Sögulega góður leikur hjá Jaylen Brown Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2021 08:01 Jaylen Brown skorar tvö af 33 stigum sínum gegn Cleveland Cavaliers. getty/Maddie Meyer Boston Celtics bauð til sóknarveislu þegar liðið sigraði Cleveland Cavaliers, 141-103, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston-menn voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum og hittu úr helmingi skota sinna þaðan. Jaylen Brown fór mikinn og skoraði 33 stig á aðeins nítján mínútum, þar af tuttugu stig í 3. leikhluta. Frá því skotklukkan var tekin upp tímabilið 1954-55 hefur enginn leikmaður skorað jafn mörg stig á minna en tuttugu mínútum en Brown gerði gegn Cleveland í nótt. Jaylen Brown's 33 points in 19 minutes tonight are the most by any player in fewer than 20 minutes played during the shot clock era (1954-55). @EliasSports pic.twitter.com/UjAQB4gBUU— NBA.com/Stats (@nbastats) January 25, 2021 Jaylen Brown scores the MOST POINTS in under 20 minutes played during the shot clock era (1954-55)! @FCHWPO: 33 PTS in 19 minutes played pic.twitter.com/zPdiEbxPvJ— NBA (@NBA) January 25, 2021 Kemba Walker skoraði 21 stig fyrir Boston sem er enn án Jaysons Tatum. Þetta var fyrsti sigur Boston í fjórum leikjum á meðan Cleveland hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir leikinn í nótt. Kawhi Leonard fór fyrir Los Angeles Clippers sem vann Oklahoma City Thunder, 108-100. Hann skoraði 34 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Kawhi (34 PTS, 9 REB, 8 AST) leads the @LAClippers to their 7th win in a row! pic.twitter.com/o7v9ODnB8p— NBA (@NBA) January 24, 2021 Serge Ibaka skoraði sautján stig fyrir Clippers sem hefur unnið sjö leiki í röð og komið sér fyrir á toppi Vesturdeildarinnar. Gordon Hayward var hetja Charlotte Hornets sem sigraði Orlando Magic, 104-107, á útivelli. Hann skoraði 39 stig, þar á meðal sigurkörfuna þegar 0,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Gordon Hayward (39 PTS, 13 in the 4th Q) hits the GAME-WINNING @hornets layup with 0.7 left! pic.twitter.com/nUzTqUjs64— NBA (@NBA) January 25, 2021 Sigurinn var kærkominn fyrir Charlotte sem hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn í nótt. Hayward hitti úr fimmtán af 25 skotum sínum, þar af fimm af átta skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Giannis Antetokounmpo skoraði 27 stig, tók fjórtán fráköst og gaf átta stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann Atlanta Hawks, 129-115, á heimavelli. Milwaukee er í 2. sæti Austurdeildarinnar á eftir Philadelphia 76ers sem lék ekki í nótt. 27 PTS, 14 REB, 8 AST for Giannis! @Giannis_An34 x @Bucks pic.twitter.com/D4n8IN1T46— NBA (@NBA) January 25, 2021 Damian Lillard var í miklu stuði þegar Portland Trail Blazers sigraði New York Knicks, 116-113. Hann skoraði 39 stig og gaf átta stoðsendingar. Portland er í 4. sæti Vesturdeildarinnar. EFFICIENT night for @Dame_Lillard in the @trailblazers W.39 PTS | 6 3PM | 11-17 FGM | 11-11 FTM pic.twitter.com/z33qwAUmQp— NBA (@NBA) January 25, 2021 Úrslit næturinnar Boston 141-103 Cleveland LA Clippers 108-100 Oklahoma Orlando 104-107 Charlotte Milwaukee 129-115 Atlanta Portland 116-113 NY Knicks San Antonio 121-101 Washington Indiana 102-107 Toronto NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Boston-menn voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum og hittu úr helmingi skota sinna þaðan. Jaylen Brown fór mikinn og skoraði 33 stig á aðeins nítján mínútum, þar af tuttugu stig í 3. leikhluta. Frá því skotklukkan var tekin upp tímabilið 1954-55 hefur enginn leikmaður skorað jafn mörg stig á minna en tuttugu mínútum en Brown gerði gegn Cleveland í nótt. Jaylen Brown's 33 points in 19 minutes tonight are the most by any player in fewer than 20 minutes played during the shot clock era (1954-55). @EliasSports pic.twitter.com/UjAQB4gBUU— NBA.com/Stats (@nbastats) January 25, 2021 Jaylen Brown scores the MOST POINTS in under 20 minutes played during the shot clock era (1954-55)! @FCHWPO: 33 PTS in 19 minutes played pic.twitter.com/zPdiEbxPvJ— NBA (@NBA) January 25, 2021 Kemba Walker skoraði 21 stig fyrir Boston sem er enn án Jaysons Tatum. Þetta var fyrsti sigur Boston í fjórum leikjum á meðan Cleveland hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir leikinn í nótt. Kawhi Leonard fór fyrir Los Angeles Clippers sem vann Oklahoma City Thunder, 108-100. Hann skoraði 34 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Kawhi (34 PTS, 9 REB, 8 AST) leads the @LAClippers to their 7th win in a row! pic.twitter.com/o7v9ODnB8p— NBA (@NBA) January 24, 2021 Serge Ibaka skoraði sautján stig fyrir Clippers sem hefur unnið sjö leiki í röð og komið sér fyrir á toppi Vesturdeildarinnar. Gordon Hayward var hetja Charlotte Hornets sem sigraði Orlando Magic, 104-107, á útivelli. Hann skoraði 39 stig, þar á meðal sigurkörfuna þegar 0,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Gordon Hayward (39 PTS, 13 in the 4th Q) hits the GAME-WINNING @hornets layup with 0.7 left! pic.twitter.com/nUzTqUjs64— NBA (@NBA) January 25, 2021 Sigurinn var kærkominn fyrir Charlotte sem hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn í nótt. Hayward hitti úr fimmtán af 25 skotum sínum, þar af fimm af átta skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Giannis Antetokounmpo skoraði 27 stig, tók fjórtán fráköst og gaf átta stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann Atlanta Hawks, 129-115, á heimavelli. Milwaukee er í 2. sæti Austurdeildarinnar á eftir Philadelphia 76ers sem lék ekki í nótt. 27 PTS, 14 REB, 8 AST for Giannis! @Giannis_An34 x @Bucks pic.twitter.com/D4n8IN1T46— NBA (@NBA) January 25, 2021 Damian Lillard var í miklu stuði þegar Portland Trail Blazers sigraði New York Knicks, 116-113. Hann skoraði 39 stig og gaf átta stoðsendingar. Portland er í 4. sæti Vesturdeildarinnar. EFFICIENT night for @Dame_Lillard in the @trailblazers W.39 PTS | 6 3PM | 11-17 FGM | 11-11 FTM pic.twitter.com/z33qwAUmQp— NBA (@NBA) January 25, 2021 Úrslit næturinnar Boston 141-103 Cleveland LA Clippers 108-100 Oklahoma Orlando 104-107 Charlotte Milwaukee 129-115 Atlanta Portland 116-113 NY Knicks San Antonio 121-101 Washington Indiana 102-107 Toronto NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Boston 141-103 Cleveland LA Clippers 108-100 Oklahoma Orlando 104-107 Charlotte Milwaukee 129-115 Atlanta Portland 116-113 NY Knicks San Antonio 121-101 Washington Indiana 102-107 Toronto
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira