Handbolti

Fram vann öruggan sigur á Haukum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Steinunn Björnsdóttir var markahæst að Ásvöllum.
Steinunn Björnsdóttir var markahæst að Ásvöllum. vísir/bára

Fram er ásamt KA/Þór á toppi Olís deildar kvenna í handbolta eftir öruggan sigur á Haukum í kvöld.

Framkonur unnu öruggan átta marka sigur á Haukum, 24-32, en leikið var á heimavelli Hauka að Ásvöllum.

Fram byrjaði leikinn af miklum krafti og leiddi með sex mörkum í leikhléi, 16-10.

Haukakonur voru ekki á því að gefast upp og náðu að minnka muninn í tvö mörk í síðari hálfleik en þegar leið á leikinn dró aftur í sundur með liðunum og Fram vann að lokum öruggan sigur.

Steinunn Björnsdóttir var markahæst í liði Fram með átta mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.