Útihlaupið veldur Kristófer enn vandræðum Sindri Sverrisson skrifar 29. janúar 2021 13:00 Kristófer Acox er algjör máttarstólpi í liði Vals, með flest stig og flest fráköst að meðaltali í leik. vísir/vilhelm Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, hefur ekki jafnað sig til fulls af kálfameiðslum sem hann hlaut í útihlaupi þegar æfingar innanhúss voru bannaðar fyrr í vetur. Kristófer missti af landsleikjum í nóvember eftir að hafa meiðst í kálfa. Meiðslin hafa áfram truflað hann í fyrstu leikjum Vals á þessu ári, eftir hléið langa sem var í Dominos-deildinni vegna samkomutakmarkana af völdum kórónuveirufaraldursins. @krisacox spilar ekki með A-landsliðinu í lok mánaðarins vegna meiðsla.Tognaði aftan í læri við útihlaup á frjálsíþróttavelli. Drengurinn er alinn upp á parketi, en er meinaður aðgangur að slíkum lífsgæðum#korfubolti #ÍSÍ— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) November 17, 2020 Kristófer varð til að mynda að hætta leik í 3. leikhluta í 88-81 sigrinum gegn Hetti í gærkvöld. Í stuttu spjalli við Vísi eftir leik kvaðst hann þurfa tíma svo að kálfinn jafnaði sig betur, en þann tíma væri erfitt að finna enda spilað þétt þessar vikurnar. Valur mætir Þór á Akureyri á sunnudaginn og spilar svo þrjá leiki í febrúar þar til að landsleikjahléið kemur 13. febrúar. „Kristófer meiddist í útihlaupi í „COVID-tíðinni“ í nóvember. Við erum í vandkvæðum með hann. Ef hann stífnar upp í kálfanum þá getur það haft slæmar afleiðingar,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Þrátt fyrir að hafa ekki jafnað sig til fulls af meiðslunum er Kristófer atkvæðamestur Valsmanna það sem af er leiktíð með 18,2 stig og 9,3 fráköst að meðaltali í leik. Með sterkara lið eftir landsleikjahléið Valsmenn hafa hins vegar verið alveg án landsliðsmannsins Frank Booker vegna meiðsla og þá hefur leit að bandarískum leikmanni ekki skilað árangri enn. „Booker verður ekki klár fyrr en eftir landsleikjahléið. Við munum bæta við okkur bandarískum leikmanni en ég vil ekki spá mikið í því. Við erum með þetta lið núna og það býr mikið meira í þessu liði en við höfum náð að sýna,“ sagði Finnur. En er ljóst hvenær Valur fær sinn bandaríska leikmann? „Ég stórefast um að hann verði kominn áður en þetta hraðmót klárast en við sjáum til,“ sagði Finnur, svo búast má við að Valur spili áfram næstu fjóra leiki án bandarísks leikmanns. Hlé verður á Dominos-deildinni, vegna landsleikja, frá 13.-27. febrúar. Dominos-deild karla Valur Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira
Kristófer missti af landsleikjum í nóvember eftir að hafa meiðst í kálfa. Meiðslin hafa áfram truflað hann í fyrstu leikjum Vals á þessu ári, eftir hléið langa sem var í Dominos-deildinni vegna samkomutakmarkana af völdum kórónuveirufaraldursins. @krisacox spilar ekki með A-landsliðinu í lok mánaðarins vegna meiðsla.Tognaði aftan í læri við útihlaup á frjálsíþróttavelli. Drengurinn er alinn upp á parketi, en er meinaður aðgangur að slíkum lífsgæðum#korfubolti #ÍSÍ— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) November 17, 2020 Kristófer varð til að mynda að hætta leik í 3. leikhluta í 88-81 sigrinum gegn Hetti í gærkvöld. Í stuttu spjalli við Vísi eftir leik kvaðst hann þurfa tíma svo að kálfinn jafnaði sig betur, en þann tíma væri erfitt að finna enda spilað þétt þessar vikurnar. Valur mætir Þór á Akureyri á sunnudaginn og spilar svo þrjá leiki í febrúar þar til að landsleikjahléið kemur 13. febrúar. „Kristófer meiddist í útihlaupi í „COVID-tíðinni“ í nóvember. Við erum í vandkvæðum með hann. Ef hann stífnar upp í kálfanum þá getur það haft slæmar afleiðingar,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Þrátt fyrir að hafa ekki jafnað sig til fulls af meiðslunum er Kristófer atkvæðamestur Valsmanna það sem af er leiktíð með 18,2 stig og 9,3 fráköst að meðaltali í leik. Með sterkara lið eftir landsleikjahléið Valsmenn hafa hins vegar verið alveg án landsliðsmannsins Frank Booker vegna meiðsla og þá hefur leit að bandarískum leikmanni ekki skilað árangri enn. „Booker verður ekki klár fyrr en eftir landsleikjahléið. Við munum bæta við okkur bandarískum leikmanni en ég vil ekki spá mikið í því. Við erum með þetta lið núna og það býr mikið meira í þessu liði en við höfum náð að sýna,“ sagði Finnur. En er ljóst hvenær Valur fær sinn bandaríska leikmann? „Ég stórefast um að hann verði kominn áður en þetta hraðmót klárast en við sjáum til,“ sagði Finnur, svo búast má við að Valur spili áfram næstu fjóra leiki án bandarísks leikmanns. Hlé verður á Dominos-deildinni, vegna landsleikja, frá 13.-27. febrúar.
Dominos-deild karla Valur Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira