Er ég kem heim í Búðardal Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 14. janúar 2021 07:00 Ætli flestir íbúar þessa lands kannist ekki við þennan þekkta dægurlagatexta eftir Þorstein Eggertsson. En veistu hvar Búðardalur er? Búðardalur stendur við Hvammsfjörð, einn af innfjörðum Breiðafjarðar (stígvélið á Íslandskortinu). Á einu augabragði fyrir nokkrum mánuðum breyttist heimsmyndin. Allt í einu varð ekkert mál að halda fjarfundi þar sem fjöldi fólks hittist, hvert við sitt skrifborð, í stað þess að koma saman í sama rými. En það leiðir líka af sér að fjöldi starfa krefjast þess ekki að vera unnin á ákveðnum stað. Þetta eru störf sem má vinna hvar sem er og hvenær sem er – til dæmis í Búðardal. Búðardalur er eini þéttbýlisstaðurinn í Dalabyggð, landbúnaðarhéraði sem geymir mikla sögu og er miðsvæðis mitt á milli Vestfjarða og höfuðborgarsvæðisins og mitt á milli Snæfellsness og Norðurlands vestra. Dalirnir eru náttúruparadís með útsýni út á Hvammsfjörð og hinar „óteljandi“ Breiðafjarðareyjar og þar eru fjölbreyttir útivistarmögluleikar. Svæðið er jafnframt óplægður akur tækifæra í ýmis konar ferðaþjónustu. Á síðasta ári var byggt nýtt fimm íbúða raðhús í Búðardal og á þessu ári ætlar leigufélagið Bríet að standa fyrir byggingu tveggja íbúða í Búðardal. Sveitarfélagið vinnur að því að koma ónýttu húsnæði í stjórnsýsluhúsinu í betri nýtingu – t.d. sem frumkvöðlasetur og vinnuaðstöðu fyrir fólk sem stundar fjarvinnu og vill komast dag og dag á fastan punkt. Þar sem ólíkt fólk sem vinnur ólík störf deilir sömu kaffistofu verða oft fjölbreyttar umræður. Ég nefndi söguna hér framar en fjölmargar af Íslendingasögunum rekja sig á einhvern hátt í Dalina. Fyrir tæpu ári síðan var Vínlandssetur opnað í Búðardal. Fyrsti búnaðarskóli landsins var í Ólafsdal og þar er Minjavernd með mikla uppbyggingu um þessar mundir. Vissir þú að fyrsta prentsmiðja landsins var í Dalabyggð – nánar tiltekið í Hrappsey? Það er rými fyrir fjölbreytta atvinnu nú sem þá. Í Búðardal eru lausar iðnaðarlóðir fyrir meðalstór fyrirtæki ef eigendur fyrirtækja eru að leita að nýjum stað til að byggja starfsemi sína upp til komandi framtíðar. Þegar okkur hefur tekist að kveða kórónuveiruna í kútinn, fer fólk að hugsa sér til hreyfings á nýjan leik. Eflaust sjá margir tækifæri í því að flytja út á land þar sem stutt er í fjölbreytta náttúru- og útivistarmöguleika. Ef þú ert í þannig hugleiðingum þá skora ég á þig að kynna þér Búðardal og Dalabyggð sem búsetukost – hver veit nema það muni verða veislunni margt í. Höfundur er oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar og er sauðfjárbóndi í Ásgarði (táin á stígvélinu) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eyjólfur Ingvi Bjarnason Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Ætli flestir íbúar þessa lands kannist ekki við þennan þekkta dægurlagatexta eftir Þorstein Eggertsson. En veistu hvar Búðardalur er? Búðardalur stendur við Hvammsfjörð, einn af innfjörðum Breiðafjarðar (stígvélið á Íslandskortinu). Á einu augabragði fyrir nokkrum mánuðum breyttist heimsmyndin. Allt í einu varð ekkert mál að halda fjarfundi þar sem fjöldi fólks hittist, hvert við sitt skrifborð, í stað þess að koma saman í sama rými. En það leiðir líka af sér að fjöldi starfa krefjast þess ekki að vera unnin á ákveðnum stað. Þetta eru störf sem má vinna hvar sem er og hvenær sem er – til dæmis í Búðardal. Búðardalur er eini þéttbýlisstaðurinn í Dalabyggð, landbúnaðarhéraði sem geymir mikla sögu og er miðsvæðis mitt á milli Vestfjarða og höfuðborgarsvæðisins og mitt á milli Snæfellsness og Norðurlands vestra. Dalirnir eru náttúruparadís með útsýni út á Hvammsfjörð og hinar „óteljandi“ Breiðafjarðareyjar og þar eru fjölbreyttir útivistarmögluleikar. Svæðið er jafnframt óplægður akur tækifæra í ýmis konar ferðaþjónustu. Á síðasta ári var byggt nýtt fimm íbúða raðhús í Búðardal og á þessu ári ætlar leigufélagið Bríet að standa fyrir byggingu tveggja íbúða í Búðardal. Sveitarfélagið vinnur að því að koma ónýttu húsnæði í stjórnsýsluhúsinu í betri nýtingu – t.d. sem frumkvöðlasetur og vinnuaðstöðu fyrir fólk sem stundar fjarvinnu og vill komast dag og dag á fastan punkt. Þar sem ólíkt fólk sem vinnur ólík störf deilir sömu kaffistofu verða oft fjölbreyttar umræður. Ég nefndi söguna hér framar en fjölmargar af Íslendingasögunum rekja sig á einhvern hátt í Dalina. Fyrir tæpu ári síðan var Vínlandssetur opnað í Búðardal. Fyrsti búnaðarskóli landsins var í Ólafsdal og þar er Minjavernd með mikla uppbyggingu um þessar mundir. Vissir þú að fyrsta prentsmiðja landsins var í Dalabyggð – nánar tiltekið í Hrappsey? Það er rými fyrir fjölbreytta atvinnu nú sem þá. Í Búðardal eru lausar iðnaðarlóðir fyrir meðalstór fyrirtæki ef eigendur fyrirtækja eru að leita að nýjum stað til að byggja starfsemi sína upp til komandi framtíðar. Þegar okkur hefur tekist að kveða kórónuveiruna í kútinn, fer fólk að hugsa sér til hreyfings á nýjan leik. Eflaust sjá margir tækifæri í því að flytja út á land þar sem stutt er í fjölbreytta náttúru- og útivistarmöguleika. Ef þú ert í þannig hugleiðingum þá skora ég á þig að kynna þér Búðardal og Dalabyggð sem búsetukost – hver veit nema það muni verða veislunni margt í. Höfundur er oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar og er sauðfjárbóndi í Ásgarði (táin á stígvélinu)
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar