Netárás olli truflunum á þjónustu Símans Eiður Þór Árnason skrifar 1. febrúar 2021 13:55 Frá höfuðstöðvum Símans í Ármúla. Vísir/Hanna Netárás var gerð á Símann laugardagskvöldið 30. janúar og varð til þess að truflanir urðu á sjónvarpsþjónustu þess í rúma eina og hálfa klukkustund. Að sögn Símans var um að ræða svokallaða dreifða álagsárás eða DDoS-árás sem var gerð fyrirvaralaust á netkerfi fyrirtækisins. Fram kemur í tilkynningu frá Símanum að engar truflanir hafi orðið á hefðbundinni fjarskiptaþjónustu og að árásin hafi verið tilkynnt til CERT-IS, netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar. „Sjálfvirk eftirlitskerfi brugðust við ásamt því að tæknifólk Símans og samstarfsaðila hófst handa við að minnka áhrif árásarinnar og að lokum stöðva áhrif hennar. Árásin sjálf hélt þó áfram en kerfi Símans héldu og tryggðu að hún myndi ekki valda frekari truflunum.“ Ekki komist í gögn Að sögn Símans komust árásaraðilar ekki inn fyrir varnir fyrirtækisins og gátu ekki nálgast gögn Símans. Aðeins hafi verið um að ræða dreifða netárás sem olli miklu tímabundnu álagi á kerfi fyrirtækisins. Slíkar árásir fela í sér að gríðarmikilli umferð er beint á vefsíðu eða netkerfi aðila til að reyna að valda truflunum. „Vegna þess hve árásin var dreifð tók nokkurn tíma að ná utan um hana og biður Síminn viðskiptavini sína afsökunar á þeim truflunum sem urðu á laugardagskvöldið,“ segir í tilkynningu. „Í framhaldinu mun Síminn efla sjálfvirk eftirlitskerfi sem bregðast við árásum sem þessum með enn skilvirkari hætti. Erfitt getur verið að kæfa fyrirvaralausar árásir sem þessar á stuttum tíma en Síminn mun yfirfara ytra netlag sitt og tryggja að sem flest kerfi séu varin og í öruggu skjóli eldveggja og sjálfvirkra eftirlitskerfa.“ Fjarskipti Netöryggi Tengdar fréttir Ætlað að efla netöryggissveitina í skugga aukinna netárása Guðmundur Arnar Sigmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS og kemur til með að leiða starfsemi sveitarinnar og áframhaldandi uppbyggingu hennar. 4. janúar 2021 16:13 Stór tölvuárás á fjármálageirann var gerð í síðustu viku Stór tölvuárás á aðila innan fjármálageirans hafði víðtæk áhrif hér á landi. Árásin var gerð mánudaginn 9. nóvember og var um að ræða svokallaða DDos árás, þar sem netumferð er beint inn á netlæga innviði fyrirtækis til að skerða afkastagetu. 17. nóvember 2020 23:15 Óvissustigi vegna netárásar aflýst Neyðarstjórn fjarskiptageirans ákvað á fundi sínum í morgun að aflétta óvissustigi vegna hættu á netárás. 11. september 2020 10:51 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Símanum að engar truflanir hafi orðið á hefðbundinni fjarskiptaþjónustu og að árásin hafi verið tilkynnt til CERT-IS, netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar. „Sjálfvirk eftirlitskerfi brugðust við ásamt því að tæknifólk Símans og samstarfsaðila hófst handa við að minnka áhrif árásarinnar og að lokum stöðva áhrif hennar. Árásin sjálf hélt þó áfram en kerfi Símans héldu og tryggðu að hún myndi ekki valda frekari truflunum.“ Ekki komist í gögn Að sögn Símans komust árásaraðilar ekki inn fyrir varnir fyrirtækisins og gátu ekki nálgast gögn Símans. Aðeins hafi verið um að ræða dreifða netárás sem olli miklu tímabundnu álagi á kerfi fyrirtækisins. Slíkar árásir fela í sér að gríðarmikilli umferð er beint á vefsíðu eða netkerfi aðila til að reyna að valda truflunum. „Vegna þess hve árásin var dreifð tók nokkurn tíma að ná utan um hana og biður Síminn viðskiptavini sína afsökunar á þeim truflunum sem urðu á laugardagskvöldið,“ segir í tilkynningu. „Í framhaldinu mun Síminn efla sjálfvirk eftirlitskerfi sem bregðast við árásum sem þessum með enn skilvirkari hætti. Erfitt getur verið að kæfa fyrirvaralausar árásir sem þessar á stuttum tíma en Síminn mun yfirfara ytra netlag sitt og tryggja að sem flest kerfi séu varin og í öruggu skjóli eldveggja og sjálfvirkra eftirlitskerfa.“
Fjarskipti Netöryggi Tengdar fréttir Ætlað að efla netöryggissveitina í skugga aukinna netárása Guðmundur Arnar Sigmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS og kemur til með að leiða starfsemi sveitarinnar og áframhaldandi uppbyggingu hennar. 4. janúar 2021 16:13 Stór tölvuárás á fjármálageirann var gerð í síðustu viku Stór tölvuárás á aðila innan fjármálageirans hafði víðtæk áhrif hér á landi. Árásin var gerð mánudaginn 9. nóvember og var um að ræða svokallaða DDos árás, þar sem netumferð er beint inn á netlæga innviði fyrirtækis til að skerða afkastagetu. 17. nóvember 2020 23:15 Óvissustigi vegna netárásar aflýst Neyðarstjórn fjarskiptageirans ákvað á fundi sínum í morgun að aflétta óvissustigi vegna hættu á netárás. 11. september 2020 10:51 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Ætlað að efla netöryggissveitina í skugga aukinna netárása Guðmundur Arnar Sigmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS og kemur til með að leiða starfsemi sveitarinnar og áframhaldandi uppbyggingu hennar. 4. janúar 2021 16:13
Stór tölvuárás á fjármálageirann var gerð í síðustu viku Stór tölvuárás á aðila innan fjármálageirans hafði víðtæk áhrif hér á landi. Árásin var gerð mánudaginn 9. nóvember og var um að ræða svokallaða DDos árás, þar sem netumferð er beint inn á netlæga innviði fyrirtækis til að skerða afkastagetu. 17. nóvember 2020 23:15
Óvissustigi vegna netárásar aflýst Neyðarstjórn fjarskiptageirans ákvað á fundi sínum í morgun að aflétta óvissustigi vegna hættu á netárás. 11. september 2020 10:51