Opið bréf til formanns Samfylkingarinnar Birgir Dýrfjörð skrifar 2. febrúar 2021 07:31 Sæll félagi Logi Már Einarsson. Ástæða þess að ég sendi þetta bréf fyrir framan alþjóð er sú, að ég heyrði skýringu þína í fjölmiðlum þegar út spurðist, að Ágústi Ólafi alþingismanni Samfylkingarinnar hafði verið sparkað niður framboðslista flokksins. Þú sagðir að þetta væri lýðræðislega fengin niðurstað í 14 manna uppstillingarnefnd. Sú skýring þín er alröng. Niðurstaðan var studd með fjórum atkvæðum í stjórn fulltrúaráðsins. (Fjórmenninga klíku að hætti Marxista.) Þar er okkar lýðræði í dag. Vegna góðra kynna við þig Logi er ég sannfærður um að þú hafir ekki fengið aðra vitneskju en þá, að um hafi verið að ræða hóp 14 fulltrúa. Skoðanakönnun Gallup Ég sat sjálfur í 14 manna nefndinni og studdi þar Ágúst Ólaf sitjandi þingmann okkar í fyrsta sæti. Áður en formleg störf uppstillingarnefndar hófust, skýrði ég frá nýrri skoðanakönnun, sem ég hafði vitneskju um. Þegar ég sagði af mér nefndarstörfum og gekk af fundi nefndarinnar, þá tók ég skýrt fram að fyrri vitneskja mín um skoðanakönnun, sem ég bar inn í nefndina í upphafi, félli ekki undir þagnarheit mitt sem nefndarmanns. Ég myndi því skýra frá henni teldi ég þess þörf. Og nú tel ég Logi, fulla þörf að upplýsa flokksfólk um það mál. Þessi skoðanakönnun, sem full ástæða er til að taka mark á sýndi, að í kjördæmi Ágústar mældist Samfylkingin stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Könnunin sýndi líka að í kjördæmi Ágústar hafði Samfylkingin hæst hlutfall fylgis hjá ungu fólki. Ég veit Logi, að þér ætti að vera fært að sjá þessa könnun, sem Gallup framkvæmdi. M/fs; Má ekkert segja hér gott um þennan mann? Verkefni uppstillingarnefndar var að raða saman sigurstranglegum lista. Ég benti á, að samkvæmt þessari skoðanakönnun hefðu kjósendur í kjördæmi Ágústar þegar valið, hvað þeim þætti best. Það fellur síðan undir þagnarskyldu mína að þegja yfir sérkennilegum viðbrögðum sumra nefndarmanna við þeim upplýsingum, sem þessi könnun birti okkur. Þau viðbrögð komu mér svo mikið á óvart, að ég missti út úr mér og kallaði yfir salinn; „má ekkert gott segja hér um þennan mann?“ Atkvæðagreiðslur Það var smíðað í reglur nefndarinnar, að ef ekki næðist sátt um skipan listanna þá skildi endanleg ákvörðun fara til kjörinna fulltrúa í stjórn fulltrúaráðsins. Þegar uppstillinganefndin hafði rætt mál Ágústar á mörgum fundum óskaði ég eftir atkvæðagreiðslu til, að kanna stuðning við Ágúst í annað sæti. Svarið var trúboðalegt: Við eigum ekki að ná niðurstöðu með því að bera hvert annað ofurliði með atkvæðum. Þetta er dæmi um Stalíníska vörn móti lýðræði. Það skaut því nokkuð skökku við þegar formaður nefndarinnar tók mál Ágústar Ólafs eitt og sér til atkvæða og ákvörðunar í stjórn fulltrúaráðsins þar, sem hann er formaður. Atkvæða greiðslan var um það, hvort taka ætti tilboði Ágústar um að vera í 2. sæti. Nú er spurt Hvernig var þessi atkvæðagreiðsla í stjórn Fulltrúaráðsins. Var hún í heyranda hljóði eins og aðrar á fundum uppstillingarnefndarinnar? Eða var atkvæðum safnað með símtölum formanns við einn og einn í stjórninni? Ákvörðun stjórnarinnar var kynnt þannig, að Þrír studdu tilboð Ágústar að vera í öðru sæti í Rvk.suður. Fjórir höfnuðu tilboði þingmanns flokksins um, að taka 2. sæti. Skrípaleikur Ágústi verður sparkað út af þingi með skóför (fjórmenningaklíkunnar) á rassinum. Orðstír klíkunnar mun lengi lifa. Ekki síst vegna þess að þessi skrípaleikur mun draga mjög úr fylgi flokksins í komandi kosningum. Og valda lamandi illdeilum. Þetta veit ég eftir urmul af símtölum frá fólki sem fordæmir aðför stjórnar fulltrúaráðsins að Ágústi Ólafi. Launsátrið. Sporin hræða. Það var ekkert við það að athuga árið 2015 að bjóða fram gegn Árna Páli, formanni. En launsátrið, sem blasti við þjóðinni, þegar tilkynnt var um framboð gegn honum í kvöldfréttum daginn fyrir setningu landsfundar, og vitneskjan um hvernig að því framboði var unnið, ofbauð réttlætiskennd flokksfólks og almennings. Flokkurinn missti andlitið og uppskar almenna skömm og andúð. Fólk vildi ekkert hafa með þannig flokk að gera. Flokkurinn hrundi í öllum kjördæmum og náði hvergi þingmanni nema í Norð-austur kjördæmi. Þar átti Framsóknarflokkurinn í vanda og nærri níu hundruð kjósendur strikuðu Sigmund Davíð út. Framsóknarfólk á Akureyri lét sér ekki nægja að útstrika Sigmund D. Það kaus í staðinn góðan samstarfsmann sinn í Bæjarstjórn Akureyrar Loga Má Einarsson. Þannig björguðu Sigmundur Davíð og Logi Már Samfylkingunni frá örlögum risaeðlanna. Hvað skal gera? Ég veit vel Logi og ég met það við þig, að þú villt ekki blanda þér í skipan framboða í einstöku kjördæmum. En í Reykjavík þarf nú yfirvegað fólk, að bjarga flokknum frá að missa andlitið með fyrirsjáanlegu fylgistapi, og langvarandi illdeilum, sem stafa alls ekki af málefna ágreiningi. Heldur af pólitískri skákblindu. Þannig sjáum við ekki hvernig við misbjóðum sjálfum okkur og réttlætiskennd flokksfélaga og almennings. Nú þarf Logi gott fólk, að setjast niður með stjórn fulltrúaráðsins í þeim tilgangi, að hún endurskoði þá samþykkt sína, að hafna því tilboði Ágústar að hann skipi annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi.-suður. Metnaður einstaklinga verður þar að víkja fyrir hagsmunum fjöldans. Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Birgir Dýrfjörð Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sæll félagi Logi Már Einarsson. Ástæða þess að ég sendi þetta bréf fyrir framan alþjóð er sú, að ég heyrði skýringu þína í fjölmiðlum þegar út spurðist, að Ágústi Ólafi alþingismanni Samfylkingarinnar hafði verið sparkað niður framboðslista flokksins. Þú sagðir að þetta væri lýðræðislega fengin niðurstað í 14 manna uppstillingarnefnd. Sú skýring þín er alröng. Niðurstaðan var studd með fjórum atkvæðum í stjórn fulltrúaráðsins. (Fjórmenninga klíku að hætti Marxista.) Þar er okkar lýðræði í dag. Vegna góðra kynna við þig Logi er ég sannfærður um að þú hafir ekki fengið aðra vitneskju en þá, að um hafi verið að ræða hóp 14 fulltrúa. Skoðanakönnun Gallup Ég sat sjálfur í 14 manna nefndinni og studdi þar Ágúst Ólaf sitjandi þingmann okkar í fyrsta sæti. Áður en formleg störf uppstillingarnefndar hófust, skýrði ég frá nýrri skoðanakönnun, sem ég hafði vitneskju um. Þegar ég sagði af mér nefndarstörfum og gekk af fundi nefndarinnar, þá tók ég skýrt fram að fyrri vitneskja mín um skoðanakönnun, sem ég bar inn í nefndina í upphafi, félli ekki undir þagnarheit mitt sem nefndarmanns. Ég myndi því skýra frá henni teldi ég þess þörf. Og nú tel ég Logi, fulla þörf að upplýsa flokksfólk um það mál. Þessi skoðanakönnun, sem full ástæða er til að taka mark á sýndi, að í kjördæmi Ágústar mældist Samfylkingin stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Könnunin sýndi líka að í kjördæmi Ágústar hafði Samfylkingin hæst hlutfall fylgis hjá ungu fólki. Ég veit Logi, að þér ætti að vera fært að sjá þessa könnun, sem Gallup framkvæmdi. M/fs; Má ekkert segja hér gott um þennan mann? Verkefni uppstillingarnefndar var að raða saman sigurstranglegum lista. Ég benti á, að samkvæmt þessari skoðanakönnun hefðu kjósendur í kjördæmi Ágústar þegar valið, hvað þeim þætti best. Það fellur síðan undir þagnarskyldu mína að þegja yfir sérkennilegum viðbrögðum sumra nefndarmanna við þeim upplýsingum, sem þessi könnun birti okkur. Þau viðbrögð komu mér svo mikið á óvart, að ég missti út úr mér og kallaði yfir salinn; „má ekkert gott segja hér um þennan mann?“ Atkvæðagreiðslur Það var smíðað í reglur nefndarinnar, að ef ekki næðist sátt um skipan listanna þá skildi endanleg ákvörðun fara til kjörinna fulltrúa í stjórn fulltrúaráðsins. Þegar uppstillinganefndin hafði rætt mál Ágústar á mörgum fundum óskaði ég eftir atkvæðagreiðslu til, að kanna stuðning við Ágúst í annað sæti. Svarið var trúboðalegt: Við eigum ekki að ná niðurstöðu með því að bera hvert annað ofurliði með atkvæðum. Þetta er dæmi um Stalíníska vörn móti lýðræði. Það skaut því nokkuð skökku við þegar formaður nefndarinnar tók mál Ágústar Ólafs eitt og sér til atkvæða og ákvörðunar í stjórn fulltrúaráðsins þar, sem hann er formaður. Atkvæða greiðslan var um það, hvort taka ætti tilboði Ágústar um að vera í 2. sæti. Nú er spurt Hvernig var þessi atkvæðagreiðsla í stjórn Fulltrúaráðsins. Var hún í heyranda hljóði eins og aðrar á fundum uppstillingarnefndarinnar? Eða var atkvæðum safnað með símtölum formanns við einn og einn í stjórninni? Ákvörðun stjórnarinnar var kynnt þannig, að Þrír studdu tilboð Ágústar að vera í öðru sæti í Rvk.suður. Fjórir höfnuðu tilboði þingmanns flokksins um, að taka 2. sæti. Skrípaleikur Ágústi verður sparkað út af þingi með skóför (fjórmenningaklíkunnar) á rassinum. Orðstír klíkunnar mun lengi lifa. Ekki síst vegna þess að þessi skrípaleikur mun draga mjög úr fylgi flokksins í komandi kosningum. Og valda lamandi illdeilum. Þetta veit ég eftir urmul af símtölum frá fólki sem fordæmir aðför stjórnar fulltrúaráðsins að Ágústi Ólafi. Launsátrið. Sporin hræða. Það var ekkert við það að athuga árið 2015 að bjóða fram gegn Árna Páli, formanni. En launsátrið, sem blasti við þjóðinni, þegar tilkynnt var um framboð gegn honum í kvöldfréttum daginn fyrir setningu landsfundar, og vitneskjan um hvernig að því framboði var unnið, ofbauð réttlætiskennd flokksfólks og almennings. Flokkurinn missti andlitið og uppskar almenna skömm og andúð. Fólk vildi ekkert hafa með þannig flokk að gera. Flokkurinn hrundi í öllum kjördæmum og náði hvergi þingmanni nema í Norð-austur kjördæmi. Þar átti Framsóknarflokkurinn í vanda og nærri níu hundruð kjósendur strikuðu Sigmund Davíð út. Framsóknarfólk á Akureyri lét sér ekki nægja að útstrika Sigmund D. Það kaus í staðinn góðan samstarfsmann sinn í Bæjarstjórn Akureyrar Loga Má Einarsson. Þannig björguðu Sigmundur Davíð og Logi Már Samfylkingunni frá örlögum risaeðlanna. Hvað skal gera? Ég veit vel Logi og ég met það við þig, að þú villt ekki blanda þér í skipan framboða í einstöku kjördæmum. En í Reykjavík þarf nú yfirvegað fólk, að bjarga flokknum frá að missa andlitið með fyrirsjáanlegu fylgistapi, og langvarandi illdeilum, sem stafa alls ekki af málefna ágreiningi. Heldur af pólitískri skákblindu. Þannig sjáum við ekki hvernig við misbjóðum sjálfum okkur og réttlætiskennd flokksfélaga og almennings. Nú þarf Logi gott fólk, að setjast niður með stjórn fulltrúaráðsins í þeim tilgangi, að hún endurskoði þá samþykkt sína, að hafna því tilboði Ágústar að hann skipi annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi.-suður. Metnaður einstaklinga verður þar að víkja fyrir hagsmunum fjöldans. Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar