Árlegur lestur Passíusálmanna Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 10. febrúar 2021 08:30 Árlegur lestur Passíusálmanna í Ríkisútvarpinu hófst í síðustu viku og verða þeir að öllu óbreyttu lesnir fram að páskum. Þessi hefð hefur verið við lýði síðan árið 1944. Eins miklar mætur og ég hef á íslensku máli og menningu er ég algjörlega mótfallinn þessari hefð. Það má vera að Passíusálmarnir séu vel ortir en það breytir ekki þeirri staðreynd að þeir eru uppfullir af stæku Gyðingahatri. Ríkisútvarpinu hefur borist fjöldi ábendinga í gegnum tíðina um særandi efnistök sálmanna, meðal annars frá stofnun Simon Wiesenthal, en þær ábendingar hafa hingað til fallið í grýttan jarðveg. Ákveðinn hluti landsmanna virðist túlka alla hvatningu til þess að hætta flutningi sálmanna sem aðför að íslenskri menningu. Þá virðist litlu máli skipta að sálmarnir vegi alvarlega að minnihlutahópi sem hefur í rúm tvö árþúsund átt undir högg að sækja víða um heim, meðal annars vegna orðræðu af nákvæmlega sama tagi og er að finna í sálmunum. Í því samhengi langar mig að hvetja lesendur til að íhuga vandlega eftirfarandi textabrot og spyrja sig hvaða erindi þau eigi í útvarp allra landsmanna: „Orðum hans ekki treystu illgjarnir Júðar þeir.“ „Svoddan virðingu vildu hann vondir Gyðingar sneyða.“ „Gyðinga hörð var heiftin beisk, hjartans blindleiki og villan treisk.“ „Nakinn Jesúm á jörðu Júðar krossfestu þar með heiftar sinni hörðu.“ Þetta eru aðeins nokkur af mýmörgum dæmum Gyðingahaturs í Passíusálmunum. Dæmin eru þess eðlis að það er erfitt að skilja hvernig réttlæta megi árlegan lestur þeirra með vísun í sögulegt samhengi og menningarlegt gildi. Væri virkilega svo mikill missir af lestri Passíusálmanna í ríkisútvarpinu? Það er vart hægt að segja að það sé skortur á frábærum íslenskum bókmenntaverkum sem hægt væri að flytja í þeirra stað. Þjóðmenning okkar Íslendinga hlýtur að standa á traustari grunni en svo að hún standi og falli með lestri Passíusálmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Ríkisútvarpið Trúmál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Árlegur lestur Passíusálmanna í Ríkisútvarpinu hófst í síðustu viku og verða þeir að öllu óbreyttu lesnir fram að páskum. Þessi hefð hefur verið við lýði síðan árið 1944. Eins miklar mætur og ég hef á íslensku máli og menningu er ég algjörlega mótfallinn þessari hefð. Það má vera að Passíusálmarnir séu vel ortir en það breytir ekki þeirri staðreynd að þeir eru uppfullir af stæku Gyðingahatri. Ríkisútvarpinu hefur borist fjöldi ábendinga í gegnum tíðina um særandi efnistök sálmanna, meðal annars frá stofnun Simon Wiesenthal, en þær ábendingar hafa hingað til fallið í grýttan jarðveg. Ákveðinn hluti landsmanna virðist túlka alla hvatningu til þess að hætta flutningi sálmanna sem aðför að íslenskri menningu. Þá virðist litlu máli skipta að sálmarnir vegi alvarlega að minnihlutahópi sem hefur í rúm tvö árþúsund átt undir högg að sækja víða um heim, meðal annars vegna orðræðu af nákvæmlega sama tagi og er að finna í sálmunum. Í því samhengi langar mig að hvetja lesendur til að íhuga vandlega eftirfarandi textabrot og spyrja sig hvaða erindi þau eigi í útvarp allra landsmanna: „Orðum hans ekki treystu illgjarnir Júðar þeir.“ „Svoddan virðingu vildu hann vondir Gyðingar sneyða.“ „Gyðinga hörð var heiftin beisk, hjartans blindleiki og villan treisk.“ „Nakinn Jesúm á jörðu Júðar krossfestu þar með heiftar sinni hörðu.“ Þetta eru aðeins nokkur af mýmörgum dæmum Gyðingahaturs í Passíusálmunum. Dæmin eru þess eðlis að það er erfitt að skilja hvernig réttlæta megi árlegan lestur þeirra með vísun í sögulegt samhengi og menningarlegt gildi. Væri virkilega svo mikill missir af lestri Passíusálmanna í ríkisútvarpinu? Það er vart hægt að segja að það sé skortur á frábærum íslenskum bókmenntaverkum sem hægt væri að flytja í þeirra stað. Þjóðmenning okkar Íslendinga hlýtur að standa á traustari grunni en svo að hún standi og falli með lestri Passíusálmanna.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar