Vilja reisa fimm stjörnu Four Seasons hótel á Miðbakkanum Sylvía Hall skrifar 4. júní 2020 12:52 Hér má sjá drög að hótelinu en áætlaður kostnaður við byggingu þess eru um 40 milljarðar króna. Yrki arkitektar Yrki aktitekar hafa lagt inn fyrirspurn til skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi mögulega uppbyggingu á Miðbakkanum í Reykjavík. Fyrirspurnin er lögð inn fyrir hönd Geirsgötu 11 ehf. en um er að ræða byggingu sem geti kostað allt að 40 milljarða króna. Greint var frá málinu í Morgunblaðinu í morgun. Byggingin myndi rúma hundrað 5 stjörnu þjónustu íbúðir sem Four Seasons keðjan myndi reka og um 150 herbergja hótel. Við Geirsgötu 11 stendur nú fasteign í eigu fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation. Um er að ræða gamla vöruskemmu sem hefur verið ónotuð að mestu undanfarin ár. Gengið var frá kaupunum í október á síðasta ári en félagið er í eigu malasíska milljarðamæringsins Vincent Tan sem er einnig eigandi breska knattspyrnufélagsins Cardiff City og Icelandair Hotels. Sagði hann á sínum tíma að kaupin væru tækifæri fyrir félagið að hefja fjárfestingar á sviði fasteignaþróunar og hótelstarfsemi á Íslandi. Í fyrirspurninni kemur fram að um sé að ræða fyrstu drög og hugmyndin sé að þróa tillöguna áfram í samstarfi við skipulagssvið Reykjavíkurborgar, skipulagssvið Faxaflóahafna og aðra hagsmunaaðila sem munu koma að hugmyndinni til framtíðar. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið en á því eru fjórar skilgreindar lóðir, þ.e. Geirsgata 9, 11, 13 og 15. Til stendur að reisa hótelið við Gömlu höfnina og er hugmyndin að glæða bakkann lífi með því að tengja borgina aftur við bryggjuna. Í fyrirspurninni segir að hugmyndin sé að glæða bakkann lífi.Yrki arkitektar „Er það gert með því að koma fyrir fjölnotabyggingu á bakkanum með starfsemi og þjónustu fyrir almenning, skapar borgarrými fyrir iðandi mannlíf og gönguleiðir þar í gegn og meðfram hafnarbakkanum. Uppbygging á Miðbakka tengir saman og brúar á milli svæðisins við Hörpuna og Granda.“ Stefnt er að því að búa til fjölnota rými bæði innan- og utandyra og þar sem almenningsrými, sýningarsvæði, móttaka alþjóðlegra farþegaskipa, verslanir, veitingastaðir, kaffihús, fimm stjórnu hótel og íbúðir verði til. Yrki arkitektar Yrki arkitektar Hugmyndin er að byggja 33.500 fermetra hús með bílakjallara. Áætluð fasteignagjöld til borgarinnar af byggingunni eru um 650 milljónir króna árlega og að aukning landsframleiðslu vegna verkefnisins verði um 3,2 prósent. Markmiðið er sagt vera að draga bæði borgarbúa og ferðamenn niður á Miðbakka og reisa byggingu sem heiðri starfsemi hafnarinnar án þess að útiloka hana. Áætlað er að með byggingunni verði til um 400 ný störf. Forsvarsmenn verkefnisins telja að uppbygging á svæðinu geti haft margvísleg jákvæð efnahagsleg áhrif í för með sér.Yrki arkitektar Ferðamennska á Íslandi Skipulag Reykjavík Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Yrki aktitekar hafa lagt inn fyrirspurn til skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi mögulega uppbyggingu á Miðbakkanum í Reykjavík. Fyrirspurnin er lögð inn fyrir hönd Geirsgötu 11 ehf. en um er að ræða byggingu sem geti kostað allt að 40 milljarða króna. Greint var frá málinu í Morgunblaðinu í morgun. Byggingin myndi rúma hundrað 5 stjörnu þjónustu íbúðir sem Four Seasons keðjan myndi reka og um 150 herbergja hótel. Við Geirsgötu 11 stendur nú fasteign í eigu fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation. Um er að ræða gamla vöruskemmu sem hefur verið ónotuð að mestu undanfarin ár. Gengið var frá kaupunum í október á síðasta ári en félagið er í eigu malasíska milljarðamæringsins Vincent Tan sem er einnig eigandi breska knattspyrnufélagsins Cardiff City og Icelandair Hotels. Sagði hann á sínum tíma að kaupin væru tækifæri fyrir félagið að hefja fjárfestingar á sviði fasteignaþróunar og hótelstarfsemi á Íslandi. Í fyrirspurninni kemur fram að um sé að ræða fyrstu drög og hugmyndin sé að þróa tillöguna áfram í samstarfi við skipulagssvið Reykjavíkurborgar, skipulagssvið Faxaflóahafna og aðra hagsmunaaðila sem munu koma að hugmyndinni til framtíðar. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið en á því eru fjórar skilgreindar lóðir, þ.e. Geirsgata 9, 11, 13 og 15. Til stendur að reisa hótelið við Gömlu höfnina og er hugmyndin að glæða bakkann lífi með því að tengja borgina aftur við bryggjuna. Í fyrirspurninni segir að hugmyndin sé að glæða bakkann lífi.Yrki arkitektar „Er það gert með því að koma fyrir fjölnotabyggingu á bakkanum með starfsemi og þjónustu fyrir almenning, skapar borgarrými fyrir iðandi mannlíf og gönguleiðir þar í gegn og meðfram hafnarbakkanum. Uppbygging á Miðbakka tengir saman og brúar á milli svæðisins við Hörpuna og Granda.“ Stefnt er að því að búa til fjölnota rými bæði innan- og utandyra og þar sem almenningsrými, sýningarsvæði, móttaka alþjóðlegra farþegaskipa, verslanir, veitingastaðir, kaffihús, fimm stjórnu hótel og íbúðir verði til. Yrki arkitektar Yrki arkitektar Hugmyndin er að byggja 33.500 fermetra hús með bílakjallara. Áætluð fasteignagjöld til borgarinnar af byggingunni eru um 650 milljónir króna árlega og að aukning landsframleiðslu vegna verkefnisins verði um 3,2 prósent. Markmiðið er sagt vera að draga bæði borgarbúa og ferðamenn niður á Miðbakka og reisa byggingu sem heiðri starfsemi hafnarinnar án þess að útiloka hana. Áætlað er að með byggingunni verði til um 400 ný störf. Forsvarsmenn verkefnisins telja að uppbygging á svæðinu geti haft margvísleg jákvæð efnahagsleg áhrif í för með sér.Yrki arkitektar
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Reykjavík Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira