Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2021 11:25 Kvöldfréttatími Stöðvar 2 verður aðeins aðgengilegur áskrifendum frá og með 18. janúar. Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Sýn, eiganda Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, að kvöldfréttir Stöðvar 2 hafi í 34 ár, frá upphafsárinu 1986, verið hluti af daglegu lífi þjóðarinnar. Á þessum tíma hafi umhverfi fjölmiðla tekið miklum breytingum. Í því samhengi má nefna breytt auglýsingaumhverfi þar sem sífellt stærri hluti fer til erlendra stórfyrirtækja á borð við Google og Facebook. „Stöð 2 hefur verið leiðandi og ætlar sér að vera það áfram. Frá og með 18. janúar verða kvöldfréttir Stöðvar 2 aðeins aðgengilegar áskrifendum og þannig verður grundvöllur fréttastofu Stöðvar 2 tryggður til framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Kvöldfréttatíminn verður áfram sendur út í beinni útsendingu á Bylgjunni og birtist í formi myndbrota á Vísi eftir að útsendingu lýkur á Stöð 2. Stöð 2 hefur haldið úti fréttum frá 9. október 1986 og hér að neðan má sjá fyrstu fréttina sem fjallaði um leiðtogafundinn í Höfða. Áfram öflug fréttaþjónusta í sjónvarpi „Þetta er sóknaraðgerð. Með þessari aðgerð erum við að tryggja fréttastofuna enn frekar í sessi,“ segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn. „Við erum þess fullviss að með stuðningi áskrifenda skapist forsendur til að standa vörð um öfluga fréttaþjónustu og framleiðslu innlends efnis. Á síðasta ári framleiddi Stöð 2 alls 48 íslenskar þáttaraðir og viðburði sem er gríðarleg aukning frá fyrri árum. Við höldum ótrauð áfram á sömu braut og kynnum á sama tíma fleiri viðskiptavini fyrir Stöð2+, stærstu efnisveitu landsins með íslenskt efni, á áður óþekktu verði,“ segir Þórhallur. Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segir breytingarnar gera fréttastofunni kleift að standa vörð um öfluga fréttaþjónustu í sjónvarpi. „Breyttar aðstæður kalla á nýjar áherslur í fjölmiðlun en það sem breytist ekki er áhersla okkar á traust, vandvirkni og nálægð við fólk. Fréttastofan verður því áfram leiðandi í miðlun frétta – á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni,“ segir Þórir. Stöð 2+ fylgir áskrift að Stöð 2 Í fréttatilkynningunni frá Sýn segir að áskrift að Stöð 2 fylgi framvegis aðgangur að Stöð 2+ (áður Maraþon) á 7.990 krónur á mánuði en Stöð2+ er stærsta efnisveita landsins með íslenskt efni. Hægt verði að tryggja sér áskrift frá og með morgundeginum, þriðjudeginum 12. janúar. Á sama tíma verði breyting á áskriftarskilmálum sem felst í því að engin binding sé á áskriftum umfram líðandi mánuð. Óhætt er að segja að gengið hafi á ýmsu þegar Stöð 2 var komið á laggirnar árið 1986 eins og rakið var í heimildarþáttunum Ljósvakavíkingarnir, sem eru aðgengilegir á Vísi. Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Fram kemur í fréttatilkynningu frá Sýn, eiganda Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, að kvöldfréttir Stöðvar 2 hafi í 34 ár, frá upphafsárinu 1986, verið hluti af daglegu lífi þjóðarinnar. Á þessum tíma hafi umhverfi fjölmiðla tekið miklum breytingum. Í því samhengi má nefna breytt auglýsingaumhverfi þar sem sífellt stærri hluti fer til erlendra stórfyrirtækja á borð við Google og Facebook. „Stöð 2 hefur verið leiðandi og ætlar sér að vera það áfram. Frá og með 18. janúar verða kvöldfréttir Stöðvar 2 aðeins aðgengilegar áskrifendum og þannig verður grundvöllur fréttastofu Stöðvar 2 tryggður til framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Kvöldfréttatíminn verður áfram sendur út í beinni útsendingu á Bylgjunni og birtist í formi myndbrota á Vísi eftir að útsendingu lýkur á Stöð 2. Stöð 2 hefur haldið úti fréttum frá 9. október 1986 og hér að neðan má sjá fyrstu fréttina sem fjallaði um leiðtogafundinn í Höfða. Áfram öflug fréttaþjónusta í sjónvarpi „Þetta er sóknaraðgerð. Með þessari aðgerð erum við að tryggja fréttastofuna enn frekar í sessi,“ segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn. „Við erum þess fullviss að með stuðningi áskrifenda skapist forsendur til að standa vörð um öfluga fréttaþjónustu og framleiðslu innlends efnis. Á síðasta ári framleiddi Stöð 2 alls 48 íslenskar þáttaraðir og viðburði sem er gríðarleg aukning frá fyrri árum. Við höldum ótrauð áfram á sömu braut og kynnum á sama tíma fleiri viðskiptavini fyrir Stöð2+, stærstu efnisveitu landsins með íslenskt efni, á áður óþekktu verði,“ segir Þórhallur. Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segir breytingarnar gera fréttastofunni kleift að standa vörð um öfluga fréttaþjónustu í sjónvarpi. „Breyttar aðstæður kalla á nýjar áherslur í fjölmiðlun en það sem breytist ekki er áhersla okkar á traust, vandvirkni og nálægð við fólk. Fréttastofan verður því áfram leiðandi í miðlun frétta – á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni,“ segir Þórir. Stöð 2+ fylgir áskrift að Stöð 2 Í fréttatilkynningunni frá Sýn segir að áskrift að Stöð 2 fylgi framvegis aðgangur að Stöð 2+ (áður Maraþon) á 7.990 krónur á mánuði en Stöð2+ er stærsta efnisveita landsins með íslenskt efni. Hægt verði að tryggja sér áskrift frá og með morgundeginum, þriðjudeginum 12. janúar. Á sama tíma verði breyting á áskriftarskilmálum sem felst í því að engin binding sé á áskriftum umfram líðandi mánuð. Óhætt er að segja að gengið hafi á ýmsu þegar Stöð 2 var komið á laggirnar árið 1986 eins og rakið var í heimildarþáttunum Ljósvakavíkingarnir, sem eru aðgengilegir á Vísi.
Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira