Um­fjöllun og við­töl: Valur - Haukar 79-64 | Fjórði sigur Vals í röð

Andri Már Eggertsson skrifar
Hart barist í kvöld.
Hart barist í kvöld. vísir/vilhelm

Valur vann fjórða leikinn í kvöld er liðið fékk Hauka í heimsókn í Domino's deild kvenna í kvöld.

Leikurinn hófst á því að Valur átti frumkvæðið, Valur var með yfirhöndina framan af og komst fljótlega með sex stiga forskot.

Elísabet Ýr Ægisdóttir vakti sitt lið með flautukörfu sem lokaði fyrsta leikhluta, Elísabet byrjaði síðan annan leikhluta einsog hún endaði þann fyrsta með þriggja stiga körfu.

Yfirburðir Hauka voru miklir í öðrum leikhluta. Vörn Hauka var frábær sem Valur réði ekkert við sem endaði með að þær skoruðu ekki stig í 4:30 mínútu sem Haukar nýttu sér sóknarlega og komu sér í algjört bílstjóra sæti. Þegar liðin gengu til búningsherbergja voru Haukar 9 stigum yfir.

Valur byrjaði seinni hálfleikinn hreint út sagt fullkomlega. Fyrstu 5 mínútur leiksins voru frábærar hjá Val þær lokuðu á allar aðgerðir Hauka í sókn sem þær nýttu sér með því að keyra upp hraðan og hitta þær úr nánast öllum sem endaði með 17 - 0 kafla í boði Vals.

Valur fór með tíu stiga forskot inn í fjórða leikhluta, þær héldu áfram að spila sinn frábæra varnarleik sem var að gera Haukum mjög erfitt fyrir og endaði leikurinn með sigri Vals 79 - 64.

Valur er á mikilli siglingu í deildinni.vísir/vilhelm

Af hverju vann Valur?

Seinni hálfleikur Vals var sá besti sem liðið hefur spilað á tímabilinu. Þær þéttu vörnina sem Haukar gerðu vel í að leysa í fyrri hálfleik en réðu engan vegin við í þeim seinni sérstaklega í upphafi seinni hálfleiks.

Valur gerir 17 stig á meðan Haukar gera ekki eitt stig á rúmlega 5 mínútna kafla sem gerði alveg út um leikinn því Valur hélt áfram að auka forskotið sitt þegar líða tók á leikinn og voru úrslit leiksins ráðin þegar þriðji leikhluti leið undir lok.

Hverjar stóðu upp úr?

Helena Sverrisdóttir átti góðan leik í kvöld, Helena lét til sína taka í vörn Vals ásamt því að skila 12 stigum taka 12 fráköst og vera með 20 framlags punkta.

Besti leikmaðurinn á vellinum í kvöld var Kiana Johnson. Hún átti frábæran leik, í sókn Vals var hún allt í öllu og munaði ekki miklu að hún næði þrefaldri tvennu. Kiana gerði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.

Hvað gekk illa?

Það virtist alltof mikil orka hafa farið í annan leikhluta hjá Haukum sem þær spiluðu svo vel í vegna þess að þær mættu í þriðja leikhluta alveg skelfilegar, þær náðu engan vegin að lesa vörn Vals sem endaði með mikið af töpuðum boltum og voru þær að taka mjög erfið skot sem var oftar en ekki vegna einstaklings framtaka í sókn liðsins.

Þær náðu aldrei að rífa sig upp eftir þessa slöku byrjun í seinni hálfleik og voru úrslit leiksins eftir því.

Hvað gerist næst?

Næsta verkefni Hauka er annar stórleikurinn í röð þar sem þær mæta Keflavík í Blue höllinni eftir viku klukkan 20:15

Valur á leik strax laugardaginn næsta þar sem KR mætir í Origo höllina klukkan 19:00.

Þóra Kristín Jónsdóttir reynir skot í kvöld.vísir/vilhelm

Ólafur Jónas Sigurðsson: Þriðji leikhlutinn var sá besti á tímabilinu hjá okkur

„Ég er mjög ánægður þjálfari í dag, þetta var besti þriðji leikhluti sem við höfum átt á tímabilinu þar sem vörnin small algjörlega, sem betur fer," sagði Ólafur þjálfari Vals mjög kátur eftir leik.

„Vörnin hjá okkur var ekki góð í öðrum leikhluta, við festumst alveg við eina fléttu og gáfumst þá bara upp sem gaf þeim galopin skot trekk í trekk sem þær gerðu vel í að nýta sér."

Það var allt annað að sjá Vals liðið spila í seinni hálfleik og var ljóst að það var rætt í hálfleik að skerpa á hlutunum þar sem þær voru undir 9 stigum undir í hálfleik.

„Við töluðum um það í hálfleik að þessi vörn sem við vorum að sýna væri til skammar á okkar heimavelli, við fengum á okkur alltof mörg stig og fórum við að breyta hvernig við mættum upp völlinn og settum við tóninn með að láta þær ekki taka ákvarðanir heldur ætluðum við að sjá um þær," sagði Ólafur um frábæran seinni hálfleik.

Hildur Björg Kjartansdóttir einn besti leikmaður Vals var ekki með liðinu í kvöld vegna olnbogaskota sem hún fékk í seinasta leik og er óvíst með hennar framtíð.

„Ég veit ekki hvenær ég má búast við henni tilbaka, það var ótrúlegt hvað leikmaðurinn komst upp með mörg olnbogaskot í þessum blessaða leik og er ég ennþá brjálaður yfir því að það var ekki tekið fastar á þessu strax í byrjun, ég vona að Hildur verði tilbúinn sem fyrst en tíminn mun leiða það í ljós."

Það var hart barist í leik kvöldsins.vísir/vilhelm

Bjarni Magnússon: Við fórum að hengja haus þegar skotin hættu að fara ofan í

„Við spiluðum vel í fyrri hálfleik en brotnuðum í seinni hálfleik þegar þær fóru að taka fastar á okkur, við byrjuðum á því að láta boltann fljóta vel milli leikmanna og hittum vel úr skotunum sem við fengum," sagði Bjarni þjálfari Hauka svekktur eftir leikinn.

Það var algjört hrun hjá Haukum í byrjun þriðja leikhluta sem þær náðu aldrei að koma tilbaka úr sem á endanum tapaði leiknum.

„Það er svo margt sem klikkar hjá okkur, við fórum alveg úr öllu sem við gerðum vel í fyrri hálfleik útaf pressu sem Valur setti okkur í, þær ýttu okkur í svæði sem þær vildu hafa okkur í sem endaði með að við fórum að hengja haus við klikkuðum skotum."

„Það vantaði framlag frá fleirum í liðinu á báðum endum vallarins, það er erfitt að ná takti í skotunum þegar við dettum úr flæðinu sem við vildum vera í. Þetta var einfaldlega lélegur leikur hjá okkur í kvöld."

Bjarni sagði að liðið þyrfti að bæta margt í sínum leik ætli það sér að geta keppt við gott lið líkt og Valur er.

„Við erum að lenda í því fjórða leikinn í röð að við erum að spila vel þangað til lið setja okkur undir pressu sem við getum einfaldlega ekki höndlað og verða bæði leikmenn og þjálfara að finna svör við því," sagði Bjarni að lokum.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.