Velta Krónunnar aldrei meiri og hagnaður jókst um 22 prósent Eiður Þór Árnason skrifar 25. febrúar 2021 12:56 Festi rekur á meðal annars Krónuna og Elko. Vísir/vilhelm Festi hagnaðist um tæplega 2,3 milljarða króna á síðasta ári og dróst hagnaður saman frá 2019 þegar hann nam um 2,8 milljörðum króna. Heildartekjurtekjur félagsins af sölu vöru- og þjónustu námu 86,3 milljörðum króna, samanborðið við 85,0 milljarða árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2020 en Festi rekur verslanir og þjónustustöðvar undir merkjum N1, Krónunnar og Elko. Framlegð af vöru- og þjónustusölu var 20,7 milljarðar króna á síðasta ári en var 20,2 milljarðar króna árið 2019. Var framlegð af vörusölu í fyrra 24 prósent samanborið við 23,8 prósent árið áður. Kostnaður Festi vegna heimsfaraldurs Covid-19 er metinn 394 milljónir króna. Hagnaður Krónunnar jókst um 21,8 prósent Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi, segir að rekstur samstæðunnar hafi gengið vel á síðasta ári þrátt fyrir krefjandi aðstæður þar sem sóttvarnaráðstafanir höfðu mikil áhrif á öll dótturfélögin. Þá segir hann að umsvif Krónunnar hafi aukist á síðasta ári og velta félagsins verið sú mesta frá upphafi. Fram kemur í ársreikningi að heildartekjur Krónunnar námu 43,1 milljarði króna á síðasta ári og jukust um 18,3 prósent milli ára. Á sama tíma nam hagnaður verslunarkeðjunnar 902,6 milljónum króna og hækkaði um 21,8 prósent frá 2019. „Þar kom einnig Snjallverslun Krónunnar til sögunnar sem er snjallforrit sem viðskiptavinir geta nýtt sér vilji þeir gera innkaupin á netinu og fá sent heim. Krónan opnaði þrjár nýjar verslanir á árinu, ELKO og N1 opnuðu nýjar verslanir á Akureyri sem hafa allar hlotið góðar viðtökur,” segir Eggert í tilkynningu. Elko átti sitt besta ár frá upphafi Forstjórinn bætir við að N1 hafi fundið mikið fyrir minni umferð á síðasta ári og hruni ferðaþjónustunnar en félagið skilaði 220,1 milljóna króna tapi á síðasta ári. „Kappkostað var að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum og enn eitt árið jukust umsvif bílaþjónustu félagsins. ELKO átti sitt besta ár frá upphafi þrátt fyrir að næststærsta verslun félagsins í Leifsstöð væri nánast lokuð í 10 mánuði árið 2020. Þessa velgengni má meðal annars þakka sterkum innviðum vefverslunar ELKO,” er haft eftir Eggert í tilkynningu. Eignir Festi námu 83,4 milljörðum króna í lok árs 2020 og var eigið fé 29,8 milljarðar króna. Þá var eiginfjárhlutfall var 35,7 prósent samanborið við 35,3 prósent í lok árs 2019. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og matsbreytingar (EBITDA) nam tæplega 7,1 milljarði króna og dróst saman um rúmlega hálfan milljarð frá 2019. Verslun Markaðir Tengdar fréttir Ásta verður framkvæmdastjóri Krónunnar Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar og hefur hún störf 1. október 2020. 14. júlí 2020 16:07 Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun vegna endurgreiðslu hlutabótaleiðarinnar Eignarhaldsfélagið Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun með það að markmiði að endurgreiða þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. 12. maí 2020 18:55 Hlutabæturnar kornið sem fyllti mælinn hjá Grétu Ósætti með framferði stjórnenda Festar varð til þess að Gréta María Grétarsdóttir sagði óvænt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Krónunnar. 21. maí 2020 09:45 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Sjá meira
Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2020 en Festi rekur verslanir og þjónustustöðvar undir merkjum N1, Krónunnar og Elko. Framlegð af vöru- og þjónustusölu var 20,7 milljarðar króna á síðasta ári en var 20,2 milljarðar króna árið 2019. Var framlegð af vörusölu í fyrra 24 prósent samanborið við 23,8 prósent árið áður. Kostnaður Festi vegna heimsfaraldurs Covid-19 er metinn 394 milljónir króna. Hagnaður Krónunnar jókst um 21,8 prósent Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi, segir að rekstur samstæðunnar hafi gengið vel á síðasta ári þrátt fyrir krefjandi aðstæður þar sem sóttvarnaráðstafanir höfðu mikil áhrif á öll dótturfélögin. Þá segir hann að umsvif Krónunnar hafi aukist á síðasta ári og velta félagsins verið sú mesta frá upphafi. Fram kemur í ársreikningi að heildartekjur Krónunnar námu 43,1 milljarði króna á síðasta ári og jukust um 18,3 prósent milli ára. Á sama tíma nam hagnaður verslunarkeðjunnar 902,6 milljónum króna og hækkaði um 21,8 prósent frá 2019. „Þar kom einnig Snjallverslun Krónunnar til sögunnar sem er snjallforrit sem viðskiptavinir geta nýtt sér vilji þeir gera innkaupin á netinu og fá sent heim. Krónan opnaði þrjár nýjar verslanir á árinu, ELKO og N1 opnuðu nýjar verslanir á Akureyri sem hafa allar hlotið góðar viðtökur,” segir Eggert í tilkynningu. Elko átti sitt besta ár frá upphafi Forstjórinn bætir við að N1 hafi fundið mikið fyrir minni umferð á síðasta ári og hruni ferðaþjónustunnar en félagið skilaði 220,1 milljóna króna tapi á síðasta ári. „Kappkostað var að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum og enn eitt árið jukust umsvif bílaþjónustu félagsins. ELKO átti sitt besta ár frá upphafi þrátt fyrir að næststærsta verslun félagsins í Leifsstöð væri nánast lokuð í 10 mánuði árið 2020. Þessa velgengni má meðal annars þakka sterkum innviðum vefverslunar ELKO,” er haft eftir Eggert í tilkynningu. Eignir Festi námu 83,4 milljörðum króna í lok árs 2020 og var eigið fé 29,8 milljarðar króna. Þá var eiginfjárhlutfall var 35,7 prósent samanborið við 35,3 prósent í lok árs 2019. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og matsbreytingar (EBITDA) nam tæplega 7,1 milljarði króna og dróst saman um rúmlega hálfan milljarð frá 2019.
Verslun Markaðir Tengdar fréttir Ásta verður framkvæmdastjóri Krónunnar Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar og hefur hún störf 1. október 2020. 14. júlí 2020 16:07 Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun vegna endurgreiðslu hlutabótaleiðarinnar Eignarhaldsfélagið Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun með það að markmiði að endurgreiða þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. 12. maí 2020 18:55 Hlutabæturnar kornið sem fyllti mælinn hjá Grétu Ósætti með framferði stjórnenda Festar varð til þess að Gréta María Grétarsdóttir sagði óvænt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Krónunnar. 21. maí 2020 09:45 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Sjá meira
Ásta verður framkvæmdastjóri Krónunnar Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar og hefur hún störf 1. október 2020. 14. júlí 2020 16:07
Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun vegna endurgreiðslu hlutabótaleiðarinnar Eignarhaldsfélagið Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun með það að markmiði að endurgreiða þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. 12. maí 2020 18:55
Hlutabæturnar kornið sem fyllti mælinn hjá Grétu Ósætti með framferði stjórnenda Festar varð til þess að Gréta María Grétarsdóttir sagði óvænt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Krónunnar. 21. maí 2020 09:45