„Það var svakaleg orka í okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2021 22:33 Jakob Örn Sigurðarson skoraði 14 stig í kvöld í sigrinum á Stjörnunni. vísir/bára „Þetta var rosagóður sigur á heimavelli, loksins. Mér finnst þetta vera á uppleið og ég var ánægður með okkur í dag,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson eftir sigur KR á Stjörnunni í Dominos-deildinni í körfubolta í kvöld. KR vann fyrsta leikhluta 31-13 og leikinn samtals með níu stiga mun, 100-91. „Við byrjuðum rosalega sterkt, hittum vel og það var svakaleg orka í okkur. Við náðum öllum lausum boltum og slíkt. Það var mjög gott. Svo náttúrulega koma þeir inn í leikinn. Við vorum að spila við rosalega gott lið – reynda menn – og þeir fundu svolítið lausnir við því sem við vorum að gera þegar þeir voru að „pósta upp“. Að sama skapi var mjög gott hjá okkur að missa ekki hausinn heldur halda dampi og ná að klára þetta í lokin,“ sagði Jakob. Stjarnan minnkaði muninn um 13 stig í þriðja leikhluta, niður í aðeins þrjú stig. „Við vissum alveg að þeir myndu koma með eitthvað „run“. Það gerðist frekar fljótt fannst mér, alveg í byrjun seinni hálfleiks þegar þeir komust strax inn í leikinn. Fjórði leikhluti var bara jafn og gat farið hvoru megin sem var. Ég er rosalega ánægður með að við skyldum finna lausn í lokin og setja niður stóru skotin,“ sagði Jakob sem setti niður fjögur af sjö þriggja stiga skotum sínum og skoraði alls 14 stig í leiknum. KR-ingar, sem verða að teljast með lágvaxið lið, tóku fleiri fráköst en Stjörnumenn í fyrri hálfleiknum en enduðu þó með 36 fráköst gegn 46 fráköstum Stjörnunnar. Frammistaðan í fyrri hálfleiknum var þó það sem gerði útslagið í kvöld: „Við erum litlir, erum að berjast en auðvitað gefum við upp sóknarfráköst. Það er bara gefið þegar maður er með minna lið, og svolítið mikið minna lið. En við erum með aðra kosti á móti. Það er erfiðara að dekka okkur, við erum hreyfanlegir, svo við reynum að vinna þetta upp á annan hátt,“ sagði Jakob en KR skoraði úr 18 af 39 þriggja stiga skotum sínum í kvöld. Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Stjarnan | Magnaður fyrsti leikhluti í kærkomnum sigri KR Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar urðu að sætta sig við tap, 100-91, þegar þeir sóttu KR heim í stórleik 10. umferðar Domino's deildar karla. KR vann þar með sinn annan heimasigur á tímabilinu. 11. febrúar 2021 22:45 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira
KR vann fyrsta leikhluta 31-13 og leikinn samtals með níu stiga mun, 100-91. „Við byrjuðum rosalega sterkt, hittum vel og það var svakaleg orka í okkur. Við náðum öllum lausum boltum og slíkt. Það var mjög gott. Svo náttúrulega koma þeir inn í leikinn. Við vorum að spila við rosalega gott lið – reynda menn – og þeir fundu svolítið lausnir við því sem við vorum að gera þegar þeir voru að „pósta upp“. Að sama skapi var mjög gott hjá okkur að missa ekki hausinn heldur halda dampi og ná að klára þetta í lokin,“ sagði Jakob. Stjarnan minnkaði muninn um 13 stig í þriðja leikhluta, niður í aðeins þrjú stig. „Við vissum alveg að þeir myndu koma með eitthvað „run“. Það gerðist frekar fljótt fannst mér, alveg í byrjun seinni hálfleiks þegar þeir komust strax inn í leikinn. Fjórði leikhluti var bara jafn og gat farið hvoru megin sem var. Ég er rosalega ánægður með að við skyldum finna lausn í lokin og setja niður stóru skotin,“ sagði Jakob sem setti niður fjögur af sjö þriggja stiga skotum sínum og skoraði alls 14 stig í leiknum. KR-ingar, sem verða að teljast með lágvaxið lið, tóku fleiri fráköst en Stjörnumenn í fyrri hálfleiknum en enduðu þó með 36 fráköst gegn 46 fráköstum Stjörnunnar. Frammistaðan í fyrri hálfleiknum var þó það sem gerði útslagið í kvöld: „Við erum litlir, erum að berjast en auðvitað gefum við upp sóknarfráköst. Það er bara gefið þegar maður er með minna lið, og svolítið mikið minna lið. En við erum með aðra kosti á móti. Það er erfiðara að dekka okkur, við erum hreyfanlegir, svo við reynum að vinna þetta upp á annan hátt,“ sagði Jakob en KR skoraði úr 18 af 39 þriggja stiga skotum sínum í kvöld.
Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Stjarnan | Magnaður fyrsti leikhluti í kærkomnum sigri KR Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar urðu að sætta sig við tap, 100-91, þegar þeir sóttu KR heim í stórleik 10. umferðar Domino's deildar karla. KR vann þar með sinn annan heimasigur á tímabilinu. 11. febrúar 2021 22:45 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira
Leik lokið: KR - Stjarnan | Magnaður fyrsti leikhluti í kærkomnum sigri KR Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar urðu að sætta sig við tap, 100-91, þegar þeir sóttu KR heim í stórleik 10. umferðar Domino's deildar karla. KR vann þar með sinn annan heimasigur á tímabilinu. 11. febrúar 2021 22:45