Enn af auðlindaskatti í sjávarútvegi Helgi Áss Grétarsson skrifar 11. febrúar 2021 13:00 Fræðimaður og varaformaður stjórnmálaflokks kom í viðtal í beina útsendingu í fréttatíma Stöðvar 2 miðvikudagskvöldið 10. febrúar sl. til að leggja útaf nýbirtum tölum um veiðigjöld undanfarin ár. Megininntakið í málflutningi viðmælanda fréttamannsins var að álögð veiðigjöld væri of lág hér á landi; að til bóta væri að setja tiltekið ákvæði í stjórnarskrá og ef það væri bundið í stjórnarskrá „hefði verið mögulegt að taka upp annars konar gjaldtöku sem við vitum út frá reynslu nágrannalandanna að gefi betri raun heldur en þessi gerir“. Það eru hin tilvitnuðu ummæli sem lagt verður út frá í þessu greinakorni. Hvaða nágrannalönd? Víðast hvar um heiminn eru atvinnufiskveiðar í sjó styrktar af hinu opinbera, m.a. í ESB, (sjá t.d. Facts and Figure on the Common Fisheries Policy, Basic statistical data – 2020 edition, bls. 47–48). Það sama á við um Bretland, sem er nýgengið úr ESB. Beinir ríkisstyrkir til norsks sjávarútvegs voru nánast aflagðir árið 2005 en eru eigi að síður enn til staðar (sjá t.d. Økonomiske og biologiske nøkkeltal frå dei norske fiskeria 2019, bls. 32). Auðlindaskattar á sjávarútveg tíðkast því ekki í þessum nágrannaríkjum, þvert á móti, sjávarútvegurinn nýtur opinberra styrkja í öllum þessum ríkjum. Til hvaða nágrannalanda var þá fræðimaðurinn og varaformaðurinn að vísa? Hér er lagt til grundvallar að ummælin kunni að vísa til reynslu Færeyinga og eftir atvikum Grænlendinga. Hvað síðarnefnda ríkið varðar eru aðstæður þar svo ólíkar þeim sem hér eru að allur samanburður er óraunhæfur, t.d. hefur grænlenska heimastjórnin um langt skeið selt ESB umtalsvert magn aflaheimilda innan grænlensku fiskveiðilandhelginnar, sbr. samning hennar og ESB sem ritað var undir 8. janúar síðastliðinn. Eftir stendur þá að ummælin hljóta að hverfast um samanburð íslenska veiðigjaldakerfisins við aðgerðir færeyskra stjórnvalda á undanförnum árum. Hver er reynslan af færeyskri fiskveiðistjórn? Svo sem sjá má af lestri skýrslna Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ices.dk.) hefur ástand verðmætustu botnfisktegunda (þorskur, ýsa og ufsi) á færeysku heimamiðunum lengi verið óviðunandi. Sóknardagakerfi hefur verið við lýði við stjórn þessara veiða og hefur enginn auðlindaskattur verið lagður á þá sem stunda þær. Árið 2016 hrinti færeyska heimastjórnin hins vegar þeirri stefnu í framkvæmd að setja tiltekið magn aflaheimilda á uppboð í uppsjávartegundum og í tegundum sem eru veiddar utan færeysku fiskveiðilandhelginnar. Það þarf vart að leita lengi á netinu til að sjá að þessi stefna er á engan hátt óumdeild í Færeyjum og ekki hefur verið sýnt fram á, með ótvíræðum hætti, að hún hafi skilað þeim árangri sem vænst var. Hvað stendur þá eftir? Að spila inn á öfund náungans er eitthvað sem hefur tíðkast í umræðum um stjórn fiskveiða hér á landi. Það á ekki síst við þegar stutt er í kosningar til Alþingis. Þegar af þeirri ástæðu er freistandi fyrir stjórnmálamenn í ár að hoppa á þann vagn að gera þá tortryggilega sem stunda atvinnurekstur í sjávarútvegi. Þessi freistnivandi stjórnmálamanna réttlætir þó ekki að sú óraunsæja mynd sé teiknuð upp að nágrannaríki okkar standi sig betur í að innheimta auðlindaskatt af þeim sem stunda fiskveiðar í sjó. Þvert á móti, slík fullyrðing stenst vart skoðun, jafnvel þegar hún er sett fram af manni sem í senn ber skikkju fræðimanns og stjórnmálamanns. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Fræðimaður og varaformaður stjórnmálaflokks kom í viðtal í beina útsendingu í fréttatíma Stöðvar 2 miðvikudagskvöldið 10. febrúar sl. til að leggja útaf nýbirtum tölum um veiðigjöld undanfarin ár. Megininntakið í málflutningi viðmælanda fréttamannsins var að álögð veiðigjöld væri of lág hér á landi; að til bóta væri að setja tiltekið ákvæði í stjórnarskrá og ef það væri bundið í stjórnarskrá „hefði verið mögulegt að taka upp annars konar gjaldtöku sem við vitum út frá reynslu nágrannalandanna að gefi betri raun heldur en þessi gerir“. Það eru hin tilvitnuðu ummæli sem lagt verður út frá í þessu greinakorni. Hvaða nágrannalönd? Víðast hvar um heiminn eru atvinnufiskveiðar í sjó styrktar af hinu opinbera, m.a. í ESB, (sjá t.d. Facts and Figure on the Common Fisheries Policy, Basic statistical data – 2020 edition, bls. 47–48). Það sama á við um Bretland, sem er nýgengið úr ESB. Beinir ríkisstyrkir til norsks sjávarútvegs voru nánast aflagðir árið 2005 en eru eigi að síður enn til staðar (sjá t.d. Økonomiske og biologiske nøkkeltal frå dei norske fiskeria 2019, bls. 32). Auðlindaskattar á sjávarútveg tíðkast því ekki í þessum nágrannaríkjum, þvert á móti, sjávarútvegurinn nýtur opinberra styrkja í öllum þessum ríkjum. Til hvaða nágrannalanda var þá fræðimaðurinn og varaformaðurinn að vísa? Hér er lagt til grundvallar að ummælin kunni að vísa til reynslu Færeyinga og eftir atvikum Grænlendinga. Hvað síðarnefnda ríkið varðar eru aðstæður þar svo ólíkar þeim sem hér eru að allur samanburður er óraunhæfur, t.d. hefur grænlenska heimastjórnin um langt skeið selt ESB umtalsvert magn aflaheimilda innan grænlensku fiskveiðilandhelginnar, sbr. samning hennar og ESB sem ritað var undir 8. janúar síðastliðinn. Eftir stendur þá að ummælin hljóta að hverfast um samanburð íslenska veiðigjaldakerfisins við aðgerðir færeyskra stjórnvalda á undanförnum árum. Hver er reynslan af færeyskri fiskveiðistjórn? Svo sem sjá má af lestri skýrslna Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ices.dk.) hefur ástand verðmætustu botnfisktegunda (þorskur, ýsa og ufsi) á færeysku heimamiðunum lengi verið óviðunandi. Sóknardagakerfi hefur verið við lýði við stjórn þessara veiða og hefur enginn auðlindaskattur verið lagður á þá sem stunda þær. Árið 2016 hrinti færeyska heimastjórnin hins vegar þeirri stefnu í framkvæmd að setja tiltekið magn aflaheimilda á uppboð í uppsjávartegundum og í tegundum sem eru veiddar utan færeysku fiskveiðilandhelginnar. Það þarf vart að leita lengi á netinu til að sjá að þessi stefna er á engan hátt óumdeild í Færeyjum og ekki hefur verið sýnt fram á, með ótvíræðum hætti, að hún hafi skilað þeim árangri sem vænst var. Hvað stendur þá eftir? Að spila inn á öfund náungans er eitthvað sem hefur tíðkast í umræðum um stjórn fiskveiða hér á landi. Það á ekki síst við þegar stutt er í kosningar til Alþingis. Þegar af þeirri ástæðu er freistandi fyrir stjórnmálamenn í ár að hoppa á þann vagn að gera þá tortryggilega sem stunda atvinnurekstur í sjávarútvegi. Þessi freistnivandi stjórnmálamanna réttlætir þó ekki að sú óraunsæja mynd sé teiknuð upp að nágrannaríki okkar standi sig betur í að innheimta auðlindaskatt af þeim sem stunda fiskveiðar í sjó. Þvert á móti, slík fullyrðing stenst vart skoðun, jafnvel þegar hún er sett fram af manni sem í senn ber skikkju fræðimanns og stjórnmálamanns. Höfundur er lögfræðingur.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun