Setjum félagsmenn VR í 1. sæti Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 18. febrúar 2021 09:01 Stytting vinnuvikunnar er spurning um kjarabætur sem fela í sér aukin lífsgæði launþegum til handa. Sveigjanlegra vinnufyrirkomulag, vinna að heiman og aukin réttindi til að sinna þörfum nánustu fjölskyldu falla einnig undir þessa mikilvægu baráttu um bætt kjör með auknum lífsgæðum. Opinberir starfsmenn virðast, eina ferðina enn, vera skrefinu á undan almenna vinnumarkaðnum með umtalsverðri styttingu á vinnuvikunni hjá félagsmönnum BSRB. Vel gert og mikilvægur árangur sem ugglaust mun ryðja brautina fyrir annað launafólk í komandi kjarasamningagerð. Samstaða verslunarmanna rofin Það var því uppörvandi að heyra á Bylgjunni (Í bítið, dags. 16.02. sl.) að VR ætli sér loksins í þennan slag að ná fram samningsbundnum réttindum með auknum lífsgæðum. Í síðustu kjarasamningum reyndist áhugi núverandi formanns heldur lítill á þessu viðfangsefni eða kjarasamningagerðinni yfirleitt. Samningsmarkmið hans snerust fyrst og fremst um afnám 40 ára verðtryggðra lána og breytingar á lífeyrissjóðakerfinu, sem hann telur sem kunnugt er glíma við ósanngjarna ávöxtunarkröfu. Heimildir lífeyrissjóða fyrir „fagfjárfestingar“ í óhagnaðardrifinni starfsemi var því sett ofar kröfunni um bætt kjör allra VR félaga. Þessi framganga formanns VR í síðustu kjarasamningagerð hefur sætt harðri gagnrýni innan verkalýðshreyfingarinnar. Einnig hefur legið fyrir að Landssamband verslunarmanna (LÍV) fylgdi VR ekki í þessum málum. Þvert á móti, ákvað forysta landssambandsins, eftir talsverða rekistefnu við formann VR um taktík og áherslur, að halda sínu striki og reyna að semja á þeim nótum sem upphaflega stóð til. Orustan um lífeyrissjóðina Þessi þrákelkni landssambandsins reyndist VR ákveðið gæfuspor þegar WOW Air féll og forsendur kjarasamningagerðar gerbreyttust í einu vetfangi. VR gat þá gert kröfugerð LÍV að sinni og loksins tekið sæti við hlið landssambandsins við samningaborðið. Mikill tími hafði þó farið til spillis í innbyrðis misklíð og var það talin helsta ástæða þess að verslunarmenn náðu ekki að öllu leyti þeim samningum sem vonir stóðu upphaflega til. Fyrir mitt leyti hefði tíma formannsins verið mun betur varið með því að taka strax sæti við samningaborðið í upphafi og semja með LÍV um bætt kjör fyrir allra félagsmenn VR, þar á meðal aukin lífsgæði með styttri vinnuviku, sveigjanlegra starfsfyrirkomulagi og auknum rétti launafólks til að sinna þörfum nánustu fjölskyldu. Í Ragnari Þóri Ingólfssyni býr augljós stjórnmálaforingi sem vill brjótast út. Stéttarfélagið VR er þó ekki rétti staðurinn til þess. Um það bera síðustu kjaraviðræður glöggt vitni. Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Stytting vinnuvikunnar Helga Guðrún Jónasdóttir Formannskjör í VR Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar er spurning um kjarabætur sem fela í sér aukin lífsgæði launþegum til handa. Sveigjanlegra vinnufyrirkomulag, vinna að heiman og aukin réttindi til að sinna þörfum nánustu fjölskyldu falla einnig undir þessa mikilvægu baráttu um bætt kjör með auknum lífsgæðum. Opinberir starfsmenn virðast, eina ferðina enn, vera skrefinu á undan almenna vinnumarkaðnum með umtalsverðri styttingu á vinnuvikunni hjá félagsmönnum BSRB. Vel gert og mikilvægur árangur sem ugglaust mun ryðja brautina fyrir annað launafólk í komandi kjarasamningagerð. Samstaða verslunarmanna rofin Það var því uppörvandi að heyra á Bylgjunni (Í bítið, dags. 16.02. sl.) að VR ætli sér loksins í þennan slag að ná fram samningsbundnum réttindum með auknum lífsgæðum. Í síðustu kjarasamningum reyndist áhugi núverandi formanns heldur lítill á þessu viðfangsefni eða kjarasamningagerðinni yfirleitt. Samningsmarkmið hans snerust fyrst og fremst um afnám 40 ára verðtryggðra lána og breytingar á lífeyrissjóðakerfinu, sem hann telur sem kunnugt er glíma við ósanngjarna ávöxtunarkröfu. Heimildir lífeyrissjóða fyrir „fagfjárfestingar“ í óhagnaðardrifinni starfsemi var því sett ofar kröfunni um bætt kjör allra VR félaga. Þessi framganga formanns VR í síðustu kjarasamningagerð hefur sætt harðri gagnrýni innan verkalýðshreyfingarinnar. Einnig hefur legið fyrir að Landssamband verslunarmanna (LÍV) fylgdi VR ekki í þessum málum. Þvert á móti, ákvað forysta landssambandsins, eftir talsverða rekistefnu við formann VR um taktík og áherslur, að halda sínu striki og reyna að semja á þeim nótum sem upphaflega stóð til. Orustan um lífeyrissjóðina Þessi þrákelkni landssambandsins reyndist VR ákveðið gæfuspor þegar WOW Air féll og forsendur kjarasamningagerðar gerbreyttust í einu vetfangi. VR gat þá gert kröfugerð LÍV að sinni og loksins tekið sæti við hlið landssambandsins við samningaborðið. Mikill tími hafði þó farið til spillis í innbyrðis misklíð og var það talin helsta ástæða þess að verslunarmenn náðu ekki að öllu leyti þeim samningum sem vonir stóðu upphaflega til. Fyrir mitt leyti hefði tíma formannsins verið mun betur varið með því að taka strax sæti við samningaborðið í upphafi og semja með LÍV um bætt kjör fyrir allra félagsmenn VR, þar á meðal aukin lífsgæði með styttri vinnuviku, sveigjanlegra starfsfyrirkomulagi og auknum rétti launafólks til að sinna þörfum nánustu fjölskyldu. Í Ragnari Þóri Ingólfssyni býr augljós stjórnmálaforingi sem vill brjótast út. Stéttarfélagið VR er þó ekki rétti staðurinn til þess. Um það bera síðustu kjaraviðræður glöggt vitni. Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun