Körfubolti

Sig­rún Sjöfn: Varnar­leikur Vals er sjald­séður hér á Ís­landi

Andri Már Eggertsson skrifar
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir.
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. vísir/bára

Valur kjöldró stelpurnar frá Borgarnesi 91-58. Skallagrímur byrjaði leikinn ágætlega og komst yfir í upphafi leiks en í stöðunni 5 - 12 Skallagrím í vil tók Valur leikhlé og snéri taflinu algjörlega við og endaði á að vinna með 33. stiga mun.

„Það var vitað að fyrsti leikur eftir þessa pásu yrði erfiður, við erum með nánast nýtt lið frá því í fyrra af erlendum leikmönnum og erum við með nýja erlenda leikmenn sem við erum að kynnast inn á vellinum sem tekur alltaf sinn tíma. Við lentum fljótt undir og var þá erfitt að koma til baka og ná sigri,” sagði Sigrún Sjöfn Ámunadóttir, fyrirliði Skallagríms, um tapið í kvöld.

Skallagrímur byrjaði þó leikinn af krafti og komst yfir í upphafi leiks. Sigrún sagði að bæði lið tóku tíma í að finna taktinn í leiknum sem skilaði betri byrjun Skallagríms, Valur fundu síðan sína styrkleika og breyttu yfir í betri vörn sem Skallagrímur áttu ekki svör við.

„Valur spilaði frábæran varnarleik í kvöld, þær eru með góðan mannskap til að spila þessa vörn og erum við óvön að sjá svona varnarleik hér á Íslandi en þegar við vildum leysa hann þá gerðum við það en einstaklings framtakið fór með okkur sem skilaði sér í töpuðum boltum.”

Skallagrímur spilar sinn fyrsta heimaleik næstkomandi laugardag, liðið byrjaði fyrstu þrjá leiki sína á útivelli og er tilhlökkun í fyrirliðanum að komast á heimavöllinn.

„Það er alltaf gott að vera á heimavelli þar líður okkur best þó það séu ekki áhorfendur sem hefur verið mikill partur af okkar leik og gefið okkur ferska vinda en við vitum af þeim heima í stofu að fylgjast með okkur og hvetja okkur áfram,” sagði Sigrún og bætti við að þetta var ekki það sem þær ætluðu að sýna stuðningsmönnum sínum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×