Lærdómur ársins 2020 getur markað nýtt upphaf Tómas Njáll Möller skrifar 15. janúar 2021 08:00 Árið 2020 kenndi okkur svo sannarlega að óvæntar breytingar eru hluti af veruleika okkar en jafnframt, svo litið sé á jákvæðu hliðina, að við höfum miklu meiri getu til að bregðast við áföllum en okkur órar fyrir þegar hlutirnir ganga sinn vanagang og allt virðist eðlilegt. Veiran sem nú í tæpt ár hefur gert okkur lífið leitt minnti okkur á hve háð við erum náttúrunni og vanmáttug gagnvart frávikum hennar en einnig hvers við erum megnug þegar við snúum bökum saman. Nú hyllir undir að með bóluefni náum við að kveða Covid-19 í kútinn á tiltölulega skömmum tíma en við getum ekki alltaf treyst því að ná tökum á aðsteðjandi ógn og vanda innan ákveðinna og tiltölulega stuttra tímamarka. Lausn sjálfbærnihallans er tímafrek Afleiðingar loftslagsmengunar, óhóflegs ágangs á lykilvistkerfi jarðar og ógætilegrar úrgangslosunar lúta tímatali náttúrunnar sem telur í áratugum og öldum frekar en árum. Þar er ekki að vænta skyndilegs sigurs eða umbreytinga á skömmum tíma, hvað þá ársfjórðungum sem er algengt tímatal á fjármálamörkuðum. Við höfum reynt svo hressilega á þolmörk náttúrunnar og gengið á takmarkaðar auðlindir að það mun taka langan tíma að ná tökum á ástandinu, en það er gerlegt. Fyrirtæki sem áður störfuðu innan borga eða landa starfa nú þvert á landamæri og heimsálfur. Framleiðslugeta þeirra er nær takmarkalaus og eftirspurn eftir vöru og þjónustu vex hratt. Framleiðsla er því miður í of ríkum mæli í andstöðu við lögmál náttúrunnar. Hún byggir um of á notkun takmarkaðra auðlinda þar sem hráefni er ekki endurnýtanlegt nema að hluta og frákast frá framleiðslu samlagast ekki náttúrunni heldur safnast þar upp og veldur henni skaða. Á fáum áratugum hefur mannkynið þróast úr að vera lítið þorp á stórri jörð í risastóra borg á lítilli jörð. Því hefur fylgt fordæmalaus velsæld en hún er því miður ekki sjálfbær. Við erum að taka lán hjá komandi kynslóðum, skuld sem óvíst er hvernig hægt er að greiða til baka. Þjóðir og fyrirtæki bregðast við ógninni Þjóðir heims hafa þegar brugðist við þessum vanda að nokkru leyti og má nefna Parísarsáttmálann frá árinu 2015 og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í því sambandi. Evrópusambandið hefur kynnt áætlun um sjálfbærni, Kínverjar stefna á kolefnishlutleysi 2060 og mörg ríki Bandaríkjanna hafa unnið eftir áætlunum um sjálfbærni undanfarin ár. Þá fjölgar ört í hópi fyrirtækja og fjárfesta sem skuldbinda sig til að ná kolefnishlutleysi í starfsemi sinni fyrir árið 2050. Hér höfum við Íslendingar líka verk að vinna. En það kallar á nýja hugsun, nýjar áherslur og breyttar venjur. Um leið getur það þó falið í sér nær takmarkalaus tækifæri. Hér er lag fyrir okkur öll að vinna saman. Nú er hafinn áratugur aðgerða. Stærstu viðskiptatækifæri okkar tíma Mark Carney, fyrrum bankastjóri Englandsbanka, sagði nýlega í ræðu að öll fyrirtæki og fjárfestar þurfi að hugsa viðskiptalíkön sín upp á nýtt með sjálfbærni að leiðarljósi. Það gæti komið í veg fyrir að við ógnum framtíð komandi kynslóða og um leið skapað okkur stærri viðskiptatækifæri en við höfum áður séð. Við þurfum öll að hugsa um hvaða hlutverki við gegnum í þessu sambandi sem neytendur, starfsmenn, stjórnendur, fjárfestar og almennir borgarar. Um þetta hlutverk okkar og þær áskoranir sem náttúran og mannkynið standa frammi fyrir vegna okkar heimatilbúna sjálfbærnihalla verður fjallað á Janúarráðstefnu Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, 28. janúar n.k. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Nýtt upphaf.“ Þar verður rýnt í hvernig við getum virkjað til góðs þær hremmingar sem við tökumst nú á við og hvernig endurræsing efnahagslífsins eftir kórónuveirufaraldurinn getur markað nýtt upphaf og gefið tóninn varðandi hvernig best er að takast á við lofslagsvána og sjálfbærnihallann. Þær gríðarmiklu fjárfestingar og innviðauppbygging sem ráðist verður í þegar hagkerfi heimsins verða endurreist eftir kórónuveirufaraldurinn setja okkur í einstaka stöðu til að styðja við sjálfbæra auðlindanýtingu, hringrásarhagkerfi, aukið félagslegt jafnvægi og skilvirkari rekstur. Slíkt kallar á samstarf opinberra aðila, fyrirtækja, einstaklinga og fjármagnseigenda. Rétt viðbrögð í dag geta verið stærstu tækifæri okkar tíma. Heimsþekktir sérfræðingar munu á ráðstefnunni veita dýrmæta innsýn í þessi mál frá alþjóðavettvangi. Auk þess munu leiðtogar íslensks viðskiptalífs greina frá hvernig mál horfa við þeim frá íslenskum sjónarhóli. Ráðstefnan verður öllum opin og streymt inn á miðla Festu og helstu vefmiðla landsins. Höfundur er formaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsleg ábyrgð Tómas N. Möller Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 2020 kenndi okkur svo sannarlega að óvæntar breytingar eru hluti af veruleika okkar en jafnframt, svo litið sé á jákvæðu hliðina, að við höfum miklu meiri getu til að bregðast við áföllum en okkur órar fyrir þegar hlutirnir ganga sinn vanagang og allt virðist eðlilegt. Veiran sem nú í tæpt ár hefur gert okkur lífið leitt minnti okkur á hve háð við erum náttúrunni og vanmáttug gagnvart frávikum hennar en einnig hvers við erum megnug þegar við snúum bökum saman. Nú hyllir undir að með bóluefni náum við að kveða Covid-19 í kútinn á tiltölulega skömmum tíma en við getum ekki alltaf treyst því að ná tökum á aðsteðjandi ógn og vanda innan ákveðinna og tiltölulega stuttra tímamarka. Lausn sjálfbærnihallans er tímafrek Afleiðingar loftslagsmengunar, óhóflegs ágangs á lykilvistkerfi jarðar og ógætilegrar úrgangslosunar lúta tímatali náttúrunnar sem telur í áratugum og öldum frekar en árum. Þar er ekki að vænta skyndilegs sigurs eða umbreytinga á skömmum tíma, hvað þá ársfjórðungum sem er algengt tímatal á fjármálamörkuðum. Við höfum reynt svo hressilega á þolmörk náttúrunnar og gengið á takmarkaðar auðlindir að það mun taka langan tíma að ná tökum á ástandinu, en það er gerlegt. Fyrirtæki sem áður störfuðu innan borga eða landa starfa nú þvert á landamæri og heimsálfur. Framleiðslugeta þeirra er nær takmarkalaus og eftirspurn eftir vöru og þjónustu vex hratt. Framleiðsla er því miður í of ríkum mæli í andstöðu við lögmál náttúrunnar. Hún byggir um of á notkun takmarkaðra auðlinda þar sem hráefni er ekki endurnýtanlegt nema að hluta og frákast frá framleiðslu samlagast ekki náttúrunni heldur safnast þar upp og veldur henni skaða. Á fáum áratugum hefur mannkynið þróast úr að vera lítið þorp á stórri jörð í risastóra borg á lítilli jörð. Því hefur fylgt fordæmalaus velsæld en hún er því miður ekki sjálfbær. Við erum að taka lán hjá komandi kynslóðum, skuld sem óvíst er hvernig hægt er að greiða til baka. Þjóðir og fyrirtæki bregðast við ógninni Þjóðir heims hafa þegar brugðist við þessum vanda að nokkru leyti og má nefna Parísarsáttmálann frá árinu 2015 og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í því sambandi. Evrópusambandið hefur kynnt áætlun um sjálfbærni, Kínverjar stefna á kolefnishlutleysi 2060 og mörg ríki Bandaríkjanna hafa unnið eftir áætlunum um sjálfbærni undanfarin ár. Þá fjölgar ört í hópi fyrirtækja og fjárfesta sem skuldbinda sig til að ná kolefnishlutleysi í starfsemi sinni fyrir árið 2050. Hér höfum við Íslendingar líka verk að vinna. En það kallar á nýja hugsun, nýjar áherslur og breyttar venjur. Um leið getur það þó falið í sér nær takmarkalaus tækifæri. Hér er lag fyrir okkur öll að vinna saman. Nú er hafinn áratugur aðgerða. Stærstu viðskiptatækifæri okkar tíma Mark Carney, fyrrum bankastjóri Englandsbanka, sagði nýlega í ræðu að öll fyrirtæki og fjárfestar þurfi að hugsa viðskiptalíkön sín upp á nýtt með sjálfbærni að leiðarljósi. Það gæti komið í veg fyrir að við ógnum framtíð komandi kynslóða og um leið skapað okkur stærri viðskiptatækifæri en við höfum áður séð. Við þurfum öll að hugsa um hvaða hlutverki við gegnum í þessu sambandi sem neytendur, starfsmenn, stjórnendur, fjárfestar og almennir borgarar. Um þetta hlutverk okkar og þær áskoranir sem náttúran og mannkynið standa frammi fyrir vegna okkar heimatilbúna sjálfbærnihalla verður fjallað á Janúarráðstefnu Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, 28. janúar n.k. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Nýtt upphaf.“ Þar verður rýnt í hvernig við getum virkjað til góðs þær hremmingar sem við tökumst nú á við og hvernig endurræsing efnahagslífsins eftir kórónuveirufaraldurinn getur markað nýtt upphaf og gefið tóninn varðandi hvernig best er að takast á við lofslagsvána og sjálfbærnihallann. Þær gríðarmiklu fjárfestingar og innviðauppbygging sem ráðist verður í þegar hagkerfi heimsins verða endurreist eftir kórónuveirufaraldurinn setja okkur í einstaka stöðu til að styðja við sjálfbæra auðlindanýtingu, hringrásarhagkerfi, aukið félagslegt jafnvægi og skilvirkari rekstur. Slíkt kallar á samstarf opinberra aðila, fyrirtækja, einstaklinga og fjármagnseigenda. Rétt viðbrögð í dag geta verið stærstu tækifæri okkar tíma. Heimsþekktir sérfræðingar munu á ráðstefnunni veita dýrmæta innsýn í þessi mál frá alþjóðavettvangi. Auk þess munu leiðtogar íslensks viðskiptalífs greina frá hvernig mál horfa við þeim frá íslenskum sjónarhóli. Ráðstefnan verður öllum opin og streymt inn á miðla Festu og helstu vefmiðla landsins. Höfundur er formaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun