Handbolti

Danir bókuðu sæti í 8-liða úr­slitum og Þýska­land vann Brasilíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Emil M. Jakobsen skoraði tólf mörk er Danir tryggðu sæti sitt í 8-liða úrslitum.
Emil M. Jakobsen skoraði tólf mörk er Danir tryggðu sæti sitt í 8-liða úrslitum. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat

Tveir íslenskir þjálfarar voru í eldlínunni í síðustu tveimur leikjum dagsins á HM í handbolta. Dagur Sigurðsson horfði á Dani tryggja sér sæti í átta liða úrslitum mótsins á meðan Alfreð Gíslason stýrði Þjóðverjum til sigurs.

Japan gaf Danmörku hörkuleik í milliriðli tvö en staðan var 19-17 Dönum í vil í hálfleik. Þegar leið á leikinn þó jókst forysta Dana og unnu þeir á endanum sannfærandi sjö marka sigur, lokatölur 34-27.

Emil M. Jakobsen var óstöðvandi í liði Danmerkur en hann skoraði tólf mörk í leiknum. Hjá Japan var Yuto Agarie markahæstur með sjö mörk.

Í milliriðli eitt vann Þýskaland öruggan sigur á Brasilíu í leik sem skipti litlu máli þar sem Spánn og Ungverjaland höfðu þegar tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum.

Þýskaland vann einnig sjö marka sigur, lokatölur 31-24 lærisveinum Alfreðs í vil. Johannes Golla var markahæstur í þýska liðinu með sjö mörk á meðan Rogério Ferreira Moraes var markahæstur hjá Brössunum með sex mörk.


Tengdar fréttir

Sagði upp í beinni út­sendingu

Lino Cervar, þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta, sagði af sér í beinni útsendingu eftir óvænt fjögurra marka tap gegn Argentínu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×