Viðskipti innlent

Ráðin sér­fræðingar hjá Expectus

Atli Ísleifsson skrifar
Stein Arnar Kjartansson, Þórdís Björk Arnarsdóttir og Jón Brynjar Björnsson.
Stein Arnar Kjartansson, Þórdís Björk Arnarsdóttir og Jón Brynjar Björnsson. Expectus

Ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækið Expectus hefur ráðið til sín þrjá sérfræðinga, þau Jón Brynjar Björnsson, Stein Arnar Kjartansson og Þórdísi Björk Arnardóttur.

Í tilkynningu kemur fram að Jón Brynjar sé með B.Sc. i rekstrarverkfræði frá Háskóla Reykjavíkur og MBA frá EDHEC Business School í Nice.

„Jón starfaði síðast hjá Landsbankanum sem sérfræðingur í viðskiptagreind þar sem helstu verkefni voru uppbyggingu á vöruhúsi gagna ásamt myndrænni skýrslugerð. Þar áður starfaði hann hjá Íslandsbanki sem sérfræðingur í eignafjármögnun. Hjá Expectus mun Jón Brynjar leggja megin áherslu á gerð áætlanalíkana og innleiðingu viðskiptagreindar með Kepion, TimeXtender, PowerBI og fleiri lausnum.

Steinn Arnar er með B.Sc. gráðu í Iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í Iðnaðarverkfræði og stjórnun frá Dansk Tekniske Universitet með áherslu á fjármálagreiningu, bestun og gagnavísindi. Steinn starfaði síðast við viðskiptagreind hjá Dansk Industri og fyrir það starfaði hann meðfram námi hjá Eflu, meðal annars við greiningu og gerð gagnvirkra mælaborða í PowerBI. Hjá Expectus mun Steinn Arnar leggja megin áherslu á innleiðingu viðskiptagreindar í Azure og tekjueftirlit hjá viðskiptavinum með TimeXtender, exMon, Tableau og fleiri lausnum.

Þórdís Björk er með B.Sc. gráðu í Rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði áður hjá Icelandair en er nýlega flutt heim til Íslands eftir að hafa starfað sem GIS sérfræðingur hjá DRMP í Bandaríkjunum. Þórdís mun hjá Expectus leggja áherslu á innleiðingu viðskiptagreindar í Azure og tekjueftirlits með TimeXtender, PowerBI og exMon hjá fyrirtækjum og stofnunum,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,01
15
420.885
REGINN
0,78
4
25.030
REITIR
0,28
7
136.997
EIK
0,1
4
12.109
KVIKA
0
16
263.607

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-1,85
4
34.769
MAREL
-1,25
22
326.280
ARION
-1,17
15
145.600
EIM
-0,99
4
24.545
SJOVA
-0,77
7
69.704
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.