Viðskipti innlent

Framtíð ferðaþjónustunnar: Þorgerður Katrín fer yfir stöðu og horfur

Atli Ísleifsson skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræðir ferðaþjónustuna.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræðir ferðaþjónustuna.

Á næstu vikum munu Samtök ferðaþjónustunnar bjóða til sín leiðtogum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna til að ræða um stöðu og horfur í ferðaþjónustu. Í fyrsta þættinum, sem hefst klukkan 9:15, verður rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar.

Í þáttunum verður reynt að leiða fram þá sýn sem flokkarnir hafa gagnvart viðspyrnu og framtíð ferðaþjónustunnar og efnahagslífsins inn í næstu mánuði og næsta kjörtímabil.

Hvernig sjá þau framtíð greinarinnar fyrir sér? Hvernig ætla þau að styðja við endurreisn hennar og hvaða breytingar þarf að gera á rekstrarumhverfinu? Hvert verður hlutverk ferðaþjónustu í verðmætasköpun og gjaldeyrisöflun á næstu árum og áratugum?

Útsendingin hefst klukkan 9:15 og má sjá hana í spilaranum að neðan.

Fylgist með samtali við stjórnmálin um framtíð ferðaþjónustunnar á Vísi.is alla miðvikudagsmorgna fram að páskum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
2,88
84
1.509.460
LEQ
1,07
3
1.561
EIK
1,02
9
162.021
ORIGO
0,87
6
8.077
MAREL
0,79
42
399.998

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-2,53
5
5.773
BRIM
-2,18
11
121.698
REITIR
-1,2
9
30.241
EIM
-1,01
11
119.722
SKEL
-0,94
2
5.998
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.