Viðskipti erlent

Sylvía frá Icelandair til Origo

Atli Ísleifsson skrifar
Sylvía Ólafsdóttir.
Sylvía Ólafsdóttir. Origo

Sylvía Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo og tekur hún sæti í framkvæmdastjórn félagsins.

Í tilkynningu frá Origo kemur fram að Sylvía komi til félagsins frá Icelandair þar sem hún hafi verið forstöðumaður leiðakerfisins.

„Sylvía hefur starfað fyrir Landsvirkjun þar sem hún var deildarstjóri jarðvarmadeildar á orkusviði og fyrir Amazon í Evrópu, fyrst við rekstur og áætlanagerð og síðan við Kindle deild fyrirtækisins þar sem hún sá um viðskiptagreind og vöruþróun fyrir vefbækur auk þess að leiða greiningar- og stefnumótunarvinnu fyrir samningagerð við bókaútgefendur.

Sylvía er með M.Sc. próf í Operational Research frá London School of Economics og B.Sc. próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur sinnt stundakennslu við verkfræðideild HÍ í rekstrarfræði, kvikum kerfislíkönum og verkefnastjórnun (MPM). Sylvía situr einnig í stjórn Ölgerðarinnar og Símans.

Hlutverk Sylvíu hjá Origo verður að styrkja og gera vöru- og lausnarframboð félagsins skýrara, vinna að þróun kjarnamarkaða og efla vörumerki Origo.

Sylvía mun hefja störf í mars,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
0,96
1
500
ARION
0,63
12
300.232
SJOVA
0,16
9
20.335
MAREL
0,06
15
96.773
KVIKA
0
10
107.788

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-5,06
89
185.127
HAGA
-2,34
29
396.446
VIS
-1,25
10
91.026
SIMINN
-1,1
8
137.092
EIM
-0,96
2
416
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.