Fjörutíu þúsund heimili með Stöð 2+ og áskriftarsala tvöfaldast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. janúar 2021 10:27 Kvöldfréttatími Stöðvar 2 er nú aðeins aðgengilegur áskrifendum en þó er hægt að hlusta á hann á Bylgjunni. Fjörutíu þúsund heimili landsins eru með aðgang að efnisveitunni Stöð 2+ (áður Maraþon) og áskriftarsala í janúar 2021 er tvöföld á við það sem hún var í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stöð 2. Þann 18. janúar var ákveðið að Stöð 2 yrði áskriftarstöð að öllu leyti sem þýddi að dagskrárefni á borð við kvöldfréttatíma Stöðvar 2, sem hafði verið í opinni dagskrá í rúmlega 34 ár, varð aðeins aðgengilegur áskrifendum. Um leið var boðið upp á áskrift að Stöð 2 og Stöð 2+ fyrir 7990 krónur á mánuði og áskriftarskilmálar gerðir sveigjanlegir. Fjallað var um breytingarnar á dögunum, eins og sjá má í fréttinni að neðan. Sigurður Amlín Magnússon, forstöðumaður sölu- og þjónustustviðs Stöðvar 2, segir gaman að sjá jákvæð viðbrögð við breytingunum. „Sala á áskriftum að Stöð 2, Stöð 2+ og Stöð 2 Sport er umtalsvert hærri en á sama tíma í fyrra og enn nokkrir dagar eftir af janúar mánuði. Nýtt verð og sveigjanlegri áskriftarskilmálar eru að fá mjög góðar viðtökur hjá landsmönnum sem er virkilega ánægjulegt,“ segir Sigurður í tilkynningunni. Þar kemur jafnframt fram að 300 prósenta aukning hafi orðið í áhorfi á efnisveituna Stöð 2+ og í dag hafi rúmlega fjörutíu þúsund heimili aðgang að veitunni. „Við erum í dag með fjölbreytt úrval afþreyingar, bæði hágæða línulega dagskrá og beinar útsendingar á íþróttum en ekki síst gríðarlega öfluga efnisveitu sem fer sífellt stækkandi, bæði hvað varðar efni og áskrifendur. Samanburður á heildaráhorfi okkar við línulega dagskrá RÚV er ekki réttur enda aðeins hluti áhorfs okkar í línulegri dagskrá. Áhorf á Stöð 2+ er utan mælinga Gallup en þar hafa yfir 40.000 heimili aðgang og notkun eykst í hverjum mánuði. Við fögnum frábærum viðbrögðum markaðarins og hlökkum til þess að efla efnisframboð okkar og þjónustu enn frekar næstu misseri,“ segir Heiðar Guðjónsson forstjóri Stöðvar 2 í tilkynningunni. Vísir og Stöð 2 eru í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þann 18. janúar var ákveðið að Stöð 2 yrði áskriftarstöð að öllu leyti sem þýddi að dagskrárefni á borð við kvöldfréttatíma Stöðvar 2, sem hafði verið í opinni dagskrá í rúmlega 34 ár, varð aðeins aðgengilegur áskrifendum. Um leið var boðið upp á áskrift að Stöð 2 og Stöð 2+ fyrir 7990 krónur á mánuði og áskriftarskilmálar gerðir sveigjanlegir. Fjallað var um breytingarnar á dögunum, eins og sjá má í fréttinni að neðan. Sigurður Amlín Magnússon, forstöðumaður sölu- og þjónustustviðs Stöðvar 2, segir gaman að sjá jákvæð viðbrögð við breytingunum. „Sala á áskriftum að Stöð 2, Stöð 2+ og Stöð 2 Sport er umtalsvert hærri en á sama tíma í fyrra og enn nokkrir dagar eftir af janúar mánuði. Nýtt verð og sveigjanlegri áskriftarskilmálar eru að fá mjög góðar viðtökur hjá landsmönnum sem er virkilega ánægjulegt,“ segir Sigurður í tilkynningunni. Þar kemur jafnframt fram að 300 prósenta aukning hafi orðið í áhorfi á efnisveituna Stöð 2+ og í dag hafi rúmlega fjörutíu þúsund heimili aðgang að veitunni. „Við erum í dag með fjölbreytt úrval afþreyingar, bæði hágæða línulega dagskrá og beinar útsendingar á íþróttum en ekki síst gríðarlega öfluga efnisveitu sem fer sífellt stækkandi, bæði hvað varðar efni og áskrifendur. Samanburður á heildaráhorfi okkar við línulega dagskrá RÚV er ekki réttur enda aðeins hluti áhorfs okkar í línulegri dagskrá. Áhorf á Stöð 2+ er utan mælinga Gallup en þar hafa yfir 40.000 heimili aðgang og notkun eykst í hverjum mánuði. Við fögnum frábærum viðbrögðum markaðarins og hlökkum til þess að efla efnisframboð okkar og þjónustu enn frekar næstu misseri,“ segir Heiðar Guðjónsson forstjóri Stöðvar 2 í tilkynningunni. Vísir og Stöð 2 eru í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira