Önnur lota Wall Street við netverja Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2021 08:59 Smáir fjárfestar sem hafa skilið mark sitt eftir á hlutabréfamörkuðum fjárfesta nú í silfri. AP/Nicole Pereira Wall Street undirbýr sig fyrir aðra viku þar sem gífurlegur fjöldi smærri fjárfesta lætur áfram til sín taka á mörkuðum og oft með því markmiði að koma höggi á Wall Street. Aðgerðir netverjar hafa komið harkalega niður á stórum fjárfestingarsjóðum en þeir beina nú sjónum sínum að öðrum hlutabréfum og vörum. Verð silfurs hefur hækkað hratt í morgun eftir töluverða hækkun í síðustu viku. Vandræði Wall Street má rekja til hóps smærri fjárfesta á netinu, að mestu Reddit, sem hafa tekið höndum saman gegn fjárfestingarsjóðum sem höfðu reynt að skortselja hlutabréf GameStop, eins og það er kallað. Það er að taka stöðu gegn fyrirtækjum sem standa höllum fæti og græða á því að þau lækki í verði. Útskýringu á skortsölu má sjá hér á Vísindavefnum. Netverjarnir fjárfestu eins og óðir væru í GameStop og hefur það keyrt virði hlutabréfa félagsins í óþekktar hæðir. Það sama hafa þeir gert með hlutabréf AMC Entertainment, sem rekur keðju kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum, en þó í mun minna umfangi. Virði hlutaréfa GameStop hækkaði um fjögur hundruð prósent í síðustu viku. Á árinu hefur virði þeirra hækkað um 1.625 prósent, samkvæmt frétt CNBC. Við lokun markaða á föstudaginn kostaði hlutur í GameStop 325 dali. Í október var virði hlutarins undir tíu dölum. Fjárfestingasjóðurinn Melvin Capital Management, sem er nokkuð þekktur fyrir að taka sér stöðu gegn fyrirtækjum sem talin eru standa höllum fæti, tapaði 53 prósentum af fjármagni sínu á skortsölu GameStop. Reuters fréttaveitan segir sjóðinn þó hafa fengið frekara fjármagn síðan þá. Aðrir sjóðir hafa einnig þurft frekara fjármagn eftir að hafa reynt að skortselja hlutabréf GameStop. Fyrirtækið Robinhood, sem rekur vinsælt forrit þar sem smærri fjárfestar geta fjárfest í hlutabréfum í símum sínum, hefur meinað notendum sínum að kaupa hlutabréf í GameStop og öðrum félögum, eins og AMC, Blackberry og Nokia, svo eitthvað sé nefnt. Silfrið sterkt fyrir Eins og áður segir hafa fjárfestar beint sjónum sínum að silfri. Það hefur hækkað í virði og #silversqueeze er meðal vinsælustu myllumerkja vestanhafs. Samkvæmt frétt CNN spilar þar inn í hjá netverjum að þeir telja sig geta komið höggi á stóra banka með því að hækka virði silfurs. Netverjar segja banka eins og JPMorgan hafa haldið virði silfurs niðri um langt skeið. Ólíkt hlutabréfum í GameStop og öðrum félögum sem netverjarnir hafa beint sjónum sínum að, hefur silfur verið í nokkuð sterkri stöðu á mörkuðum að undanförnu. Virði þess hefur ekki verið jafn hátt í nokkur ár. Markaðir Bandaríkin Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verð silfurs hefur hækkað hratt í morgun eftir töluverða hækkun í síðustu viku. Vandræði Wall Street má rekja til hóps smærri fjárfesta á netinu, að mestu Reddit, sem hafa tekið höndum saman gegn fjárfestingarsjóðum sem höfðu reynt að skortselja hlutabréf GameStop, eins og það er kallað. Það er að taka stöðu gegn fyrirtækjum sem standa höllum fæti og græða á því að þau lækki í verði. Útskýringu á skortsölu má sjá hér á Vísindavefnum. Netverjarnir fjárfestu eins og óðir væru í GameStop og hefur það keyrt virði hlutabréfa félagsins í óþekktar hæðir. Það sama hafa þeir gert með hlutabréf AMC Entertainment, sem rekur keðju kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum, en þó í mun minna umfangi. Virði hlutaréfa GameStop hækkaði um fjögur hundruð prósent í síðustu viku. Á árinu hefur virði þeirra hækkað um 1.625 prósent, samkvæmt frétt CNBC. Við lokun markaða á föstudaginn kostaði hlutur í GameStop 325 dali. Í október var virði hlutarins undir tíu dölum. Fjárfestingasjóðurinn Melvin Capital Management, sem er nokkuð þekktur fyrir að taka sér stöðu gegn fyrirtækjum sem talin eru standa höllum fæti, tapaði 53 prósentum af fjármagni sínu á skortsölu GameStop. Reuters fréttaveitan segir sjóðinn þó hafa fengið frekara fjármagn síðan þá. Aðrir sjóðir hafa einnig þurft frekara fjármagn eftir að hafa reynt að skortselja hlutabréf GameStop. Fyrirtækið Robinhood, sem rekur vinsælt forrit þar sem smærri fjárfestar geta fjárfest í hlutabréfum í símum sínum, hefur meinað notendum sínum að kaupa hlutabréf í GameStop og öðrum félögum, eins og AMC, Blackberry og Nokia, svo eitthvað sé nefnt. Silfrið sterkt fyrir Eins og áður segir hafa fjárfestar beint sjónum sínum að silfri. Það hefur hækkað í virði og #silversqueeze er meðal vinsælustu myllumerkja vestanhafs. Samkvæmt frétt CNN spilar þar inn í hjá netverjum að þeir telja sig geta komið höggi á stóra banka með því að hækka virði silfurs. Netverjar segja banka eins og JPMorgan hafa haldið virði silfurs niðri um langt skeið. Ólíkt hlutabréfum í GameStop og öðrum félögum sem netverjarnir hafa beint sjónum sínum að, hefur silfur verið í nokkuð sterkri stöðu á mörkuðum að undanförnu. Virði þess hefur ekki verið jafn hátt í nokkur ár.
Markaðir Bandaríkin Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira