Viðskipti innlent

Ella og Guð­mundur til Controlant

Atli Ísleifsson skrifar
Ella Björnsdóttir og Guðmundur Óskarsson.
Ella Björnsdóttir og Guðmundur Óskarsson. Controlant

Ella Björnsdóttir og Guðmundur Óskarsson hafa verið ráðin til starfa hjá Controlant. Ella tekur við starfi forstöðumanns mannauðssviðs og Guðmundur sem leiðtogi á alþjóðaviðskiptasviði fyrirtækisins.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Controlant.

„Guðmundur Óskarsson hefur hafið störf hjá Controlant sem VP of Strategic Operations. Þar mun hann sjá um samninga tengda auknum alþjóðlegum umsvifum Controlant.

Áður starfaði Guðmundur sem CIO (Chief Information Officer) hjá Alvogen og Össur. Guðmundur er einnig stjórnarformaður hjá Lyfjaauðkenni ehf (ICEMVO), sem sér um innleiðingu og sannprófanir á lyfjum á Íslandi.

Ella Björnsdóttir hefur einnig verið ráðin sem forstöðumaður mannauðssviðs og hefur þar umsjón með mannauði Controlant. Þar mun hún sjá um innleiðingu á ferlum, innri og ytri ráðningar fyrirtæksins ásamt því að stuðla að starfsþróun starfsmanna.

Hlutverk Ellu er að þróa og viðhalda sterkum gildum Controlant sem stuðla að góðu samstarfi, fjölbreytileika, sjálfbærni og alþjóðlega sinnaðri fyrirtækjamenningu.

Áður starfaði Ella sem alþjóðlegur náms- og þróunarstjóri hjá Marel en hún býr yfir mikilli reynslu af ræðumennsku og leiðtogaþjálfun. Þá starfaði hún einnig sem ráðgjafi fyrir alþjóðlegar menntastofnanir til að hjálpa fólki að skara fram úr og ná sem bestum árangri,“ segir í tilkynningunni.

Controlant er tæknifyrirtæki sem þjónustar fyrst og fremst lyfja- og matvælageirann.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,79
5
46.911
EIK
1,51
3
45.300
VIS
1,23
3
68.028
ORIGO
0,92
6
16.720
FESTI
0,79
3
250.250

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-2,8
5
8.152
ARION
-0,8
2
202.525
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.