Handbolti

Dagur náði jafn­tefli, Spánn bjargaði stigi undir lokin og Þýska­land skoraði 43 mörk

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lærisveinar Dags Sigurðssonar í japanska landsliðinu náðu ótrúlegu jafntefli gegn Króatíu á HM í handbolta í dag.
Lærisveinar Dags Sigurðssonar í japanska landsliðinu náðu ótrúlegu jafntefli gegn Króatíu á HM í handbolta í dag. EPA-EFE/Hazem Gouda

Nokkur ótrúleg úrslit áttu sér stað á HM í handbolta sem nú fer fram í Egyptalandi. Japan – undir stjórn Dags Sigurðssonar – gerði jafntefli við Króatíu, Brasilía vann Spán og Þýskaland vann stórsigur á Úrúgvæ.

Katar lagði Angóla með fimma marka mun, 30-25, í fyrri leik dagsins í C-riðli. Síðari leikur riðilsins var leikur Króatíu og lærisveina Dags Sigurðssonar í japanska landsliðinu. Leiknum lauk með jafntefi, 29-29, en Japan komst mest sex mörkum yfir í fyrri hálfleik.

Munurinn var kominn niður í þrjú mörk í hálfleik og á endanum jafnaði Króatía metin og var leikurinn í járum frá því Króatía jafnaði metin á 48. mínútu leiksins. Japan leiddi með einu marki á lokamínútunni en Króatía jafnaði metin í blálokin þökk sé marki Ivan Čupić af vítalínunni.

Rennesuke Tokuda og Yuto Agarie voru markahæstir í liði Japans með fimm mörk hvor á meðan Marino Marić var markahæstur hjá króatíska liðinu með sjö mörk.

Í B-riðili gerðu Spánn og Brasilía jafntefli, 29-29, þar sem Raúl Entrerríos bjargaði stigi fyrir Spán með síðustu sókn leiksins. Spánverjar leiddu með sex mörkum í síðari hálfleik en Brasilía gafst ekki upp og var hársbreidd frá því að stela sigrinum með ótrúlegri spilamennsku undir lok leiks.

Í A-riðli vann Þýskaland 29 marka sigur á Úrúgvæ, lokatölur 43-14. Alfreð Gíslason er þjálfari þýska liðsins. Í D-riðli vann Argentína sex marka sigur á Kongó, 28-22.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×