Viðskipti innlent

Falsaðir seðlar í töluverðri umferð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ragnheiður Jónsdóttir prýðir fimm þúsund króna seðilinn.
Ragnheiður Jónsdóttir prýðir fimm þúsund króna seðilinn.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að undanfarið hafi borið á tilkynningum um falsaða peningaseðla, bæði fimm þúsund og tíu þúsund króna seðla, auk evru seðla. Nokkur slík mál eru til rannsóknar að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni.

Lögreglan beinir því þeim tilmælum til afgreiðslufólks að vera á varðbergi vegna þessa og hvetur jafnframt til þess að þeir sem eru í afgreiðslustörfum kynni sér helstu öryggisþætti íslenskra peningaseðla á heimasíðu Seðlabanka Íslands, en með þær upplýsingar að leiðarljósi á að vera auðvelt að greina á milli falsaðra og ófalsaðra peningaseðla. 

Á vef Evrópska seðlabankans koma jafnframt fram upplýsingar um hvernig skoða megi evru seðla til að meta hvort þeir séu falsaðir. Ef fólk verður vart við falsaðan seðil skal kalla til lögreglu í gegnum 112.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
2,53
93
6.528.290
REGINN
0,93
4
8.473
SYN
0,35
3
10.857
ICEAIR
0,34
78
48.966
SKEL
0,28
3
485

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
-3,94
4
76.160
VIS
-2,82
15
208.765
MAREL
-2,09
52
552.089
LEQ
-1,54
1
51
REITIR
-1,33
6
31.951
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.