Körfubolti

Valencia vann stór­sigur í Rúss­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin í leik kvöldsins.
Martin í leik kvöldsins. Sergey Grachev/Getty Images

Martin Hermannsson og félagar í Valencia unnu frábæran 29 stiga sigur á Zenit St. Pétursborg í EuroLeague í körfubolta í kvöld, lokatölur 62-91.

Leikurinn var mjög jafn framan af en gestirnir frá Spáni leiddu þó með þremur stigum í hálfleik, 44-41. Hvað gerðist í hálfleikshléi liðanna er óvíst en Rússarnir voru varla með í síðari hálfleik á meðan gestirnir fóru einfaldlega hamförum.

Valencia vann þriðja leikhluta með níu stiga mun og voru tólf stigum yfir fyrir síðasta leikhlutann. Þann unnu Valencia með 17 stiga mun hvorki meira né minna og leikinn því með 29 stiga mun.

Lokatölur 91-62 Valencia í vil. Martin spilaði 19 mínútur, skoraði tvö stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Valencia er í 10. sæti EuroLeague með 14 sigra og 12 töp í 26 leikjum. Anadolu Efes Istanbul er í 8. sæti með 14 sigra og tíu töp en efstu átta lið deildarinnar fara í útsláttarkeppni um titilinn. Valencia má því ekki tapa mikið fleiri leikjum ef þeir ætla sér áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×