Svona hefst grein danska miðilsins Tipsbladet.dk en greinin birtist í gær. Þar er fjallað um markahrókinn Hörð Sveinsson en þar er vitnað í frétt Fótbolta.net um að Hörður hafi framlengt samning sinn við Reyni sem leikmaður og sé að vinna aðal styrktaraðila félagsins.
Hörður framlengdi samning sinn á dögunum við félagið þrátt fyrir að vera orðinn 37 ára gamall og ætlar að taka slaginn í 2. deildinni með liðinu næsta sumar. Einnig er hann sölu- og markaðsstjóri Nýfisks. Eitthvað hefur Daninn klikkað í þýðingunni, því danski miðillinn hélt að hann yrði einnig sölu- og markaðsstjóri Reynis en svo er ekki.
Tidligere Silkeborg-bomber skal både være spiller og salgschef #sldk https://t.co/320pGipJK5
— tipsbladet.dk (@tipsbladet) January 6, 2021
Tipsbladet fannst þetta áhugavert en Hörður gekk í raðir Silkeborg árið 2006. Hann byrjaði tímann þar frábærlega; skorað fjögur mörk og lagði upp eitt í fyrstu tveimur leikjunum sínum hjá félaginu.
Hann yfirgaf félagið ári síðar en þá hafði hann skorað níu mörk í 34 leikjum í dönsku úrvalsdeildinni.
Einn blaðamaður Tipsbladet segir að Silkeborg hafi keypt Hörð eftir að aðstoðarþjálfari liðsins sá á vefsíðu blaðsins að sami leikmaðurinn skoraði viku eftir viku með Keflavík á Íslandi.
Aðstoðarmaðurinn, Peder Knudsen, á að hafa fengið Ólaf Kristjánsson, þáverandi þjálfara Fram, til að senda sér myndbönd af Herði og skömmu síðar var Hörður mættur til Danmerkur.
Hördur Sveinsson kom til Danmark, fordi SIF-assistenten Peder Knudsen læste Tipsbladet og omme på stillingssiderne spottede, at den samme angriber scorede uge efter uge for Keflavik.
— Sebastian Stanbury (@SebStanbury) January 6, 2021
Han fik Ólafur Kristjánsson til at sende et par videobånd, og kort efter var Sveinsson i Danmark. https://t.co/lssrUkEzk5