NBA dagsins: Boston bauð til sóknarveislu gegn Cleveland Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2021 15:01 Jaylen Brown héldu engin bönd gegn Cleveland Cavaliers. getty/Maddie Meyer Eftir þrjú töp í röð vann Boston Celtics stórsigur á Cleveland Cavaliers, 141-103, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Eins og lokatölurnar gefa til kynna var sóknarleikur Boston-manna virkilega góður. Þeir hittu úr 55,9 prósent skota sinna í leiknum og helmingur þriggja stiga skota þeirra rötuðu rétta leið. Sex leikmenn Boston skoruðu ellefu stig eða meira í leiknum í nótt. Jaylen Brown var stigahæstur heimamanna með 33 stig þrátt fyrir að spila aðeins í nítján mínútur. Frá því skotklukkan var tekin upp timabilið 1954-55 hefur enginn leikmaður í NBA skorað jöfn mörg stig á jafn fáum mínútum og Brown í nótt. Jaylen Brown scored 33 points in fewer than 20 minutes played tonight. According to @EliasSports that's the most by any player in a game they played fewer than 20 minutes since 1954-55 (shot-clock era). pic.twitter.com/t1Fg0Pm79R— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 25, 2021 Brown hefur verið í stuði að undanförnu og skorað 25 stig eða meira í síðustu fjórum leikjum Boston. Hann er sjötti stigahæsti leikmaður NBA með 27,3 stig að meðaltali í leik. Aðalskorari Cleveland, Colin Sexton, fann sig ekki í leiknum í nótt, tók bara átta skot og skoraði aðeins þrettán stig. Andre Drummond, frákastahæsti leikmaður NBA, hafði einnig hægt um sig með ellefu stig og fimm fráköst. Fyrrverandi leikmaður Boston, Gordon Hayward, var hetja Charlotte Hornets þegar liðið sigraði Orlando Magic, 104-107. Hayward skoraði sigurkörfu Charlotte þegar 0,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann skoraði alls 39 stig og tók níu fráköst. Los Angeles Clippers er óstöðvandi þessa dagana og vann sinn sjöunda leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Oklahoma City Thunder, 108-100. Clippers er á toppi Vesturdeildarinnar. Allt það helsta úr ofannefndum leikjum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan sem og tíu flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins 25. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Sjá meira
Eins og lokatölurnar gefa til kynna var sóknarleikur Boston-manna virkilega góður. Þeir hittu úr 55,9 prósent skota sinna í leiknum og helmingur þriggja stiga skota þeirra rötuðu rétta leið. Sex leikmenn Boston skoruðu ellefu stig eða meira í leiknum í nótt. Jaylen Brown var stigahæstur heimamanna með 33 stig þrátt fyrir að spila aðeins í nítján mínútur. Frá því skotklukkan var tekin upp timabilið 1954-55 hefur enginn leikmaður í NBA skorað jöfn mörg stig á jafn fáum mínútum og Brown í nótt. Jaylen Brown scored 33 points in fewer than 20 minutes played tonight. According to @EliasSports that's the most by any player in a game they played fewer than 20 minutes since 1954-55 (shot-clock era). pic.twitter.com/t1Fg0Pm79R— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 25, 2021 Brown hefur verið í stuði að undanförnu og skorað 25 stig eða meira í síðustu fjórum leikjum Boston. Hann er sjötti stigahæsti leikmaður NBA með 27,3 stig að meðaltali í leik. Aðalskorari Cleveland, Colin Sexton, fann sig ekki í leiknum í nótt, tók bara átta skot og skoraði aðeins þrettán stig. Andre Drummond, frákastahæsti leikmaður NBA, hafði einnig hægt um sig með ellefu stig og fimm fráköst. Fyrrverandi leikmaður Boston, Gordon Hayward, var hetja Charlotte Hornets þegar liðið sigraði Orlando Magic, 104-107. Hayward skoraði sigurkörfu Charlotte þegar 0,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann skoraði alls 39 stig og tók níu fráköst. Los Angeles Clippers er óstöðvandi þessa dagana og vann sinn sjöunda leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Oklahoma City Thunder, 108-100. Clippers er á toppi Vesturdeildarinnar. Allt það helsta úr ofannefndum leikjum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan sem og tíu flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins 25. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Sjá meira