Handbolti

Danir unnu Bar­ein örugg­lega

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mathias Gidsel fór hamförum í kvöld.
Mathias Gidsel fór hamförum í kvöld. EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany

Síðustu þremur leikjum dagsins á HM í handbolta er lokið. Danir unnu stórsigur á Barein, Ungverjaland lagði Grænhöfðaeyjar örugglega og Pólland vann Túnis.

Í A-riðli unnu Ungverjar sjö marka sigur á Grænhöfðaeyjum, lokatölur 34-27. Ungverjar eru því í 2. sæti á eftir Þjóðverjum.

Í B-riðli vann Pólland nauman tveggja marka sigur á Túnis, 30-28. Leikurinn var í járnum nær allan tímann og var það rétt undir lok leiks sem Pólverjar náðu forystu og tryggðu sér stigin tvö. Þar með náðu þeir einnig toppsæti riðilsins eftir óvænt jafntefli Spánar og Brasilíu fyrr í dag.

Þá unnu Danir 14 marka sigur á Barein í D-riðli. Sigurinn var aldrei í hættu og munurinn orðinn níu mörk í hálfleik. Mathias Gidsel var langmarkahæstur Danmerkur með 10 mörk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×