Ofsahræðsla við hamfarir Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 1. mars 2021 08:00 Okkur verður eðlilega brugðið þegar jörð skekur endurtekið enda erum við óvön slíku og hræðumst frá náttúrunnar hendi fyrirbæri svo sem hamfarir, villidýr og skordýr. Tíðir skjálftar undanfarinna daga minna á smæð okkar og vanmátt í garð voldugra náttúruafla. Við kunnum stjórn og fyrirsjáanleika best en stöndum nú frammi fyrir óvissu sem enginn getur upprætt til fulls. Flest finnum við fyrir einhverjum kvíða eða ónotum á tímum sem þessum og sumir mjög miklum. Fyrri reynsla af náttúruhamförum eða önnur áföll geta einnig aukið á kvíðann. Kvíðaviðbragðið er misnæmt hjá okkur og má líkja því við reykskynjara sem fer af stað af minnsta tilefni, líkt og þegar ristað er brauð eða reykt nálægt skynjaranum. Kvíðaviðbragðið er þannig úr garði gert, líkt og reykskynjarinn, að það fer heldur af stað of oft en of sjaldan, enda er því ætlað að vernda okkur gegn mögulegri hættu. Það á að virkjast þegar við stöndum frammi við fyrir aðstæðum sem við erum ekki viss um að við ráðum við eða teljum að velferð okkar sé ógnað. Sem betur fer er kvíðaviðbragðið sjálft ekki skaðlegt þótt því fylgi sterk líkamleg einkenni, svo sem ör hjartsláttur, andþyngsli, svimi, sviti, doði, verkir eða óþægindi fyrir brjósti, óraunveruleikatilfinning og ótti. Því má líkja við innri jarðskjálfta sem líður að mestu hjá á örfáum mínútum. Kvíðaviðbragðið, sem á ensku nefnist fight or flight response, fyrirfinnst hjá öðrum skepnum en manninum og gerir þeim kleift að flýja, verjast og veiða sér til matar. Viðbragðið er því verndandi og stuðlar að afkomu á ögurstundu. Vissulega er óþægilegt að finna fyrir miklum kvíða og eðlilega finnst okkur að eitthvað þurfi til bragðs að taka. Ef við hins vegar bregðumst við óhóflegum kvíða eins og um lífshættu væri að ræða, er hætt við að heilinn taki því sem staðfestingu á því að hættan hafi verið raunveruleg og verði í kjölfarið sérstaklega vakandi fyrir vísbendingum um hættuna og ræsi kvíðaviðbragðið í tíma og ótíma. Því er mikilvægt að halda uppteknum hætti þrátt fyrir kvíða og sækja heldur í kvíðavekjandi aðstæður en hitt, innan skynsamlegra marka. Eins skal ekki gripið til óhóflegra öryggisráðstafana en gera þó það sem almannavarnir mæla með til að draga úr líkum á tjóni vegna jarðskjálfta. Ef þú finnur fyrir óhóflegum kvíða þessa dagana skaltu minna þig á eftirfarandi: Kvíði er verndandi tilfinning sem á að ræsast í vissum aðstæðum. Hann er til marks um að líkami þinn sé að starfa eins og hann á gera. Við þurfum ekki að bregðast við kvíðanum, hann líður hjá ef við látum hann óáreittan. Haltu þínu striki og hafðu eitthvað þarft og gefandi fyrir stafni. Minntu þig á að skjálftarnir koma þegar þeir koma, óháð því hvort þú vaktir þá. Því meira sem þú vaktar þá, því uppspenntari verður þú og líklegri til þess að greina hristing af ýmsum toga. Kvíðaviðbragðið er þá enn líklegri að ræsast. Hugaðu að líðan þinna nánustu og athugaðu hvernig börnum í kringum þig líður. Eins þarf að huga sérstaklega að þeim sem standa höllum fæti og ferðamönnum sem eru jafnvel enn óvanari ástandinu en við. Áhyggjur af því sem farið getur úrskeiðis auka aðeins á kvíðann og breyta engu um það sem síðar verður. Hugsaðu með þér „svo fer sem fer“ en þannig æfirðu þig í því að þola við í óvissunni. Líklega yrði lífið leiðinlegt og alveg jafn kvíðvænlegt ef allri óvissu væri eytt og þú vissir alltaf nákvæmlega hvernig allt færi. Þú þolir líklega óvissu á ýmsum sviðum lífsins og ferð sennilega á milli staða án þess að hafa stöðugar áhyggjur af því að hver bílferð verði þín síðasta. Eins hefur þú örugglega litlar áhyggjur af því að verða fyrir eldingu utandyra. Þó eru þessar aðstæður hvoru tveggja líklegri til að eiga sér stað en að þú látist í jarðskjálfta. Höfundur er forstöðusálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Geðheilbrigði Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Okkur verður eðlilega brugðið þegar jörð skekur endurtekið enda erum við óvön slíku og hræðumst frá náttúrunnar hendi fyrirbæri svo sem hamfarir, villidýr og skordýr. Tíðir skjálftar undanfarinna daga minna á smæð okkar og vanmátt í garð voldugra náttúruafla. Við kunnum stjórn og fyrirsjáanleika best en stöndum nú frammi fyrir óvissu sem enginn getur upprætt til fulls. Flest finnum við fyrir einhverjum kvíða eða ónotum á tímum sem þessum og sumir mjög miklum. Fyrri reynsla af náttúruhamförum eða önnur áföll geta einnig aukið á kvíðann. Kvíðaviðbragðið er misnæmt hjá okkur og má líkja því við reykskynjara sem fer af stað af minnsta tilefni, líkt og þegar ristað er brauð eða reykt nálægt skynjaranum. Kvíðaviðbragðið er þannig úr garði gert, líkt og reykskynjarinn, að það fer heldur af stað of oft en of sjaldan, enda er því ætlað að vernda okkur gegn mögulegri hættu. Það á að virkjast þegar við stöndum frammi við fyrir aðstæðum sem við erum ekki viss um að við ráðum við eða teljum að velferð okkar sé ógnað. Sem betur fer er kvíðaviðbragðið sjálft ekki skaðlegt þótt því fylgi sterk líkamleg einkenni, svo sem ör hjartsláttur, andþyngsli, svimi, sviti, doði, verkir eða óþægindi fyrir brjósti, óraunveruleikatilfinning og ótti. Því má líkja við innri jarðskjálfta sem líður að mestu hjá á örfáum mínútum. Kvíðaviðbragðið, sem á ensku nefnist fight or flight response, fyrirfinnst hjá öðrum skepnum en manninum og gerir þeim kleift að flýja, verjast og veiða sér til matar. Viðbragðið er því verndandi og stuðlar að afkomu á ögurstundu. Vissulega er óþægilegt að finna fyrir miklum kvíða og eðlilega finnst okkur að eitthvað þurfi til bragðs að taka. Ef við hins vegar bregðumst við óhóflegum kvíða eins og um lífshættu væri að ræða, er hætt við að heilinn taki því sem staðfestingu á því að hættan hafi verið raunveruleg og verði í kjölfarið sérstaklega vakandi fyrir vísbendingum um hættuna og ræsi kvíðaviðbragðið í tíma og ótíma. Því er mikilvægt að halda uppteknum hætti þrátt fyrir kvíða og sækja heldur í kvíðavekjandi aðstæður en hitt, innan skynsamlegra marka. Eins skal ekki gripið til óhóflegra öryggisráðstafana en gera þó það sem almannavarnir mæla með til að draga úr líkum á tjóni vegna jarðskjálfta. Ef þú finnur fyrir óhóflegum kvíða þessa dagana skaltu minna þig á eftirfarandi: Kvíði er verndandi tilfinning sem á að ræsast í vissum aðstæðum. Hann er til marks um að líkami þinn sé að starfa eins og hann á gera. Við þurfum ekki að bregðast við kvíðanum, hann líður hjá ef við látum hann óáreittan. Haltu þínu striki og hafðu eitthvað þarft og gefandi fyrir stafni. Minntu þig á að skjálftarnir koma þegar þeir koma, óháð því hvort þú vaktir þá. Því meira sem þú vaktar þá, því uppspenntari verður þú og líklegri til þess að greina hristing af ýmsum toga. Kvíðaviðbragðið er þá enn líklegri að ræsast. Hugaðu að líðan þinna nánustu og athugaðu hvernig börnum í kringum þig líður. Eins þarf að huga sérstaklega að þeim sem standa höllum fæti og ferðamönnum sem eru jafnvel enn óvanari ástandinu en við. Áhyggjur af því sem farið getur úrskeiðis auka aðeins á kvíðann og breyta engu um það sem síðar verður. Hugsaðu með þér „svo fer sem fer“ en þannig æfirðu þig í því að þola við í óvissunni. Líklega yrði lífið leiðinlegt og alveg jafn kvíðvænlegt ef allri óvissu væri eytt og þú vissir alltaf nákvæmlega hvernig allt færi. Þú þolir líklega óvissu á ýmsum sviðum lífsins og ferð sennilega á milli staða án þess að hafa stöðugar áhyggjur af því að hver bílferð verði þín síðasta. Eins hefur þú örugglega litlar áhyggjur af því að verða fyrir eldingu utandyra. Þó eru þessar aðstæður hvoru tveggja líklegri til að eiga sér stað en að þú látist í jarðskjálfta. Höfundur er forstöðusálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun