Skoðun

Vertu úti - við­skipta­vinur!

Jón Jósafat Björnsson skrifar

Fyrir nokkrum dögum var ég staddur í bakaríi ásamt 11 öðrum þegar viðskiptavinur númer 13 gerði sig líklegan til að koma inn. Um leið og hann opnar hurðina hrópar starfsmaður bakarísins „út út.......þú verður að fara út......það eru of margir hér inni“. Viðskiptavinurinn sem var karlmaður á efri árum brá svo mikið að minnstu munanði að hann félli við þegar hann hrökklaðist út.

Á þessum tímapunkti var mér fullkomlega ljóst að starfsfólki bakarísins var mjög umhugað um sóttvarnir. Óljósara var hvort upplifun viðskiptavinarins skipti jafn miklu máli. Undanfarna mánuði hefur fólk í framlínu fengið það hlutverk að fylgja eftir reglum stjórnvalda sem hafa verið misskýrar og tekið tíðum breytingum. Flugfreyjur og flugþjónar hafa ólíkt öðrum starfsstéttum lengi gætt öryggis farþega en um leið að tryggt ánægju þeirra og upplifun. Þegar ég beið eftir að röðin kæmi að mér, velti ég fyrir mér hvernig stjórnendur viðkomandi fyrirtækisins hafi þjálfað starfsfólkið sitt í þessu nýja hlutverki. Hafði það yfirleitt fengið einhverja þjálfun?

Nú þegar við förum að sjá fyrir endann á Covid aukast væntingar okkar að ferðamönnum fjölgi með haustinu. Víða heyrist að við ættum að horfa meira á gæði ferðamanna en magn þ.e.a.s. að laða til okkar ferðmenn sem skilja meiri peninga eftir. Í þeirri umræðu ættum við að hafa hugfast að ferðamenn sem eyða miklu gera líka miklar kröfur um gæði og góða þjónustu. Ef við viljum að Ísland verði ,,hágæða vara“ í augum ferðamanna þarf hver og einn að standa klár á sínu hlutverki. Til að sinna starfi sínu vel þarf hæfni að vera til staðar og hún fæst með þekkingu og þjálfun.

Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.