Stóra myndin: COVID og heimsbyggðin Heimsljós 11. febrúar 2021 13:55 UN Guðrún Sóley Gestsdóttir og Logi Pedro Stefánsson skoða áhrif COVID-19 víða um heim í kvöld á RÚV. Fræðsluþátturinn „Stóra myndin: COVID og heimsbyggðin“ verður sýndur á RÚV í kvöld þar sem Guðrún Sóley Gestsdóttir og Logi Pedro Stefánsson skoða áhrif COVID-19 víða um heim. Þau njóta aðstoðar sérfræðinga í þróunarsamvinnu sem þekkja stöðuna á viðkæmum svæðum af eigin raun. Þátturinn er hluti af sameiginlegu fræðsluátaki íslenskra félagasamtaka í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu sem nefnist „Þróunarsamvinna ber ávöxt.“ „Beinna og óbeinna áhrifa kórónuveirunnar mun halda áfram að gæta á heimsvísu næstu árin, ekki síst í þróunarríkjum. Félagslegar og efnahagslegar afleiðingar eru miklar, fjöldi starfa hefur tapast og viðkvæmustu hóparnir verða verst úti. Víða hafa börn ekki getað sótt skóla nema að takmörkuðu leyti í heilt ár og mörg þeirra verða því af einu heitu máltíð dagsins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í grein í Fréttablaðinu í dag í tilefni af átakinu. „Aðgangur að vatni, næring, menntun og ofbeldi. Allt eru þetta hlekkir í keðjuverkun COVID-19 um allan heim,“ segir Áslaug Ármannsdóttir verkefnastjóri átaksins. „Talið er að allt að 500 milljónir manna eigi á hættu að lenda í sárafátækt vegna faraldursins en í fræðslumyndinni er sjónum beint að félagslegum og efnahagslegum afleiðingum COVID-19 á efnaminni ríki.“ Öll helstu íslensku félagasamtök í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu standa að fræðsluátakinu „Þróunarsamvinna ber ávöxt“, í samstarfi við utanríkisráðuneytið. Fræðsluþátturinn er á dagskrá RÚV klukkan 20:00 í kvöld. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent
Fræðsluþátturinn „Stóra myndin: COVID og heimsbyggðin“ verður sýndur á RÚV í kvöld þar sem Guðrún Sóley Gestsdóttir og Logi Pedro Stefánsson skoða áhrif COVID-19 víða um heim. Þau njóta aðstoðar sérfræðinga í þróunarsamvinnu sem þekkja stöðuna á viðkæmum svæðum af eigin raun. Þátturinn er hluti af sameiginlegu fræðsluátaki íslenskra félagasamtaka í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu sem nefnist „Þróunarsamvinna ber ávöxt.“ „Beinna og óbeinna áhrifa kórónuveirunnar mun halda áfram að gæta á heimsvísu næstu árin, ekki síst í þróunarríkjum. Félagslegar og efnahagslegar afleiðingar eru miklar, fjöldi starfa hefur tapast og viðkvæmustu hóparnir verða verst úti. Víða hafa börn ekki getað sótt skóla nema að takmörkuðu leyti í heilt ár og mörg þeirra verða því af einu heitu máltíð dagsins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í grein í Fréttablaðinu í dag í tilefni af átakinu. „Aðgangur að vatni, næring, menntun og ofbeldi. Allt eru þetta hlekkir í keðjuverkun COVID-19 um allan heim,“ segir Áslaug Ármannsdóttir verkefnastjóri átaksins. „Talið er að allt að 500 milljónir manna eigi á hættu að lenda í sárafátækt vegna faraldursins en í fræðslumyndinni er sjónum beint að félagslegum og efnahagslegum afleiðingum COVID-19 á efnaminni ríki.“ Öll helstu íslensku félagasamtök í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu standa að fræðsluátakinu „Þróunarsamvinna ber ávöxt“, í samstarfi við utanríkisráðuneytið. Fræðsluþátturinn er á dagskrá RÚV klukkan 20:00 í kvöld. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent