Viðskipti innlent

Ásthildur Margrét hættir í stjórn Marel

Jakob Bjarnar skrifar
Ásthildur Otharsdóttir stjórnarformaður Marel ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn fyrirtækisins.
Ásthildur Otharsdóttir stjórnarformaður Marel ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn fyrirtækisins.

Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn fyrirtækisins.

Viðskiptablaðið greinir frá þessu en þar segir jafnframt að stjórn Marels leggi til að að Svafa Grönfeldt taki sæti í stjórni sem að öðru leyti haldist óbreytt. Aðrir stjórnarmenn eru: Ann Elisabeth Savage, Arnar Þór Másson, Ástvaldur Jóhannsson, Lillie Li Valeur, Ólafur Steinn Guðmundsson og Ton van der Laan.

Ásthildur Margrét hefur verið í stjórn Marel allt frá 2010 og stjórnarformaður síðustu átta árin. Ekki kemur fram hvers vegna hún kýs ekki að gefa kost á sér áfram en aðalfundur verður haldinn 17. mars og liggur fyrir tillaga um að 41 milljón evra, rúmlega sex milljarðar króna, verði greiddir út í arð, sem er 40 prósent hagnaðar síðasta árs.

Ásthildur var í viðtali við Atvinnulíf Vísis í samantekt um stöðu fyrirtækja nú um mundir og spurt var hvort fyrirtækjarekstur almennt í dag glími við fleiri áskoranir en áður eða hvort álag á fyrirtækjarekstur sambærilegt nú og áður fyrr? Ásthildur Margrét svaraði þeirri spurningum með því að segja að klisjan „við höfum alltaf gert þetta svona“ sé ekki lengur í boði.

„Samfélagslegar kröfur til fyrirtækja eru að breytast og hlutverk þeirra er orðið óskýrara. Áður snérist það um að gæta hagsmuna eigenda. Nú eru hagsmunir fleiri aðila komnir inn í jöfnuna. Starfsfólk staldrar almennt styttra við og við gerum kröfur um meira en mánaðarlegan launatékka. Við viljum stærri tilgang með störfum okkar,“ sagði Ásthildur þá.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
3,11
4
22.320
SYN
0,59
15
83.500
SIMINN
0,2
12
200.313
ICESEA
0,14
15
290.991
KVIKA
0
13
210.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-3,04
17
155.653
ICEAIR
-2,39
173
201.147
EIM
-2,22
9
67.165
EIK
-1,92
9
125.351
ARION
-1,8
22
556.444
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.