til sín. „Ég held að hann sé mjög líklega með slitna hásin. Það er mjög sennilega leikjaálagið sem hefur áhrif á þetta. Það er kannski allt í lagi að vera með smá pillu á HSÍ með það, ég held að menn hafi ekki alveg gert sér grein fyrir hvað þeir voru a fara út í með leikjaálag á leikmennina. Það er allavega ekki verið að hugsa um velferð leikmannana í öllum þessum leikjum, það er ljóst,“ sagði Halldór við Vísi. „Vissulega er leikjaálagið mikið og það er ekkert launungarmál. Það er þáttur sem við ræddum við félögin og bentum á þegar við tókum ákvörðun um mótahald í janúar,“ sagði Róbert í samtali við Vísi í dag. Eftir um þriggja mánaða hlé hófst keppni í Olís-deild karla aftur í lok janúar. Þá voru aðeins fjórar umferðir búnar og átján umferðir eftir. Síðan keppni hófst aftur hefur verið spilað mjög þétt en liðin eiga að jafnaði tvo leiki í viku. Erfitt að stytta mótið „Við deildum áhyggjum okkar með félögunum að það væri þétt leikið. En það fannst ekki lausn á því hvernig við gátum minnkað karlamótið. Í tveggja umferða kerfi er lítið um sveigjanleika,“ sagði Róbert og bætti við að þriðja og síðasta umferðin í Olís-deild kvenna hafi verið slegin af. „Við sitjum uppi með þetta vandamál karlamegin og erum að skoða hvort það séu einhverjar lausnir og höldum þeirri vinnu áfram í samvinnu við félögin.“ Róbert Geir Gíslason er framkvæmdastjóri HSÍ.vísir/Baldur Hrafnkell Róbert segir að rætt hafi verið um að stytta mótið en það hafi ekki farið neitt lengra. „Það komu ekki útfærslur en það komu tillögur. En engin þeirra hlaut brautargengi. Niðurstaðan var að spila óbreytt mót karlamegin. Við lengdum aðeins í tímabilinu,“ sagði Róbert en HSÍ gaf sér frest til loka júní til að ljúka tímabilinu. Umhugað um heilsu leikmanna Róbert segir að HSÍ hafi vissulega haft áhyggjur af því að miklu leikjaálagi myndu fylgja meiðsli. „Vissulega höfðum við það og höfum alltaf áhyggjur af því hvernig mikið álag fer með leikmenn. Við erum að hugsa um heilsu leikmanna og getum ekkert hunsað það. Einn stærsti þátturinn í þessu er að leikmennirnir okkar komist í gegnum þetta eins heilir og mögulegt er.“ Erfitt að spila í landsleikjahléinu Róbert segir afar ólíklegt að spilað verði í landsleikjahléinu sem framundan er, þótt enginn leikmaður úr Olís-deildinni sé í íslenska landsliðshópnum. „Ég held að landsleikjahléið sé að mörgu leyti gott fyrir félögin varðandi endurheimt. En síðan erum við með landsliðsmenn, Færeyingana í Fram og KA og Litháann í Selfossi, þannig ég sé ekki hvernig við ætlum að spila mikið ofan í landsleikjahléið og án þessara leikmanna.“ Aðeins einn leikur hefur farið fram í Coca Cola-bikar karla. Róbert segir að það hafi ekki komið til greina að blása bikarkeppnina af. HSÍ gæti hins vegar lengt tímabilið. „Við myndum frekar horfa til þess, ef niðurstaðan er sú að við þurfum að bregðast við,“ sagði Róbert að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira