Er málaskráin þín á facebook? Sara Pálsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 09:00 Undirrituð hefur í starfi sínu sem lögmaður orðið vör við að í umgengnismálum hjá sýslumannsembættum landsins virðist vera orðin lenska að afla málaskrár þeirra sem á náðar embættisins þurfa að leita vegna umgengni við börn sín, frá Ríkislögreglustjóra, með eða án „samþykkis” aðila. Hvað er málaskrá? Málaskrá einstaklinga er sú skrá þar sem öll afskipti lögreglu af viðkomandi, eru skráð. Hvort sem viðkomandi er þá grunaður einsaklingur, kærður, brotaþoli, vitni eða jafnvel hittist einhvers staðar fyrir af tilviljun, hver einasta hraðasekt, allt er þetta skráð í málaskrá viðkomandi og geymt hjá Ríkislögreglustjóra. Skráningar á málaskrá fyrnast aldrei, og því geta verið um að ræða 20 eða jafnvel 30 ára gamlar skráningar. Ljóst er að þessar skrár innihalda gríðarlegt magn af viðkvæmum persónuupplýsingum um einstaklinga þessa lands. Vegna þess hve viðkvæmar umræddar upplýsingar eru, gilda strangar reglur um skráningu og meðferð slíkra upplýsinga. Aðeins fáir, útvaldir hafa aðgang að málaskránni og eingöngu af tilteknum lögákveðnum ástæðum, má fara í slíka skrá. Í gegn um árin hafa komið upp hneykslismál þar sem lögreglan virðist hafa misbeitt aðgangsheimildum sínum að slíkum upplýsingum. Öll meðferð á slíkum málaskrám og þeim upplýsingum sem þar koma fram er niðurnjörvuð í lögum og reglugerðum um meðferð persónuupplýsinga. Bann við miðlun og dreifingu upplýsinganna er að finna í lögum þessum, nema í algjörum undantekningartilvikum. Líkt sem fyrr greindi hefur undirrituð orðið þess vör að verið sé að dreifa þessum málaskrám, í heild sinni, til sýslumannsembætta sem hafa til meðferðar beiðnir einstaklinga um umgengni við börn sín. Er fulltrúi sýslumanns þá að óska eftir slíkri málaskrá frá Ríkislögreglustjóra, sem svo afhendir hana í heild sinni, athugasemdalaust. Tel ég enga lagaheimild til slíks vera fyrir hendi og þvert á móti að um alvarleg og víðtæk lögbrot og mannréttindabrot sé að ræða. Í sumum tilvikum eru foreldrar, sem eru lagalega skyldir til að fara með mál vegna umgengni barns, til sýslumannsembætta, látnir skrifa undir óljóst “samþykkisbréf” um heimild emnættisins til öflunar persónuupplýsinga, þ.m.t. málaskrár. Ég tel ekki að með þessu bréfi fylgi viðhlítandi leiðbeining frá stjórnvaldinu um hvað sé í rauninni verið að samþykkja og leyfi mér að fullyrða að í langfæstum tilfellum sé fóllk að átta sig á hvað slíkt samþykki felur í sér. Þó hef ég séð dæmi um að slíks samþykkis sé ekki aflað yfirhöfuð en málaskrár þó aflað samt sem áður. Ljóst er þó að slíkt samþykki felur ekki í sér dreifingu slíkra skráa en ég tel að ólögmæt dreifing á málaskrám sé að eiga sér stað hjá sýslumannsembættum sem brýtur í bága við friðhelgi einkalífs einstaklinga. Fyrir utan þessi, að mínu mati augljósu lög- og persónuverndarbrot, er þar að auki verið að dreifa þessum málaskrám, bæði innan embættis sýslumannsins (t.d. til “sérfræðings”, sem ræðir við barn og gerir skýrslu), sem eru almennir starfsmenn og utan þess. Eins og að það sé ekki nógu slæmt, heldur er ljóst að þegar aðilar umgengnismáls, þ.e. foreldrar, sem iðulega standa í erfiðri og oft hatrammri deilu sín á milli, og eru þess vegna komnir með mál til úrskurðar hjá sýslumanni, fá svo óheftan aðgang að öllum gögnum málsins, þ.m.t. málaskrá hins foreldrisins. Þannig er þinn eða þín fyrrverandi allt í einu komin með málaskrá þína í hendur og gæti allt eins póstað henni á facebook, ef því er að skipta. Engin bönd eru á dreifingu slíkrar málaskrá þegar hún er komin til einstaklings út í bæ, sem þar að auki er mögulega bitur og reiður út í þann einstakling sem málaskráin varðar. Svo er verið að leggja þessi skjöl fram í dómsmálum o.fl. og nota gegn fólki. Undirrituð hefur þegar sent ábendingu vegna þessa á embætti Persónuverndar með kröfu um að embættið hlutist til um að rannsaka þessa alvarlegu persónuverndar brotalöm, stöðvi þessa hömlulausu málaskráardreifingu stjórnvalda, og tryggi rétta og löglega meðferð þessara gríðarlega viðkvæmu persónuupplýsinga, bæði hjá Ríkislögreglustjóra og hjá sýslumannsembættum landsins. Þessu til viðbótar vara ég alla foreldra við, sem standa í umgengnismálum hjá sýslumannsembættum landsins og hvet alla til að neita að skrifa undir samþykki um öflunar málaskrár og senda kvörtun í framhaldi til Persónuverndar, verði þeir krafnir um slíkt. Eiga þessar skrár nákvæmlega ekkert erindi inn í umgengnismál, þá brýtur þetta í bága við lög og er þar að auki ljóst að sýslumaður hefur gerst sekur um ólögmæta dreifingu þessara upplýsinga. Ég tel að þeir sem lent hafi í þessum óförum, kynnu að eiga rétt til miskabóta. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Stjórnsýsla Sara Pálsdóttir Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Undirrituð hefur í starfi sínu sem lögmaður orðið vör við að í umgengnismálum hjá sýslumannsembættum landsins virðist vera orðin lenska að afla málaskrár þeirra sem á náðar embættisins þurfa að leita vegna umgengni við börn sín, frá Ríkislögreglustjóra, með eða án „samþykkis” aðila. Hvað er málaskrá? Málaskrá einstaklinga er sú skrá þar sem öll afskipti lögreglu af viðkomandi, eru skráð. Hvort sem viðkomandi er þá grunaður einsaklingur, kærður, brotaþoli, vitni eða jafnvel hittist einhvers staðar fyrir af tilviljun, hver einasta hraðasekt, allt er þetta skráð í málaskrá viðkomandi og geymt hjá Ríkislögreglustjóra. Skráningar á málaskrá fyrnast aldrei, og því geta verið um að ræða 20 eða jafnvel 30 ára gamlar skráningar. Ljóst er að þessar skrár innihalda gríðarlegt magn af viðkvæmum persónuupplýsingum um einstaklinga þessa lands. Vegna þess hve viðkvæmar umræddar upplýsingar eru, gilda strangar reglur um skráningu og meðferð slíkra upplýsinga. Aðeins fáir, útvaldir hafa aðgang að málaskránni og eingöngu af tilteknum lögákveðnum ástæðum, má fara í slíka skrá. Í gegn um árin hafa komið upp hneykslismál þar sem lögreglan virðist hafa misbeitt aðgangsheimildum sínum að slíkum upplýsingum. Öll meðferð á slíkum málaskrám og þeim upplýsingum sem þar koma fram er niðurnjörvuð í lögum og reglugerðum um meðferð persónuupplýsinga. Bann við miðlun og dreifingu upplýsinganna er að finna í lögum þessum, nema í algjörum undantekningartilvikum. Líkt sem fyrr greindi hefur undirrituð orðið þess vör að verið sé að dreifa þessum málaskrám, í heild sinni, til sýslumannsembætta sem hafa til meðferðar beiðnir einstaklinga um umgengni við börn sín. Er fulltrúi sýslumanns þá að óska eftir slíkri málaskrá frá Ríkislögreglustjóra, sem svo afhendir hana í heild sinni, athugasemdalaust. Tel ég enga lagaheimild til slíks vera fyrir hendi og þvert á móti að um alvarleg og víðtæk lögbrot og mannréttindabrot sé að ræða. Í sumum tilvikum eru foreldrar, sem eru lagalega skyldir til að fara með mál vegna umgengni barns, til sýslumannsembætta, látnir skrifa undir óljóst “samþykkisbréf” um heimild emnættisins til öflunar persónuupplýsinga, þ.m.t. málaskrár. Ég tel ekki að með þessu bréfi fylgi viðhlítandi leiðbeining frá stjórnvaldinu um hvað sé í rauninni verið að samþykkja og leyfi mér að fullyrða að í langfæstum tilfellum sé fóllk að átta sig á hvað slíkt samþykki felur í sér. Þó hef ég séð dæmi um að slíks samþykkis sé ekki aflað yfirhöfuð en málaskrár þó aflað samt sem áður. Ljóst er þó að slíkt samþykki felur ekki í sér dreifingu slíkra skráa en ég tel að ólögmæt dreifing á málaskrám sé að eiga sér stað hjá sýslumannsembættum sem brýtur í bága við friðhelgi einkalífs einstaklinga. Fyrir utan þessi, að mínu mati augljósu lög- og persónuverndarbrot, er þar að auki verið að dreifa þessum málaskrám, bæði innan embættis sýslumannsins (t.d. til “sérfræðings”, sem ræðir við barn og gerir skýrslu), sem eru almennir starfsmenn og utan þess. Eins og að það sé ekki nógu slæmt, heldur er ljóst að þegar aðilar umgengnismáls, þ.e. foreldrar, sem iðulega standa í erfiðri og oft hatrammri deilu sín á milli, og eru þess vegna komnir með mál til úrskurðar hjá sýslumanni, fá svo óheftan aðgang að öllum gögnum málsins, þ.m.t. málaskrá hins foreldrisins. Þannig er þinn eða þín fyrrverandi allt í einu komin með málaskrá þína í hendur og gæti allt eins póstað henni á facebook, ef því er að skipta. Engin bönd eru á dreifingu slíkrar málaskrá þegar hún er komin til einstaklings út í bæ, sem þar að auki er mögulega bitur og reiður út í þann einstakling sem málaskráin varðar. Svo er verið að leggja þessi skjöl fram í dómsmálum o.fl. og nota gegn fólki. Undirrituð hefur þegar sent ábendingu vegna þessa á embætti Persónuverndar með kröfu um að embættið hlutist til um að rannsaka þessa alvarlegu persónuverndar brotalöm, stöðvi þessa hömlulausu málaskráardreifingu stjórnvalda, og tryggi rétta og löglega meðferð þessara gríðarlega viðkvæmu persónuupplýsinga, bæði hjá Ríkislögreglustjóra og hjá sýslumannsembættum landsins. Þessu til viðbótar vara ég alla foreldra við, sem standa í umgengnismálum hjá sýslumannsembættum landsins og hvet alla til að neita að skrifa undir samþykki um öflunar málaskrár og senda kvörtun í framhaldi til Persónuverndar, verði þeir krafnir um slíkt. Eiga þessar skrár nákvæmlega ekkert erindi inn í umgengnismál, þá brýtur þetta í bága við lög og er þar að auki ljóst að sýslumaður hefur gerst sekur um ólögmæta dreifingu þessara upplýsinga. Ég tel að þeir sem lent hafi í þessum óförum, kynnu að eiga rétt til miskabóta. Höfundur er lögmaður.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun