Þoturnar voru 36 í fyrra, núna duga 2-3 til að flytja farþegana Kristján Már Unnarsson skrifar 9. október 2020 22:00 Boeing 757 þotur Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Mynd/Vísir. Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þotan Öræfajökull flaug í gær í síðasta sinn frá Íslandi þegar flugmenn Icelandair flugu henni til niðurrifs í Kansas í Bandaríkjunum. Í morgun flaug svo þotan Snæfellsjökull vestur um haf, sú fyrsta af níu sem fara til geymslu í eyðimörk þar til betur árar. Þotan Öræfajökull, TF-ISL, flaug í síðasta sinn frá Íslandi í gær.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En rétt eins og sauðfjárbændur ákveða nú á haustdögum hvaða kindum verði slátrað þurfa ráðamenn Icelandair jafnframt að ákveða hve margar þotur verði á vetur setjandi. „Við vorum með svona 36 vélar, eitthvað svoleiðis, þegar við vorum í sem allra mestum rekstri hérna á síðustu tveimur árum. Í dag eru þetta.. í raun og veru þarf 2-3 farþegavélar til að uppfylla þörfina sem við fljúgum,“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Stöð 2/Einar Árnason. Stórum hluta Boeing 757 flotans var strax í vor lagt til langtímageymslu á útistæðum við Leifsstöð. Það þótti í lagi í sumar en þykir verra í íslenskum vetri á Miðnesheiði. „Þá fer að blása, það er selta í loftinu, sem gera þetta ekkert sérstaklega hentugan stað til að geyma flugvélar. Við sendum þær til Roswell í New Mexico að þessu sinni, sem er hálfgerð eyðimörk.“ Þrjár þotur hafa verið seldar. „Það er alltaf gaman að sjá vélarnar öðlast framhaldslíf. Þær eru að fara í fraktbreytingu þessar þrjár og fara síðan í rekstur væntanlega hjá amerískum flugrekstraraðila,“ segir Jens. Fjórar verða rifnar í varahluti, þar af tvær í Keflavík. Úr flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Mynd/Stöð 2. „Ef allt gengur upp hjá okkur, þá erum við að prófa í fyrsta skipti núna á næstu vikum að rífa flugvélar hér í Keflavík. Það er mjög spennandi verkefni. Það þýðir auðvitað að við höfum meiri stjórn á ferlinu, getum tryggt það að við höfum hámarks aðgengi að þeim hlutum sem við viljum sannarlega nýta í okkar vélum. Þetta býr líka til störf og nýja þekkingu, sem er verðmætt í þessu ástandi,“ segir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir réttu ári var byrjað að ferja Boeing 737 MAX-vélar Icelandair til Spánar: Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26 Stórt verkefni flugvirkja að vernda flugflota Icelandair Meirihluti flugvirkja Icelandair sinnir nú sérhæfðu geymsluverkefni, sem er að verja kyrrsettar flugvélar skemmdum svo þær verði klárar til flugs á ný um leið og þörf verður fyrir þær. 28. maí 2020 22:39 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þotan Öræfajökull flaug í gær í síðasta sinn frá Íslandi þegar flugmenn Icelandair flugu henni til niðurrifs í Kansas í Bandaríkjunum. Í morgun flaug svo þotan Snæfellsjökull vestur um haf, sú fyrsta af níu sem fara til geymslu í eyðimörk þar til betur árar. Þotan Öræfajökull, TF-ISL, flaug í síðasta sinn frá Íslandi í gær.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En rétt eins og sauðfjárbændur ákveða nú á haustdögum hvaða kindum verði slátrað þurfa ráðamenn Icelandair jafnframt að ákveða hve margar þotur verði á vetur setjandi. „Við vorum með svona 36 vélar, eitthvað svoleiðis, þegar við vorum í sem allra mestum rekstri hérna á síðustu tveimur árum. Í dag eru þetta.. í raun og veru þarf 2-3 farþegavélar til að uppfylla þörfina sem við fljúgum,“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Stöð 2/Einar Árnason. Stórum hluta Boeing 757 flotans var strax í vor lagt til langtímageymslu á útistæðum við Leifsstöð. Það þótti í lagi í sumar en þykir verra í íslenskum vetri á Miðnesheiði. „Þá fer að blása, það er selta í loftinu, sem gera þetta ekkert sérstaklega hentugan stað til að geyma flugvélar. Við sendum þær til Roswell í New Mexico að þessu sinni, sem er hálfgerð eyðimörk.“ Þrjár þotur hafa verið seldar. „Það er alltaf gaman að sjá vélarnar öðlast framhaldslíf. Þær eru að fara í fraktbreytingu þessar þrjár og fara síðan í rekstur væntanlega hjá amerískum flugrekstraraðila,“ segir Jens. Fjórar verða rifnar í varahluti, þar af tvær í Keflavík. Úr flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Mynd/Stöð 2. „Ef allt gengur upp hjá okkur, þá erum við að prófa í fyrsta skipti núna á næstu vikum að rífa flugvélar hér í Keflavík. Það er mjög spennandi verkefni. Það þýðir auðvitað að við höfum meiri stjórn á ferlinu, getum tryggt það að við höfum hámarks aðgengi að þeim hlutum sem við viljum sannarlega nýta í okkar vélum. Þetta býr líka til störf og nýja þekkingu, sem er verðmætt í þessu ástandi,“ segir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir réttu ári var byrjað að ferja Boeing 737 MAX-vélar Icelandair til Spánar:
Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26 Stórt verkefni flugvirkja að vernda flugflota Icelandair Meirihluti flugvirkja Icelandair sinnir nú sérhæfðu geymsluverkefni, sem er að verja kyrrsettar flugvélar skemmdum svo þær verði klárar til flugs á ný um leið og þörf verður fyrir þær. 28. maí 2020 22:39 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08
Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26
Stórt verkefni flugvirkja að vernda flugflota Icelandair Meirihluti flugvirkja Icelandair sinnir nú sérhæfðu geymsluverkefni, sem er að verja kyrrsettar flugvélar skemmdum svo þær verði klárar til flugs á ný um leið og þörf verður fyrir þær. 28. maí 2020 22:39