Viðskipti innlent

Aldís ráðin verkefnastjóri sýninga

Atli Ísleifsson skrifar
Aldís Snorradóttir.
Aldís Snorradóttir. Listasafn Reykjavíkur

Aldís Snorradóttir hefur verið ráðin í stöðu verkefnastjóra sýninga í deild sýninga og miðlunar í Listasafni Reykjavíkur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur. Þar segir að Aldís sé með meistaragráðu í listasögu frá Leiden háskóla í Hollandi og BFA í sama fagi frá Concordia háskóla í Montréal í Kanada.

„Hún hefur víðtæka reynslu af störfum í tengslum við myndlist, úr gallerírekstri, safnastarfi, sýningarstjórn og öðrum verkefnum. Aldís hefur mikla þekkingu og innsýn í íslenska og alþjóðlega samtímalist ásamt yfirgripsmikilli þekkingu á listasögunni. Í meistararitgerð sinni greindi hún safneignir einkastofnana hér á landi út frá listasögulegu vægi og menningarlegu hlutverki.

Aldís var stofnandi og framkvæmdastjóri Þoku gallerís, gegndi stöðu framkvæmdastjóra Hverfisgallerís og hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. Hún hefur að auki BSc gráðu í viðskiptafræði og starfaði um tíma í fjármálageiranum.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
0,51
19
128.775
LEQ
0,41
2
2.721
SYN
0,37
6
30.688
EIM
0,34
3
15.632
EIK
0,1
9
49.972

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,97
63
81.019
REGINN
-1,81
16
163.933
REITIR
-1,59
17
158.966
ICESEA
-1,59
10
37.573
ARION
-1,02
45
1.159.883
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.