Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Eiður Þór Árnason skrifar 11. febrúar 2021 09:33 Gengið var frá kaupum Berjaya á 75% hlut í Icelandair Hotels í apríl á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group en bókfært virði hlutarins er 1,7 milljónir króna sem samsvarar 13 þúsund Bandaríkjadölum. Í kjölfar kaupanna mun hótelfélagið hefja vinnu við breytingu á nafni og vörumerki hótelanna og hætta notkun Icelandair vörumerkisins þegar fram líða stundir. Stjórn Icelandair Group skrifaði í júlí 2019 undir kaupsamning við Berjaya Corporation Berhad um kaup á 75% hlut félagsins í Icelandair Hotels. Berjaya er stofnað af malasíska auðkýfingnum Vincent Tan. Gengið var frá kaupunum í apríl á síðasta ári. Vel undir þetta búin Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir söluna á eftirstandandi hlut félagsins vera í takt við núverandi stefnu þess um að einbeita sér að flugrekstri og tengdri starfsemi. „Ég hef mikla trú á því að Ísland verði áfram eftirsóttur áfangastaður þegar faraldrinum lýkur og að Icelandair Hotels haldi áfram að vera í lykilhlutverki í uppbyggingu ferðaþjónustunnar hér á landi á næstu árum. Ég vil þakka Berjaya fyrir gott samstarf og óska þeim og Icelandair Hotels alls hins besta í framtíðinni,” segir Bogi í tilkynningu. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir að stjórnendur keðjunnar séu vel undir þetta búin og tilbúin að takast á við nýja tíma. „Við búum að góðri þekkingu og reynslu af bæði endurnýjun eldri vörumerkja sem og því að innleiða ný hótelvörumerki inn í okkar rekstur, og sú reynsla mun án efa nýtast okkur vel í þeim verkefnum sem framundan eru.“ „Við höfum nýtt tímann vel undanfarið í endurskipulagningu okkar reksturs sem og til undirbúnings á þeirri vegferð sem lá fyrir að væri framundan. Við hlökkum til aukins samstarfs við nýja eigendur í Malasíu, og erum þakklát öllu því góða fólki sem við höfum unnið með að uppbyggingu ferðaþjónustu hjá Icelandair Group til fjölda ára. Við ætlum áfram að vera leiðandi í hótelrekstri á Íslandi, og það verður spennandi að kynna þær nýjungar sem endurmörkun rekstrarins mun innibera,“ segir Magnea í tilkynningu frá Icelandair Group. Icelandair Group tapaði 51 milljarði króna árið 2020. Heimsfaraldur Covid-19 og ferðatakmarkanir höfðu mikil áhrif á félagið og dróst sætaframboð saman um 81 prósent á árinu. Fréttin verður uppfærð. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Markaðir Tengdar fréttir Vilja reisa fimm stjörnu Four Seasons hótel á Miðbakkanum Yrki aktitekar hafa lagt inn fyrirspurn til skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi mögulega uppbyggingu á Miðbakkanum í Reykjavík. 4. júní 2020 12:52 Rekstur Icelandair í ár aðeins þrjátíu prósent af því sem var fyrir faraldur Icelandair gerir ráð fyrir að rekstrarumfang félagsins á þessu ári verði aðeins þrjátíu prósent af því sem var áður en heimsfaraldurinn skall á. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir verulega óvissu um hve marga starfsmenn verði hægt að endurráða í sumar. 9. febrúar 2021 20:12 Icelandair tapaði 51 milljarði króna í fyrra Icelandair Group tapaði 51 milljarði króna árið 2020. Faraldur nýju kórónuveirunnar og ferðatakmarkanir höfðu gífurleg áhrif á félagið og dróst sætaframboð saman um 81 prósent á árinu. 8. febrúar 2021 19:53 Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group en bókfært virði hlutarins er 1,7 milljónir króna sem samsvarar 13 þúsund Bandaríkjadölum. Í kjölfar kaupanna mun hótelfélagið hefja vinnu við breytingu á nafni og vörumerki hótelanna og hætta notkun Icelandair vörumerkisins þegar fram líða stundir. Stjórn Icelandair Group skrifaði í júlí 2019 undir kaupsamning við Berjaya Corporation Berhad um kaup á 75% hlut félagsins í Icelandair Hotels. Berjaya er stofnað af malasíska auðkýfingnum Vincent Tan. Gengið var frá kaupunum í apríl á síðasta ári. Vel undir þetta búin Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir söluna á eftirstandandi hlut félagsins vera í takt við núverandi stefnu þess um að einbeita sér að flugrekstri og tengdri starfsemi. „Ég hef mikla trú á því að Ísland verði áfram eftirsóttur áfangastaður þegar faraldrinum lýkur og að Icelandair Hotels haldi áfram að vera í lykilhlutverki í uppbyggingu ferðaþjónustunnar hér á landi á næstu árum. Ég vil þakka Berjaya fyrir gott samstarf og óska þeim og Icelandair Hotels alls hins besta í framtíðinni,” segir Bogi í tilkynningu. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir að stjórnendur keðjunnar séu vel undir þetta búin og tilbúin að takast á við nýja tíma. „Við búum að góðri þekkingu og reynslu af bæði endurnýjun eldri vörumerkja sem og því að innleiða ný hótelvörumerki inn í okkar rekstur, og sú reynsla mun án efa nýtast okkur vel í þeim verkefnum sem framundan eru.“ „Við höfum nýtt tímann vel undanfarið í endurskipulagningu okkar reksturs sem og til undirbúnings á þeirri vegferð sem lá fyrir að væri framundan. Við hlökkum til aukins samstarfs við nýja eigendur í Malasíu, og erum þakklát öllu því góða fólki sem við höfum unnið með að uppbyggingu ferðaþjónustu hjá Icelandair Group til fjölda ára. Við ætlum áfram að vera leiðandi í hótelrekstri á Íslandi, og það verður spennandi að kynna þær nýjungar sem endurmörkun rekstrarins mun innibera,“ segir Magnea í tilkynningu frá Icelandair Group. Icelandair Group tapaði 51 milljarði króna árið 2020. Heimsfaraldur Covid-19 og ferðatakmarkanir höfðu mikil áhrif á félagið og dróst sætaframboð saman um 81 prósent á árinu. Fréttin verður uppfærð.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Markaðir Tengdar fréttir Vilja reisa fimm stjörnu Four Seasons hótel á Miðbakkanum Yrki aktitekar hafa lagt inn fyrirspurn til skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi mögulega uppbyggingu á Miðbakkanum í Reykjavík. 4. júní 2020 12:52 Rekstur Icelandair í ár aðeins þrjátíu prósent af því sem var fyrir faraldur Icelandair gerir ráð fyrir að rekstrarumfang félagsins á þessu ári verði aðeins þrjátíu prósent af því sem var áður en heimsfaraldurinn skall á. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir verulega óvissu um hve marga starfsmenn verði hægt að endurráða í sumar. 9. febrúar 2021 20:12 Icelandair tapaði 51 milljarði króna í fyrra Icelandair Group tapaði 51 milljarði króna árið 2020. Faraldur nýju kórónuveirunnar og ferðatakmarkanir höfðu gífurleg áhrif á félagið og dróst sætaframboð saman um 81 prósent á árinu. 8. febrúar 2021 19:53 Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
Vilja reisa fimm stjörnu Four Seasons hótel á Miðbakkanum Yrki aktitekar hafa lagt inn fyrirspurn til skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi mögulega uppbyggingu á Miðbakkanum í Reykjavík. 4. júní 2020 12:52
Rekstur Icelandair í ár aðeins þrjátíu prósent af því sem var fyrir faraldur Icelandair gerir ráð fyrir að rekstrarumfang félagsins á þessu ári verði aðeins þrjátíu prósent af því sem var áður en heimsfaraldurinn skall á. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir verulega óvissu um hve marga starfsmenn verði hægt að endurráða í sumar. 9. febrúar 2021 20:12
Icelandair tapaði 51 milljarði króna í fyrra Icelandair Group tapaði 51 milljarði króna árið 2020. Faraldur nýju kórónuveirunnar og ferðatakmarkanir höfðu gífurleg áhrif á félagið og dróst sætaframboð saman um 81 prósent á árinu. 8. febrúar 2021 19:53
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent